Veronica Mars - 222 - Spoiler Viðvörun - Þessi grein verður um lokaþátt Veronicu Mars í annari seríu, þess vegna mæli ég ekki með því að lesa áfram nema að þú sért búinn að sjá þáttinn.

Cassidy Casablancas a.k.a. "Beaver" - (<- Don't call him that)

Já, vinur okkar Beaver var víst sökudólgurinn eftir allt saman. Hann drap alla í rútunni, þótt að hann þurfti að drepa bara Peter og Marcos. Rob Thomas gaf okkur ekki miklar vísbendingar um geðveiki Beaver's. Fyrsta alvöru vísbendingin var vandræði hans á milli Mac, hann vildi aldrei ganga neitt lengra kynlífslega séð og var það út af Woody McGoodwood . Það voru þó litlar vísbendingar, eins og hann vildi aldrei láta kalla sig Beaver en “vinir” hans, sem sýndu honum litla virðingu gerðu það samt. Pabbi hans virtist aldrei hafa mikinn áhuga á honum heldur, og hefndi Cassidy sín með því að láta fjölskyldu fyrirtæki hans verða gjaldþrota, heppilegt að hann var búinn að veðja á móti því - sem þar að leiðandi gerði hann frekar ríkann.

Logan: Beaver don't!
Cassidy: My name is Cassidy!
Logan: Cassidy, don't.
Cassidy: Why not?


Not Pictured

Þátturinn var stútfullur af efni. Það var helsti gallinn við hann, það var of mikið að gerast.

Weevil var handtekinn fyrir morð, Jackie á barn og mun kannski aldrei koma aftur, Woody náður, við fáum að vita að Beaver drap alla í skólarútunni ásamt því að hafað drepið Curly, nauðgað Veronucu, sprengt flugvélina sem Woody var í og mögulega nauðgað líka Mac. Og já, hann drap sig líka í leiðinni. Aaron var drepinn af Clarence Weidman sem Duncan réð til þess að gera. Þau öll útskrifuðst. Keith deyr. Lifnaði svo aftur við. Kendall fékk nokkrar milljónir dollara. Logan og Veronica byrjuðu aftur saman. Svo má ekki gleyma skjalatöskunni sem Kendall og kom með og sýndi Keith. Veronica var ekkert sátt þegar hann kom ekkert á flugvöllinn.

Rob Thomas átti skilið að fá einn þátt í viðbót, s.s. tvöfaldan lokaþátt. Jafnvel þrefaldan. Ég horfði á þáttinn aftur eftir að hafað klárað hann. Beaver var nördalegur, feiminn og var mjög sérstök persóna. Hann virtist alltaf mjög óhamingjusamur en vinalegur náungi. Það kom mér á óvart þegar hann kom uppá húsþakið, hann var ekki þessi feimni náungi sem við þekkjum heldur núna, þessi morðóði náungi. Persónan hans fór alveg 180°.

Cassidy: I know how to keep a secret

Kannski fór persónan hans ekkert 180°, kannski var hann alltaf brjálaður. Á meðan allir héltu að Beaver var þessi feimna týpa, þá vildi hann ekki vera of nálægt neinum, persónulega. Hann segir að hann sé góður að halda leyndarmál, væri þetta ekki bara eitt í viðbót? (að drepa Veronucu).

Ég hefði viljað sjá viðbrögð Dick's við dauða bróður síns, hann að missa kúlið sitt væri kraftmikið atriði. Það verður mjög áhugavert að sjá hann í seríu þrjú (ef hún verður), hvernig hann hefur breyst, hvernig hann hefur þroskast. Þunglyndur Dick virkar ekki mjög vel á mig. Logan virtist samt ekki taka það mikið á sig að vinur hans (Beaver) var búinn að gera alla þessa hluti og að faðir hann var drepinn (en það má taka það fram að Veronica sagði að Logan hunsaði þetta og blablabla). En þetta gæti allt verið bjargað með flashböckum í seríu þrjú, svipað og var gert í fyrsta þætti í annarri seríu. Í þeim þætti fengum við að vita hver kom til Veronucu um nóttuna o.s.frv.

Morðið á Aaron var mjög töff atriði, það tók ekki of mikið á þættinum og leysti framtíðarleiðindarplot í seríu þrjú, þótt að persónan Aaron er frábær þá var takmarkaður söguþráður fyrir hann.

Var Mac nauðgað? - Ég held ekki, nema að Beaver hafi verið tveggja mínútu maður og tekið einn “quicky” (Þetta var nú óþarfi). Beaver tók nánast allt úr hótelherberginu, eina ástæðan sem ég gat fyrst hugsað um var útaf því að þá gæti Mac ekki farið út. Unglingur + allsber = vandræðilegt fyrir hana. Hún hafði samt bara haldið að Beaver hafi farið aftur í partýið hefði hann ekki tekið allt dótið, en hann tók símann hennar þannig að það hefði getað vakið grunnsemdir. Ef að Beaver gat ekki gert neitt með henni Mac fyrr, af hverju gæti hann það þá þegar hann væri búinn að gera alla þessa hræðilega hluti? Margir halda nefnileg að hann hefði ætlað að klára “djóbbið” eftir að hafað drepið Veronucu.

Skjalartaskan sem Kendall kom með, ég held að Aaron tengist henni eða Beaver. Hún hefði getað tekið hana eftir að séð Aaron dauðan á sófanum og tekið töskuna með sér, veit ekki af hverju, bara mín ágiskun, en kannski hafði Beaver skilið þetta handa henni.

En ég vill líka tala um annað. Fílingur þáttarins er svo kúl. Myndatakan, þegar Beaver hoppaði af byggingunni var bara svo flott. Líka þegar Veronica uppgötvar að Beaver væri ekki á myndinni, það atriði minnti mig svolítið á Kill Bill - myndatakan, þar að segja. Tónlist getur líka verið frábær á köflum. Atriðið sem var spilað undir þegar Beaver var búinn að hoppa var mjög gott, ég tók samt ekkert eftir því fyrir en ég horfði á þáttinn aftur, sem er mjög góður hlutur.

Þátturinn var frábær, þótt hann hafði vissa galla, þá getur maður pælt enþá meira um hvað mun gerast við allar persónurnar yfir sumarið.
„I'm constantly trying to better myself and further educate myself in any way…that doesn't involve reading.“