Jæja, þá er það yfirstaðið, mín mesta hræðsla um að horfa á einn hræðilegasta Buffy þátt sögunnar. Þótt ótrúlegt megi virðast þá reyndist þessi þáttur sem er söngleikur vera hin mesta skemmtan. Lögin og textarnir voru hreint út sagt alveg ótrúlega vel heppnaðir enda var það enginn annar heldur en snillingurinn Joss Whedon sem samdi þá. Ennfremur sannaðist það að leikaraval BTVS er mjög hæfileikaríkt fólk og maður fékk oft á tíðum gæsahúð vegna frábærrar frammistöðu þeirra í sönginum. Sérstaklega minnistætt er fyrsta lagið sem SMG syngur af einskærri hugljómnun. ASH er einnig sérstaklega góður söngvari og tók oft á tíðum frábæra parta en ef ég á að velja besta lag þáttarins fyrir mitt álit þá verð ég að velja lagið með Spike. Þrátt fyrir að lagið með Spike heillaði mig ekki við fyrstu áheyrn þá hef ég verið með Soundtrackið sem ég downloadaði í bílnum síðustu daga og hlustað á lagið hans aftur og aftur. Ótrúleg tilfinning. Þrátt fyrir að þessi þáttur hafi verið frábrugðinn öllum öðrum er hann ekki samhengislaus og mjög mikið gerist sem tengist sögunni.

Aðeins nánar þá fjallar þátturinn um að ári kemur til Sunnydale og lætur alla syngja og tjá tilfinningar sínar á hreinskilinn hátt. Fyndnustu atriðin fannst mér án efa atriðin með EC og NB auk smáatriðsins með lögreglunni sem var að sekta. Endilega kíkið á þennan sem allra fyrst, má ekki missa af þessu.

Ykkar einlægur,
ScOpE