Desperate Housewifes – 302 – Það Tekur Tvo Desperate Housewifes – 302 – Það Tekur Tvo

Edie fær óvænta heimsókn frá vandræðamiklum, ungum frænda sínum og býður hún honum að dveljast hjá sér. Bree og Orson gifta sig á meðan Gabrielle og Carlos hitta skilnaðarlögfræðing. Látin kona finnst grafin og hafa allar tennur hennar verið fjarlægðar. Orson er beðin um að koma til að bera kennsl á líkið sem er talið vera af fyrrverandi konu hans. Hinsvegar virðist þetta ekki vera hún þegar bæði hann og fyrrverandi vinkona hennar halda því fram að svo sé ekki. Xao-Mei eignast barnið sem hún gengur með fyrir Gabrielle og Carlos og verða þau, vægast sagt, hissa er þau sjá það.

Titill þáttarins er “It Takes Two” eða Það Tekur Tvo og á sá titill vissulega vel við. Allavega í þeim skilgreiningi að það taki tvo þætti til að koma seríunni almennilega af stað. Margar nýjar fléttur eiga sér stað og virðast allar húsmæðurnar vera að lenda í sitthvorum vandræðunum. Sum grátleg, önnur hlægileg. Margar spurningar vakna við áhorf þáttarins og má með sanni segja að það eigi eftir að verða spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Það eina sem ég get virkilega sett útá þriðju seríu hingað til eru að samtölin eru ekki jafn hnitmiðuð og kaldhæðin eins og þau voru í fyrri seríum (og þá kannski sérstaklega í annarri seríu) sem gerir það að verkum að þættirnir eru ekki jafn fyndnir og áður. Einnig taka þættirnir ekki jafn létt á hinum ýmsu vandræðum sem eiginkonurnar aðþrengdu þurfa að takast á við og virðist því dramatíkin oft rísa of hátt. Þrátt fyrir það eru skrifin ennþá sterk og koma þau vel til skila.

Ráðgátan um Orson á sennilega eftir að verða athyglisverð og er óskandi að sú flétta verði enn stærri og mikilfenglegri en þegar ráðgátan um George var leyst.

Það er óhætt að segja að þetta stefnir í hörku seríu og verður því gaman að fylgjast með framhaldinu.

-TheGreatOne