Saga Angel í hnotskurn, 2. hluti

Allt rekið til dagsins í dag, sem sagt
********BIG SPOILER ALERT********

SAGA ANGEL, 2. HLUTI
300 Ár Af Pyntingum Og Hetjudáðum

Öldin 1800 heldur áfram
Árið 1898 höfðu Angelus, Darla, Drusilla og Spike fært hvirfilvind morða sinna yfir til Borsa, Rúmeníu. Það var eina örlagaríka nótt það ár þegar Darla gaf Angelus unga sígaunastelpu til að drepa í afmælisgjöf. Þessi stúlka reyndist svo vera uppáhalds dóttir í rúmenskum ættbálki, sem kallaður var the Kalderash clan. Reiðir öldungar ættbálkarins settu hefndar álög á Angelus, sem gaf honum sál sína á ný og neyddi hann til að lifa í angist vegna gjörða hans sem vampíru. Darla, Drusilla og Spike réðust á sígauna búðirnar og slátruðu nær öllum ættbálknum til að hefna fyrir fallin leiðtoga þeirra, en skaðinn var skeður. Þegar Angelus öðlaðist aftur mannleika, yfirgaf hann félaga sína og reyndi að endurskilgreina sig.

Öldin 1900
Þó morðþorsti Angelus hafði horfið, hafði ást hans á Dörlu haldist á sama stað. Árið 1900, fann hann hana í Kína, þar sem hún var að nærast á bæjarbúum með Spike og Drusillu, á meðan Boxer uppreisninni stóð. Í tilraun sinni til að vinna hana aftur, leyndi Angelus þeirri staðreynd að hann gat ekki lengur drepið þá saklausu og gerði sér upp blóðþorsta til að sefa ástkonu sína. Kvöldið sem Spike drap snilldarlegan bana í yfirgefnu hofi, ákvað endursameinað gengið að fara frá Kína til að leita að fórnarlömbum í öðrum heimshlutum.
Það tók Dörlu ekki langan tíam að átta sig á lygum Angelus. Hún sá að hann hafði verið að drepa meindýr til að uppfylla þörf sína fyrir blóð, og hún áttaði sig á að þeir fáu menn sem hann hafði drepið fyrir augum hennar voru illmenni, eins og morðingjar eða nauðgarar. Darla prófaði Angelus að lokum með því að færa honum lítið barn, ímynd sakleysis og gilda. Á meðan Darla beið þess að elskhugi sinn nærðist á ungbarninu, þreif Angelus upp barnið, stökk í gegnum gluggann, og fór endanlega frá henni.
Á 2. áratugnum flutti Angelus til Ameríku og breytti nafni sínu í Angel í tilraun sinni til að skilja frekar að fortíð sína frá framtíðinni. Meðfram því sem hann iðraðist gjörða sinna sem vampíra, þróaði hann upp andúð gagnvart hinum vampírunum, og bjó eins og flakkari, tottaði á rottum til að fá næringu. Á 3. áratugnum bjó Angel í Juarez þegar villimannslegur dímon að nafni Boone fannst ‘brooding’ úrhrakið eitthvað vera að móðga sig. Bardagamennirnir tveir slógust heiftarlega um stelpu, og endust áflogin í þrjá og hálfan tíma, og endaði án sigurvegara. Boone varð eftir með horn í síðu Angel sem varð ekki útkljáð fyrr en rúmlega 75 árum seinna.
Árið 1952 hafði Angel sest að Í Hyperion Hótelinu í Los Angeles. Manneskjurnar sem bjuggu þar einnig, hræddust grimmilega framkomu hans og forðuðust hann fyrir alla muni. Á þeim tíma þegar sá var bústaður hans, gerði Thesulac dímon, sem nærist á ofsóknarkennd, hótelgestina að blóðþyrstum múgi. Hjörðin beindi reiði sinni að Angel og náði að yfirbuga vampíruna og hengja hann. Angel, ennþá mjög svo lifandi, eða þannig, beið eftir að múgurinn missti áhugann og dreifði sér, áður en hann tók höfuðið úr lykkjunni og steig niður frá gálganum. Hann fór ótignarlegur frá the Hyperion og íbúum hótelsins, og skildi þá eftir hjá Thesulac dímoninum.
Angel fór svo frá Los Angeles og ráfaði tilganglaust um Ameríku þangað til að hann, þar sem hann velti sér upp í sjálfsvorkun, náði hörðum botninum og bjó í húsasundi í New York. En árið 1996 breyttist líf hans þegar hann hitti ‘street-wise’ dímon að nafni Whistler. The Powers That Be, afl fyrir hinu góða og reglu í heiminum, senti Whistler til að leiða Angel á réttu leiðina til endulausnar. Þessi tungulipri dímon sannfærði Angel um að hjálpa Vampíru Bana að nafni Buffy, að berjast við ill öfl í California.
Angel leit Buffy augum í fyrsta sinn í Los Angeles og elti hana til Sunnydale, þangað sem hún og móðir hennar höfðu flutt. Árið 1997, byrjaði hann að hjálpa Bananum með því að bera tíðindi og ráð um demoníska virkni. Eitt kvöldið, þegar vampírur fyrir utan the Bronze, aðal hang-staðinn á svæðinu, réðust á Buffy, bjargaði Angel henniog Buffy bauð honum að sofa í herberginu sínu. Þessi tvö byrjuðu að finna fyrir sameiginlegri aðlöðun, og þegar Buffy snéri heim úr skólanum daginn eftir, áttu þau saman átríðufullan koss. En áður en þau gátu notið aftanroðans, birtist vampíru andlit Angel, og hann stökk miður sín burt, út um herbergisgluggann.
Á meðan bæði Buffy og Angel byrjuðu að hugsa um afleiðingar þessarar kaldhæðnislegu aðlöðunar, hafði Darla verið að leggja á ráðin hvernig hún ætti að vinn sinn “Darling Boy” aftur. Hin slynga Darla kom því þannig fyrir að það leit út fyrir að Angel hefði ráðist á móður Buffy, sem gerði það að verkum að Baninn fór strax í vígahug gagnvart sálufélaga sínum. Angel náði ekki að sannfæra Buffy um sannleikann, þangað til hann eyddi fortíð sinni með því að dösta Dörlu í the Bronze. Þó Buffy gæti sætt sig við þá staðreynd að Angel var ekki lengur vondur, ákváðu þau tvö að þetta ljóðræna samband þeirra gæti aldrei gengið. Þegar þau kysstust í síðasta skipti, brenndi krossinn sem Buffy var með um hálsinn [og Angel gaf henni, btw] merki á bringu Angel, og skildi eftir varanlega minningu um ást þeirra.

Þriðji og síðasti hlutinn kemur bráðum…
“Napoleon is always right!” -Boxer