Prison Break - Fyrsta sería: * * / * * * * * Eftir að hafa deilt við marga einstaklinga um þáttaröðina “Prison Break” ákvað ég, til að sannfæra sjálfan mig og aðra að horfa á alla þætti í fyrstu seríunni - en áður hafði ég bara séð staka þætti.

Útkoman var eins og ég bjóst við. Þetta er óspennandi og klisju kennd sería sem lítið ef eitthvað er varið í. Handritshöfundar, ásamt höfundi þáttarins eru ótrúlega ófrumlegir einstaklingar sem ná að halda þáttinum uppi vegna þess að óreyndir sjónvarpsáhorfendur eru hrifnir að þessu.

Tvær aðal ímyndir sem þátturinn stóðst við voru þáttaraðirnar 24 og Oz. Þáttur þessi er hvergi nálægt því að hafa vit og spennu þeirra, en hefði þó verið skemmtilegt að sjá þáttinn ef HBO hefði samþykkt hann. Ég segi það vegna þess að, að mínu mati er Fox sjónvarpsstöðin ein sú misheppnaðasta í Bandaríkjunum í dag. Hún hefur hætt við ótal þátta sem mjög svo er varið í, t.d. Arrested Development og Family Guy.

Líkt og 24, skiptist þátturinn í tvennt. Annars vegar pólitíkin og saga aðalpersónunnar. Hið fyrr nefnda er mjög slappt og ótúverðug. Hið sama má segja um sögu aðalpersónunnar en saga og samtöl hennar eru svo langt frá raunveruleikanum.

Fyrsti þáttur annara seríu var frumsýndur um daginn og leist mér svona sæmilega á hann. Vonbrigði voru að sjá félagana lausa en vildi ég sjá einhvern annan enda á fyrstu seríunni. Til míns mikillar skemmtunar sá ég að Terrence Steadman sem var leikinn John Billingsley var allt í einu leikinn af David Lively. Ég meina, þetta er engin sápuópera – að hafa ekki gert samninginn út aðra seríu var mjög asnalegt.

Fyrsta sería fær tvær stjörnur af fimm mögulegum.
The Anonymous Donor