Prison Break - Betra en svarthvítir ástarsmellir frá 1940? Prison Break. Allir eru alltaf að tala um Prison Break. Ef það er ekki Prison Break, þá er það Lost. Ef það er ekki Lost, þá er það Prison Break.

Eru þessir þættir jafn góðir og Hype’ið gefur í skyn? Samkvæmt síðustu Prison Break greininni, er þetta tóm steypa sem ætti að forðast eftir bestu getu. Núna langar mér einnig að rýna nánar í það vinsæla sjónvarpsefni sem kallað er Prison Break.

Er Prison Break gæða sjónvarpsefni sem mun lifa áfram í minningu okkar um ókomin ár? Verða þessir þættir settir í þann gæða flokk sem við köllum “Klassískt Sjónvarpsefni?” Mun fólk eftir fimmtíu ár setja Prison Break á topplistana sína?
Svarið er afar einfalt: Nei. þættirnir búa ekki yfir því sem til þarf til að komast í slíkan flokk þegar við verðum gömul og gráhærð. Þýðir það að þetta séu lélegir þættir? Alls ekki.

Prison Break gæti hugsanlega verið það sem við köllum “Casual entertainment.” Það er ekki verið að fara nýjar leiðir í sjónvarpsgerð. Leikarar þáttanna eru engir frumkvöðlar á sviði sínu. Það er ekkert við concept þáttanna eða framvindu þeirra sem gerir þá ofur sérstaka… Og þá spyr ég; Af hverju er svona helvíti gaman að horaf á þá?

Lof mér að svara því með endurtekningu: Casual entertainment. Þrátt fyrir að svarthvítir ástarsmellir frá 1940 búi yfir listrænum yfirburðum gagnvart Prison Break þá þýðir það ekki það að við ættum að forðast þessa þætti eða aðra þætti í svipuðum dúr. Þvert á móti, því sú staðreynd liggur fyrir að þessir þættir eru bæði skemmtilegir og spennandi í senn.

Það er yndislegt að geta hent sér uppí sófa og horft á tilgangslausar blóðsúthellingar inná milli hinna svokölluðu “betri kvikmynda.” Ekki miskilja mig, ég elska góða drama mynd eða góðan klassískan smell. En ég kýs líka öðruvísi afþreyingarefni inná milli.

Er Prison Break það besta sem gerst hefur í sögu sjónvarpsins? Nei, langt frá því. En það þýðir ekki að við ættum ekki að horfa. Ef eitthvað, þá ættum við að njóta þeirra á meðan þeir eru ennþá skemmtilegir. Því eitthvað segir mér að ef þessir þættir fara í 4-5 seríur þá hlýtur eitthvað að klikka. Sjálfur myndi ég vilja dramatískan og flottan endi hér í seríu 2.

Að kalla Prison Break tóma steypu er nokkuð langt gengið.. Að kalla þættina það besta í sögu sjónvarpsins er ennþá lengra gengið.. Förum milliveginn og allir græða. Og þá er ég ekki að tala um einhverja helvítis Framsóknarstefnu.

Leyfum handahófskenndum blóðsúthellingum, bíla eltingarleikjum og æsi spennandi fangelsisflótta að taka völdin inná milli… Það er talsvert heilbrigðara en að lifa á grasi.