Hvergilands Kenningin  -  Lost Hér ætla ég að skrifa um Hvergilands kenninguna í sjónvarpsþættinum Lost (eða Lífsháski), Hvergilands kenningin er einnig kölluð Pétur Pan kenningin.


Þegar Jin og Eko fara að leita af Michael þegar hann fer á eftir Walt þá leggjast þeir niður og “The Others” ganga framhjá þeim berfættir með bundinn bangsa - Í Pétur Pan sögunni væri þetta litli bróðir Vöndu sem gekk alltaf með bangsann sinn í bandi, og vinir Péturs með honum.

“The Black Rock” - Sjóræringjaskip “Captains Hook”

Hlerinn var falinn með trjám - leynistaður Péturs var inn í tré

Charlie og Claire þykjast borða hnetusmjör - Þegar vinir Péturs þykjast borða

The Others ræna Walt (kanski sjóræringjar) – Sjóræningjar ræna indíána prinsessunni

Vonin kemur oftar en einu sinni við í hverjum þætti, tengd hverju endurliti en þau endurheimta vonina til að fá bjarta sýn á lífið - Vinir Péturs þurftu að trúa á Pétur til að geta flogið

Locke getur gengið aftur þegar hann lendir á eyjunni, hann missti einu sinni vonina og þá glataði hann þessum krafti til að ganga en hann endurheimti vonina og gat gengið aftur - Pétur gat flogið eftir að hann var búinn að tengjast aftur glöðu tilfinningunum og minningunum/trúnni (eða voninni)

Svarti Reykurinn - Krókódíllinn

Klukkan í krókódílnum varar “Captain Hook” alltaf þegar hætta er á næstunni rétt eins og klukkan í Hleranum kveikir á viðvörunarhljóði þegar niðurtalningin er að klárast, í bæði skiptin er klukkan að vara fólkið við hættu.

Ísbjörninn í skóginum - Pétur finnur snjó og mörgæsir í Hvergilandi.

Í hverjum þætti er sýnt endurlit í líf hvers einstaklings og sýnt frá þeirra persónulegu vandræðum og í flestum tilvikum missa þau trú á sér en endurheimta hana rétt eins og ég var að skrifa hérna fyrr - Pétur Pan fer frá Hvergilandi og vex upp með fjölskyldu og þegar hann kemur aftur er hann ekki með neina krafta og þarf að bjarga börnunum. Hann endurheimtir vonina og bjargar börnunum án neinna krafta

Allar heimildir fann ég á http://www.lost-forum.com

Endilega segið hvað ykkur finnst um þessa kenningu