Michael Scofield: Það er við hæfi að byrja á honum. Prison Break þættirnir fjalla aðallega um hann. Scofield er ungur byggingarverkfræðingur sem á lífið fram undan sér og lifir því mjög fínu lífi. Það kemur annað á daginn þegar bróðir hans festist í allgjöri vitleysu og þarf hann að láta handtaka sig til að komast inn í Fox River fangelsið til að hjálpa bróður sínum að brjótast út. Hann nær að flýja út úr fangelsinu með 7 öðrum föngum og ætla þeir til Panama til að fela sig fyrir löggunum. Eða allavega einhverjir af þeim.

Lincoln Burrows: Hann er bróðir Michael Scofield en eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir þá eru þeir ekki með sama ættarnafn og er það út af því að móðir þeirra og faðir skildu í æsku þeirra. Hann skuldar 90 þúsund dollar sem er talsverður peningur og tekur því að sér verkefnið fyrir manninn sem hann skuldar þennan pening. Verkefnið er virkilega einfalt hann þarf að myrða mann og taka einhvern sérstakan hlut af honum. Hann tekur sig því til og ætlar að myrða þennan mann sem hann veit ekkert um en þegar hann gengur að bílnum sem maðurinn á að sitja í þá tekur Lincoln um byssuna og ætlar að fara að skjóta en þá sést vel að maðurinn er dáinn í sætinu sem hann situr í. Lincoln lætur sig því hverfa. Hann er hins vegar gómaður af lögregluþjónum stuttu síðar og finnst bolur heima hjá honum allur út í blóði. Það er dáldið skrýtið þar sem Lincoln skaut ekki manninn. Lincoln fer því fyrir dómstóla fyrir morðið á bróður varaforsetans og er dæmdur til dauða. Dauðadómurinn hans á að fara fram 12.maí. Honum er síðan frestað vegna þess að rafmagnsstólinn virkar ekki og þá hefur Michael bróðir hans aukatíma til að flýja með honum. Lincoln nær að lokum að flýja út úr Fox River.

John Abruzzi er Mafíuforingi. Hann er frægasti fanginn sem er í Fox River. Hann er í Fox River fangelsinu vegna þess að hann lét einn af sínum mönnum skjóta tvo menn. Maður að nafni Fibonacci sá þetta og lét lögregluna vita. John fékk 120 ára fangelsisdóm eða nokkurn veginn lífstíðardóm. Hann stjórnaði PI áður en hann flúði með hinum föngunum. PI er vinnan í Fox River þar sem hann stjórnar hverjir eru í henni og ekki. Það eru virkilega lítill laun en samt eitthvað smá. Hann reddaði flugvélinni sem flaug yfir þá félaga í síðasta þættinum. Hefði þessi maður ekki verið með í krúinu sem var að reyna að flýja hefði það ekki tekist.

Theodore Bagwell aka T-Bag er miskunarlaus nauðgari og morðingi. Hann er einn af hættulegustu föngunum sem eru innan veggja Fox River. Hann situr inn í Fox River fyrir að ræna sex börnum, nauðga þeim og myrða þau svo. Hann fékk að sjálfsögðu lífstíðardóm. Hann er mikið fyrir að taka nýja unga fanga í sína vörslu og nauðga þeim. Reyndar eru sumir sem vilja vera undir hans vermdarvæng. Þess má til gamans geta að hann er sonur móngólítans systur sinnar. Vegna þess að faðir hans nauðgaði dóttur sinni og hann varð þannig til. Hann var aldrei í plani Scofields sem einn af föngunum sem mundu brjótast út en hann komast að áformum þeirra og erðu þá Scofield og félagar að taka hann með. Hann skar John Abruzzi af háls eitt sinn og týndi John næstum því lífi en lifði samt af. John Abruzzi vildi hefna sín á honum en ákvað að láta það bíða þangað til þeir væru komnir út úr fangelsinu. Þegar þeir komust út þá hlekkjaði T-Bag sig við Michael Scofield með handjárnum til að John mundi ekki drepa hann því að þá þyrfti Scofield að draga lík á eftir sér í flóttanum. Þetta plan gekk ekki alveg upp hjá T-Bag því að John Abruzzi ákvað þá bara að höggva hendina af honum með exi eftir að það gekk ekki að skera á handjárnin. T-Bag missti því aðra höndina og dróst á eftir föngunum sem voru að flýja.

Benjamin Franklin aka C-Note er svertingi sem er fyrrum hermaður. Hann var mjög virtur hermaður sem reddaði alskyns ólöglegum hlutum fyrir undirforingja sinn í hernum. Hann sá þegar hermenn lömdu og píntu fanga og hann kvartaði og fannst alltof illa farið með fanga. Hann var því rekinn úr hernum með skömm því að herinn vildi ekki að það kæmist upp um það sem þeir væru að gera við fanga. Hann var svo tekinn af lögregluni fyrir keyra ólöglegan varning á sendiferðabíl. Hann fékk átta ára fangelsisdóm. Konan hans og börn vita ekki af því að hann er í Fox River því að þau halda að hann sé enn í Írak með hernum. Darius Morgan vinur hans og bróðir konunar hans veit einn af þessu og heldur því leyndu fyrir konunni hans C-Note og börnum. C-Note sjálfur vil ekki að þau vita af því hann sé í fangelsi og vil því losna sem fyrst út úr Fox River til að hitta þau á ný. Hann komst líka að flóttanum eins og T-Bag og kom sér þannig inn í fanghópinn sem strauk. Hann hefur hins vegar komið betur á notum fyrir hópinn heldur en T-Bag.

