Það eru nokkrar nýjar þáttarðir sem hafa ná athygli minni núna í haust. Ég gerði mitt besta að segja frá þáttunum án þess að segja of mikið frá gangi mála. Það verður aðeins fjallað um fyrsta þáttinn enn ekki meira enn það

Vanished
Eins og nafnið gefur til kynna er verið að leita af fólki. Þættirnir byrja á því að kona öldungaþingmans fær dulafullt símtal, þar sem hún segir við komandi að aldrei hringja heim til sín aftur og að maðurinn hennar sé að koma heim. Hún segir síðan við hann að það sé eitthvað sem hún villi ræða um við hann, enn hættir við þegar aðstoða maður hans kemur. Þau fara síðan á hótel þar sem verið er að heiðra hana fyrir góð störf í góðgerða málu, rétt áður enn hún á að halda ræðuna sína kemur starfsmaður hótlesins og segir henni að það sé símtal til hennar í andrinu og það er það seinasta sem við sjáum af henni. Þættirnir fjalla allri um þetta mál og í hverjum þætti kemur meira í ljós, af hverju henni ver rænt og um fortíð hennar. Einnig um fjölskylduleyndarmál öldungarþingmansins. Spennandi þættir sem hægt er að hafa gaman af.Men in trees

Mínir uppáhalds þessa stunina, þeir fjalla um konu sem er sambands ráðgjafi, sem er að fara gifta sig. Hún heldur fyrilestra um sambönd, hefur gefið út tvær bækur er að skrifa þá þriðju, “ég er að fara gifta mig og þú getur það líka”. Þættirnir byrja viku fyrir brúðkaupi. Hún á að halda fyrirlestur í Alaska og sefur yfir sig. Grípur dótið sitt og upp í flugvélina, enn tók tölvu unnusta sins í misgripum, fyrir sína og þá kemst hún að því að hann hefur haldi fram hjá henni með einni af vinkonum hennar. Hún verður alveg niðurbrotinn, og ílengist í Alaska þar sem hlutföllinn eru 10 karlar á móti einni konu. Þetta er eins lítill smábæar, með 263 íbúum, þar sem allir þekkja alla og mannlífið er skrautlegt. Þetta eru dramaþættir með gamansömu ívafi líkt og Gilmore Girls. Ég er búin að horfa á suma þættina oftar en einu sinni.

Studio 60 on the Sunset Strip
Þættir um þætti, þ.e. vinnan baksvið live grínþætti í anda sturdy night live þáttanna. Þessir byrja á því að verið er að rífast um schets þar sem stjórandi þáttanna vill fá inn enn sjónvarpsstöðin vill stoppa. Og setja á í staðin veruleg ófyndin teiknimynd í staðinn. Stjórnandi fer inn í miðja útsendingu og sendir leikarana af sviðu og talar í 53 sek um hvað er að bandarísku sjónvarpí í dag, þar til að það er klippt á hann fyrir auglýsingar hlé. þessir þættir eru nokkuð góðir, fjalla um átök og ástir inn á sjónvarpstöðinni. Hvernig fólkið sem vann hjá stöðinni fyrir þetta og nýja fólkið sem kemur inn til að bjarga þáttunum gengur að vinna saman. Fullt af þekktum leikurum í .þessum þáttum meðal annars Matthew Perry (úr Friends) og Amanda Peet.

Heros

Þegar komin grein um þessa þætti enn hér er mín umföllun um þá. Það eru aðeins komnir 3 þættir, þeir byrja hægt, þar sem verið er að kynna okkur fyrir fullt af fólki. Einstaklingum sem eru stökkbreyttir og koma til með að bjarga heiminum. Þau hafa mismunandi hæfinleika, unglingstúlka sem getur ekki dáið, hún gær jafn óðum og hún slasast. Japanskan nörd sem telur sig geta stöðvað tíma, ungan mann sem heldur að hann geti flogið, enn bróðir hans er að bjóða sig fram í þingkosningar og má ekki vera að því að pæla í svoleiðs vitleysu. Einstæð móðir sem hefur spegilmynd sem gerir ekki alltaf það sama og hún. Ég er ekki enn búin að átta mig á því hver krafturinn hennar er. Málara sem málar framtíðina undir áhrifum heróins, og svo í öðrum þættinum kynnumst við fleiri persónum. Löggu sem getur lesið hugsanir og morðingja sem við höfum ekki enn séð. Söguna segir svo indverskur fræðimaður sem er sérfræðingur í erðarmálum, sem byrjar að ransaka stökkbreytingu eftir að hann kemst að því að pabbi hans var myrtur. Ég hef ekki enn myndað mér skoðun varðandi þessa þætti, hvort að ég komi til með að fylgast með þeim eða ekki. Eins og er lýst mér vel á þetta.

Ugly Betty

Þættir sem fjalla um nördalega stelpu sem býri í fátækrahverfi í NY. Hún sækir um vinnu hjá tímariti, er boðuð í viðtal en kemst ekki í það þar sem aðilin sem kallaði á hana í viðtalið taldi að hún væri of ljót og hallærisleg. Hinsvegar sér eigandi fyrirtækisins þetta og neyðir son sin til að ráða hana þar sem hann hefur áhyggjur af honum þar sem hann hefur til þessa sofið hjá öllum “aðstoðarmönnum” sínum. Sama dag og hún kemst ekki viðtalið hættir kærasti hennar með henni fyrir ofurgellun/drusluna í næsta húsi. Þegar hún heldur að dagurinn geti ekki verið verri fær hún símtal, um að hún sé ráðin í starf aðstoðarmans ritstjóra.
Fyrsti þátturinn gengur út á að ritstjórinn er hræðilegur við greyið Betty, þar sem hann getur ekki rekið hana enn ef hún hættir getur hann ráðið hvern sem hann vill. Þetta eru gaman drama, sem eru eiginlega meiri gaman þættir enn þar sem þeir eru 45 mín, eru þeir ekki hefðbundin bandrískur gamanþáttur. Það eru komnir 3 þættir núna og mér líst mjög vel á þessa þætti

Vonandi hjálpar þessi grein ykkur að velja nýja og skemmtilega spennu/drama þætti til að horfa á

kv. Gunna 7fn