Já það er svo sannarlega leiðinlegt að þessi persóna hafi kvaðið þennan æsispennandi þátt en svona er þetta og maður bara verður að bíta í það súra epli að hann sé farinn af sjónarsviðinu, mun ég rekja söguna hans í meginatriðum. Njótið Vel !

David “Tweener” Apolskis var sakaður um að stela hafnaboltaspjaldi, já hafnaboltaspjaldi!! En spjaldið var 300.000 dollarar virði. Tweener var sakfelldur og fór því til Fox River. Þegar Tweener var kominn til Fox River gerði hann hvað sem er til þess að eignast félaga og reyndi að umgangast svertingjana í Fox River en þeir vildu nú ekkert umgangast hann og gekk ekkert hjá vesalings Tweener. En þarna kemur hinn ógeðfelldi T-Bag til sögunnar en eins og flestir vita var T-Bag mjög “hrifinn” af börnum og ungu kynslóðinni, en var T-Bag sakaður um að nauðga sex börnum í Alabama fylki. T-Bag gerir dvölinna hans Twenners í Fox River mjög erfitt fyrir enn hinn góði vinur okkar Michael Scofield stoppar T-Bag af. Tweener hjálpar Michael aðallega með því að stela hlutum en Tweener var víst afar handlaginn við að stela og hnupla hlutum. Hann stelur meðal annars úrinu af lögrelguþjóninum Garry sem hann reyndar stal sjálfur af Michael. En Tweener fer fljótlega að segja Capt. Brad Bellick hvað þeir félagar eru að bralla ( í skúrnum þar sem þeir voru að grafa holuna) en brátt fer Tweener að hætta að gefa Bellick upplýsingar. Sem leiðir til þess að Bellick settur hann í klefa til manns að nafni “Avacado”.

Avacado nauðgar Tweener og enda þessi ósköp á því að hann sker liminn af Avacado. Tweener leitar til Michael’s um vernd og hjálpar Micheal honum með því að segja hinum frá flóttarleiðinni þeirra félaga. En Tweener kjaftar í Bellick og segir hinum frá holunu í skúrnum en stoppar Charles Westmoreland Bellick með því að slá skóflu í andlitið á honum en eins og flestir vita særðist Charles og deyr hann síðar af völdum sársins. Tweener slæst með í hópinn en Michael segir honum að um leið að þeir séu komnir frá Fox River mun hann fara sína leið en Michael veit nefnilega um allt það sem Tweener hafði sagt Bellick. Tweener náði að komast undan með því að fela sig í hestvagni til Saint Louis.

Í annari seríunni nælir Tweener sér í far með stúlkunni Debra Jean Belle til Utah. En var Tweener ekki lengi í paradís. Leigðu þau sér herbergi á hóteli til þess að slaka á og barið var að dyrum og kom í ljós lögregluþjónn með ljósmynd af Tweener en Debra segist ekki þekkja hann. Tweener fer svo á bílnum hennar og skilur hann eftir og yfirgefur hann. Tweener nær svo til bæjarins Tooele, Utah þar sem peningarnir eru grafnir sem allir Fox River fangarnir eru að sækjast eftir. Þar hittir hann T- Bag og krefst T-Bag þess að hann hjálpi sér að finna peningana, og Tweener samykkir að hjálpa honum. Michel og Lincoln hitta T-Bag og Tweener og voru þeir bræðurnir að leita að kortinu sem gaf til kynna hvar peningarnir voru en hann T-Bag borðaði kortið en áður en hann borðaði það hafði hann lagt kortð á minnið og því urðu Lincoln og Michael að slást í hópinn með T-Bag og Tweener. En nú gerist eitt heldur óvænt fyrir þeim félögum kominn er heil þyrping af húsum og kominn er byggð þar sem peningana átti að finna, en finna þeir rétta húsið þar sem þeir telja að peningarnir séu og þykkjast þeir vera að vinna hjá einhvers konar rafmagnsfyrirtæki til þess að meiga grafa í húsinu. En svo koma C-Note og Sucre og slást í hópinn með þeim ,já alveg eins og í gamla daga:D. Michael biður Tweener um að fylla bílin hjá sér og gerir hann það. Þegar á bensínstöðinna kemur sér afgreiðslumaðurinn strax hver þetta sé, hann hringir tafarlaust á lögreglunna en Tweener flýr undan. Agent Mahone nær Tweener og fyrr en varir er hann byrjaður að leita svara og vill hann fá að vita hvar Michael og fríða föruneyti hans sé niðurkomið. Tweener segist ætla að sýna honum það, en hann leikur á hann með því að fara til Debru. Tweener fer með Agent Mahone en skyndilega beygir hann af veginum og segist hann vilja teygja úr sér.En þar drepur hann Tweener.

volex