Saga Angel í hnotskurn, 3. hluti

Allt rekið til dagsins í dag, sem sagt
********BIG SPOILER ALERT********





300 Ár Af Pyntingum Og Hetjudáðum

Öldin 1900 heldur áfram
Þó að öfl hins góða og hins illa hafi skilið Buffy og Angel í sundur, færðu örlögin þau saman á ný. Ást þeirra magnaðist til muna og þau ákváðu að fullkomna ást sína á 17. afmælisdegi Buffy. Það sem þau vissu ekki var að Rúmensku álögin voru til þess að Angel yrði þjáður áfram. Þegar hann svo upplifði sanna hamingjustund, voru álögunum aflétt og sál hans fór burt á ný.
Angel varð fljótlega vondi kallinn í Sunnydale og gerði allt í mætti sínum til að pynta Buffy, andlega. Eftir að hann hafði drepið einn af vinum Buffy og nálægt því fleiri, náði Willow að endursetja álögin og gefa Angel sálina aftur í annað skiptið. En örlögin tóku málin í sínar hendur enn og aftur, og augnabliki eftir að Angel fékk sál sína aftur, neyddist Buffy til að loka hurðinni til Helvítis, sem hann hafði opnað. Angel snéri aftur nokkrum mánuðum seinna, en hafði þá verið því sem jafngilti meira en 100 árum í þyntingum og þjáningum í helvíti. Með tímanum náði hann að koma til fulls vits aftur, en hugur hans mundi aldrei bíða þess fyllilega bætur. Hann vissi að svo lengi sem hann mundi vera vampíra, samband hans og Buffy mundi aldrei ganga, svo hann yfirgaf Sunnydale í leit að nýju lífi í Los Angeles.
Þegar hann kom í “Borg Englanna”, kom hálfur-maður og hálfur dímon að nafni Doyle til Angel og sannfærði hann um að hjálpa fólki í gegnum sýnir sínar. Doyle, líkt og Whistler, fékk sýnir af fólki í hættu frá The Powers That Be og fékk svo Angel til að vinna úr þeim. Það tók Angel ekki langann tíma að rekast á Cordeliu, sem var erfiðlega að reyna að sjá fyrir sér sem leikkona. Með Doyle, mynduðu Angel og Cordelia Angel Investigations árið 1999, sem einkaspæjara-'fyritæki' þess yfirnátturega og björgun þerra saklausu.
Þegar Angel döstaði ríka og valdamikla vampíru að nafni Russel Winters, var Angel Investigations í sambandi í fyrsta skiptið við það sem átti eftir að verða með kraftmeiri óvinum þeirra. Russel Winters var skjólstæðingur í lögfræðifirma sem hét Wolfram & Hart sem sá mikið um samfélag dímona, og þeir litu strax á Angel sem mikla ógnun við spillta stofnun þeirra. Langur listi glæpa þeirra gagnvart mannkyninu innihélt notkun á vampírum, stjórnuná bardagaklúbbum dímona og að geyma manneskjur fyrir líkamsparta þeirra.
Eftir að Angel hafði varið svolitlum tíma í L.A., missti hann manneskju úr lífi sínu, manni sem hann hafði ekki þekkt lengi, en hann var Angel hjartfólginn þó. Á meðan að á djarfri björgun stóð, fórnaði Doyle sér hetjulega til að bjarga Angel, Cordeliu og stóru gengi hálf-dímona. Áður en Doyle stökk út í dauða sinn, kyssti hann Cordeliu og lét henni þar með eftir samband sitt við The Powers That Be. Á meðan Cordelia var að aðlagast þessu nýja hlutverki sínu sem the Seer, kom gamall bandamaður frá Sunnydale að nafni Wesley í bæinn. Wesley var fyrrverandi Vaktari Faith og hafði síðan orðið ‘rouge demon-hunter’ í leit að liði. Með hinni miklu þekkingu hans á þjóðsögum dímona og djörfum metnaði í bardaga, varð Wesley lykilbót í Angel Investigations.

2000 og yfir
Þegar Angel kom inn í sína fjórðu öld, hafði Angel Investigations þróast í vels murða dímona-drápsvél. Svo fengu þau nýjan bandamann þegar Angel bjargaði yngri systur ungs, sjálfstæðs dímonaveiðara að nafni Charles Gunn, og stækkaði hópurinn til muna við það. Þó að aðferðir hans væru ekki hefðbundnar, var Gunn baráttuharður og vanur maður, og varð nauðsynlegur bandamaður Angel Investigations. Það kom svo í ljós að Angel þurfti á allri þeirri hjálp sem hann gat fengið þegar Wolfram & Hart kallaði fram dímon sem hét Vocah, sem stal the Scroll of Aberjian og framkvæmdi ritúalið til að endurreisa Dörlu. Sír Angel og fyrsta sanna ást var snúin aftur sem manneskja, frekar en vampíra, og með endurkomu hennar komu tilfinningar upp í Angel sem höfðu verið í dvala. Í staðinn fyrir að reyna að drepa Dörlu aftur, reyndi Angel að snúa henni á rétta braut og hjálpa henni að finna sáluhjálp fyrir grimmilega fortíð hennar. Hann náði ekki takmarki sínu, því Darla var endur-síruð af Drusillu þegar Wolfram & Hart endursameinaði gömlu vinina.
En á meðan þessi myrku öfl voru að staflast upp á móti Angel, fann hann enn annann bandamann í mynd ‘öðruvísi’ karaoke-bareiganda. Lorne er söngelskandi græn-húðaði dímoninn sem rekur The Caritas, sem er frístaður fyrir dímona. Hæfileikin hans til að sjá fram í framtíðina hefur hjálpað Angel út úr fleiri en fáum vandamálum, og varð hann því brátt ómissandi í genginu. Lorne fór með liðinu í ferð til að bjarga Cordeliu í Pylea, heima-heimi hans í annarri vídd. Þetta var jafnvel átakamesta ævintýrið sem þau hafa lent í hingað til, og bjargaði gengið ekki aðeins Cordeliu og heilu konungsveldi, heldur fundu þau eðlisfræðistúdent að nafni Winifred sem hafði þá verið föst þar í fimm ár. Angel og “Fred” náði samstundis sambandiog snéri hún með honum aftur til Los Angeles til að reyna að byggja aftur upp líf sitt.
Þó Angel hafi þjáðst meira en orð fá lýst og misst ástvini sem flestir mundu aldrei finna á einni ævi, getur hann horft til framtíðar með bjartsýni. Vampíran með sálina hefur vini sem hafa orðið að fjölskyldu, og hann hefur lært að The Powers That Be hafa spáð því að hann nái að lokum að verða dauðlegur maður þegar hann hefur bjargað nóg af saklausu lífi. Hlið Heljar liggur alltaf við opnun, en mannkynið hefur þó alltaf baráttuvon með Angel sem verndara sinn.
“Napoleon is always right!” -Boxer