Spenna/Drama – Jólagjafalistinn 2006! Spenna/Drama – Jólagjafalistinn 2006!

Já… þá styttist í daginn sem okkur öllum hlakkar til… Já, þið vitið öll hvað ég á við, og ætla ég því ekki að útskýra nánar.

En hér eru allavega klárlega lang bestu DVD settin til að fullnægja öllum þínum villtustu sjónvarpsefnis draumum… Hvaða betri leið finnst til að eyða dimmum köldum vetrar degi en að horfa á góðan þátt. Settu upp sparibrosið og gerðu þig tilbúinn til þess að suða í mömmu, því hér eru aðal settin!:

24 – Season 5

24 hafa löngu stimplað sig inn sem einhverjir bestu spennu þættir allra tíma. Þeir eru uppfullir af hasar, feykilega vel skrifaðir og ótrúlega vel gerðir. Þessir þættir éta spennufíkla í morgunmat og því klárlega málið fyrir alla að grátbiðja um þessa Guðs gjöf í jólagjöf.

Desperate Housewifes – Season 2

Þær eru mættar aftur, og eru þær fyndnari, dramatískari og talsvert meira æsandi en nokkru sinni fyrr! Einhver gæti sagt að þetta sé bara fyrir kellingarnar, en hver sá sem segir það getur nú bara farið að prjóna. Og hey, ef þetta sett er ekki fyrir þig, af hverju ekki að gefa elskunni þetta? Hún á eftir að elska þig margfalt meira fyrir vikið!

Prison Break – Season 1

Ef það er eitthvað sem öskrar “Jól!” þá er það sjónvarpssería sem gengur útá það að nokkrir villtir brútar ákveða að flýja fjötra fangelsis í von um betra líf. Og að sjálfsögðu gera þeir þetta undir leiðsögn meistarans, Michael Scofield. Sjaldan sést svona “týpiskur” spennu þáttur vera jafn vel útfærður og Prison Break. Enda hafa þættirnir safnað að sér aðdáendum af öllum aldri! Ef þetta sett er ekki að finna undir jólatréinu þínu, þá þarftu að hugsa þinn gang.

Lost – Season 2

Mannstu eftir þáttunum þar sem fullt af fólki festist á eyði eyju? Þessir skrítnu, þar sem alls kyns rugl gerðist í hverjum þætti… Já? Nei? Allavega, nú er komin ný sería, og hún er jafnvel ruglaðari en sú fyrri. Frábærir þættir sem sýna það og sanna að þúnsund plot flettur geta verið frábærar, sérstaklega ef þær gerast á eyði eyju!


Villtu eitthvað aðeins eldra? Af hverju ekki að biðja um gullmola eins og Six Feet Under, eldri 24 seríur eða jafnvel fyrstu seríuna af klikkuðu eiginkonunum? Þá er það að sjálfsögðu líka til staðar.

Sjálfur mæli ég persónulega með ,,Undir Grænni Torfu” eða ,,Six Feet Under”. Sennilega bestu þættir allra tíma eða svo. Þeir eru allavega nógu klikkaðir til að höfða til okkar, við Hugarar eru svo klikkaður. Þið vitið hvað ég á við. Annars má finna mörg tonn af eldra efni. Hér að ofan tók ég fram það helsta og það nýjasta sem enginn notandi á þessu áhugamáli má láta framhjá sér fara.

Vantar ykkar uppáhalds sett? Látið vita í kommenti.