Smávegis vangaveltur varðandi Sylar Sæl veriði. Ég skrifaði þessa “grein” í flýti, og hún var upphaflega hugsuð sem korkur. Síðan sá ég bara hvílíkt orðaflóð hafði streymt útúr mér, þannig að ég ákvað að reyna þetta sem grein. Reynið að afsaka hvað þetta er óformlega skrifað og kjánalega upp sett :)
Takk,
Kallisto

mögulegir spoilerar að neðan, geri ekki ráð fyrir slíku, en lesist varlega fyrir þá sem eru ekki búnir að sjá alla þættina sem komnir eru

Ég var að spá, Sylar er náttúrulega búinn að sanka að sér slatta af kröftum og hæfileikum í gegnum þessa 22 þætti sem sýndir hafa verið… en ég var að rifja upp nokkra þeirra í huganum og mundi eiginlega bara eftir því að hann getur hreyft hluti með huganum (man ómögulega orðið yfir það akkúrat núna). Við sjáum hann náttúrulega ekki oft nota neinn af kröftum sínum nema þegar önnur “heroes” hitta á hann, og þá er auðvitað ósköp skiljanlegt að kallinn ákveði að nota bara það praktískasta.

Hins vegar finnst mér leiðinlegt að það er eins og margir hans hæfileika gleymist. T.d. finnst mér handritshöfundar þáttanna ekki nýta sér það til fulls að hann er með ofurheyrn (Munið að daman sem hann stal þeim hæfileika frá gat skynjað tilfinningalegt ástand fólks með því að heyra hjartsláttinn), og ætti því að geta séð nánast alveg við Peter (+Claude) hvað varðar ósýnileika ofl.

Og síðan eru það hæfileikar sem hann á að hafa, sem það gefst ekkert alltaf tækifæri til að sýna miðað við það hvað þættirnir gerast hratt. Ég var til dæmis alveg búin að gleyma þessari blessuðu gengilbeinu sem Hiro varð svo hrifinn af.

Ég meina, auðvitað væri út í hött að skrifa allt í einu atriði inn í þættina þar sem Sylar væri að þylja í smáatriðum hluti sem hann hafði séð/lesið… en málið er samt að mér finnst þessir fjölmörgu abilitiar hans vera vannýttir möguleikar.

Annað sem ég var að pæla í… í fyrstu þáttunum… ég held bara í þeim sem við kynntumst Matt Parkman fyrst, þá hafði Sylar ráðist inn á heimili…

hérna kemur partur sem er spoiler fyrir alla þá sem ekki hafa séð þætti 21 og 22

…Þar fann Parkman litla stelpu með því að ganga á “hljóðið” eða með hugsanalestri. Hún var ein lifandi eftir að Sylar hafði ráðist á fjölskyldu hennar. Er það ekki rétt munað hjá mér að mamma hennar og pabbi höfðu verið drepin algjörlega á la Sylar með slæsuðu höfði og öllum pakkanum? Ég meina, við komumst að því seinna að þessi litla stelpa var Molly… einmitt sú sama og er gædd Cerebro hæfileikanum, sú sem Mohinder er að reyna að lækna.

Þá er spurningin sú… var Sylar að reyna að ná henni (semsagt veit hann af hæfileikum hennar) og drap einungis foreldra hennar fyrir misskilning, eða því þeir væru fyrir honum…? Eða drap hann foreldrana, eða a.m.k. annað þeirra til að ná öðrum óþekktum hæfileikum?

Var bara að pæla svona almennt í þessu :) Hvort eitthverjir af fjölmörgum hæfileikum Sylar komi frá fjölskyldu Mollyar, eða hvort hún sjálf hafi verið takmarkið allan tímann og árásin á heimili hennar því misheppnuð tilraun hjá Sylar líkt og þegar hann drap Jackie og Claire slapp frá honum.

Bara nokkrar pælingar… endilega tjáið ykkur :)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'