Fernando Sucre fæddist og var uppalinn í Chicago. Hann er hins vegar frá Puerto Rico. Hann á kærustu sem heitir Maricruz Delgado. Hann er virkilega ástfanginn af henni og mundi vilja gera hvað sem er fyrir hana. Hann ákveður einn dag að fremja vopnaðrán í lítili verslun til að fá einhvern pening til að hann geti keypt brúðkaupshring fyrir hana. Hann er hinsvegar tekinn af lögregluni þar sem frændi hans Hector sem er líka hrifinn af Maricruz hringir á lögguna og lætur hana vita að það sé verið að fremja rán. Þannig lendir hann í Fox River og fær hann fimm ára dóm. Á meðan hann er þar veit hann að Hector er á fullu að reyna við kærustuna hans og er hann mjög hræddur við að tapa henni. Það kemur svo í ljós að hún er ólétt af barninu hans Sucre og er hún mjög hrædd um að þurfa að ala barnið einn upp og gæti því byrjað með Hectori til að þurfa ekki að vera einn með þetta og eiga aðeins meiri pening fyrir lífi barnisins. Þegar Scofield kemur fyrst í Fox River þá lendir hann í klefa með Fernando Sucre. Scofield nær að sannfæra hann um að vera með í flótta áætlunum hans. Sucre vildi aðallega vera með í flóttanum til að komast út til að hitta kærustuna sína.

David Apolskis aka Tweener er svona týpýskur fingralangur vasaþjófur sem er mjög snöggur að hrifsa verðmæti af fólki. Tweener dáðist af hafnaboltaspjöldum, hann framdi rán þar sem hann stal hafnboltaspjaldi að verðmæti 300 þúsund dollara. Hann vissi ekki að það væri svona mikils virði og hefði væntanlega sleppt því að stela því ef hann vissi hvað hann fengi langan dóm fyrir að stela svona verðmætu hafnaboltaspjaldi. Hann fékk 5 ára dóm. Þegar hann kom í Fox River líkaði engu vel við hann, svartir vildu hann ekki og ekki heldur hvítir. Hann tók það verkefni að sér fyrir Scofield að ræna gull úri sem Scofield átti en einn fangavarðana hafði tekið það. Hann stal því fyrir Scofield og í staðinn átti hann kannski að fá vinnu í PI. Hann fékk hinsvegar ekki vinnuna. Brad Bellick fangavörður fattaði það að hann hefði stolið úrinu og þurfti Tweener að njósna um Scofield og félaga í staðinn og auk þess fengi hann hamborgara og franskar. Bellick lét Tweener í PI til að hann gæti njósnað meira um þá. Tweener sagði honum frá gati þar sem þeir hefðu fyrst ætlað að flýja út um. Bellick fann það gat en Charles Westmoreland náði að rota hann áður en hann gæti sagt nokkrum frá gatinu. Því næst faldi Westmoreland hann á góðum stað þannig að enginn gæti fundið hann. Í slagsmálunum við Bellick þá datt hann á glerbrot sem fór inn í magan á honum og orsakaði stuttu síðar dauða Westmoreland. Michael Scofield komst af því að Tweener væri sendur af Bellick til að njósna um þá. Scofield leyfði honum hinsvegar að vera með í flóttanum en sendi hann burt frá hópnum þegar þeir voru komnir út úr fangelsinu. Tweener náði að smygla sér inn í hestvagn á þjóðveginum og hefur ekkert sést til hans síðan þá.

Charles Patoshik aka Haywire er geðsjúklingur. Hann myrti föður sinn og móður sína þegar þau sváfu og var settur í Fox River fyrir það. Hann fékk 60 ára dóm. Hann hefur alltaf sagt að hann muni ekkert eftir þessum morðum og hafi enga skýringu á þessu. Eftir fjögur ár í Fox River var hann settur á geðsjúklinga deildina. Eftir að Scofield kom í Fox River þá var Sucre settur eitt sinn í einangrun. Haywire var þá settur í klefann með Scofield í staðinn fyrir Sucre. Haywire var mjög skrýtinn og var alltaf að skoða og teikna niður tattúinn sem eru á Scofield. Hann hélt því fram að tattúinn sýndu leiðina til helvítis. Scofield varð að losa sig við hann því að hann var að spilla áformum hans að flýja. Scofield lamdi þá hausnum sínum í rimlana á fangakelfanum þangað til það blæddi úr hausunum á honum. Hann sagði svo að Haywire hefði gert þetta við sig. Haywire var þá færður yfir á geðsjúklingdeildina og Sucre kom aftur í klefann. Það spurðist svo ekkert meira til Haywire fyrr en Scofield bremdist illa á bakinu og eyðilagðist smá af tattúinu hans. Það var ekki nóg of gott þar sem hann þurfti að vita hvaða tattú mynd hafði verið þarna því þetta var stóri hluti af kortinu út úr fangelsinu. Michael lét því sem hann væri orðinn geðsjúkur og var því fluttur yfir á geðveikudeildina. Þar hitti hann Haywire aftur og lét hann teikna upp tattúsvæðið á blað sem hafði eyðilagst en í staðinn vildi Haywire vera með í flóttanum. Michael lofaði því að sækja hann þegar þeir myndu flýja. Michael var síðan fluttur aftur yfir á venjulega deildina. Haywire trúði því ekki að Scofield myndi sækja sig og reyndi hann sjálfur að flýja en það gekk ekki upp og var hann handsamaður. Þegar allir þeir sem ætluðu að flýja voru komnir inn á sjúkrastofuna þá kom Haywire þangað með talstöð og sagði að ef hann mæti ekki vera með í flóttanum þá myndi hann strax kalla á verðina með talstöðinni. Hann fékk því að vera með í flóttanum en þeir losuðu sig við hann stuttu eftir með því að keyra burt á bíl og skilja hann eftir.
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”