Frábærir Drama þættir. Fyrir þá sem hafa gaman af góða og vel gerða drama þætti mæli ég eindregið með Battlestar Galactica þættina “nýju”(frá 2004).

Jafnvel fyrir þá sem hafa ekki gaman af vísindaskáldskap er þetta þættir sem þeir gætu haft gaman að. Þettu eru þættir sem eru algjörlega ólíkir öllum þeim vísindaskáldskaps þáttum sem á undan hafa gengið einsog t.d. Star Trek, Stargate og Babylon 5 sem dæmi(sem allir hafa haft það sameiginlegt að vera hálf barnalegir og lélegir). Þetta eru þættir sem byggja á Drama og spennu en það er algjört aukaatriði að þeir gerist í geimnum.

Þeir hafa hlotið eindóma lof gagnrýnenda fyrir vel skrifaða og vel leikna Drama þætti meðal annars í the New Yorker, TIME.com og á Rottentomatoes.com.

TIME.com valdi þá í 1. sæti í “Best of 2005: Television” (Prison Break var í 8. sæti!!! og Weeds í 3. sæti!).
Það eru gagnrýnendur “venjulegra” drama/spennu þátta sem gefa þáttunum þessa góðu dóma og taka alltaf fram í upphafi að þeir horfi venjulega ekki á Sci-fi en gera undartekningu þegar kemur að Battlestar Galactica.

Þættirnir einblína á fólkið, þeirra vandamál og samskipti en ekki á eitthvað framtíðarlegt tæknibull(“technobabble”) sem einkennt hefur fyrri Sci-fi seríur.

Það var verið að sýna þá á skjá einum en alls, alls EKKI fara að horfa á þá án þess að hafa séð mini seríuna(Pilotinn) fyrst. Það er það VERSTA sem hægt er að gera og mun bara skemma fyrir þar sem þetta eru þættir sem byggjast á því sem á undan er gengið. Líka til þess að skilja hvað er í gangi og átta sig á forsendum þáttana er nauðsynlegt að vera búinn að sjá mini seríuna(Pilotinn að þáttaröðinni) fyrst. Hann er í tveimur hlutum part 1 og part 2 hvor um sig 90 minútur(700mb).

Ef maður síðan hefur gaman af mini seríunni þá er hægt að fara að horfa á þættina sjálfa(í réttri röð) sem eru engu síðri en mini serían. Það eru komin tvö “seasons” af þáttum og sú þriðja er á leiðinni í oktober.

Ég persónulega sett þessa þætti fyrir ofan Lost, Prison Break, Sopranos, West Wing, ER og The Shiled yfir mína uppáhalds sjónvarpsþætti.

Fyrir þá sem vilja nálgast min seríuna(Pilotinn) mæli ég með að þið athugið niðri Nexus DVD og Video leigu á hverfisgötu eða á Grensásvídó.

Að lokum vill ég leggja áherslu á að ekki byrja að horfa á fyrsta þátt af fyrstu seríunni án þess að vera búinn að sjá “Battlestar Galactica the mini series” fyrst þar sem það er “pilotinn”(upphaf) þáttanna.
Athugið líka að það er oft talað um “the new Battlestar Galactica” eða “Battlestar Galactica the remake” til að aðgreina nýju þáttaröðina frá 2004 frá þeirri gömlu frá 1978 og það er auðvitað hin nýja sem þið viljið sjá. Ég mæli með að þið forðist gömlu.

p.s. ekki rugla þeim saman við Battlestar Galactica þættina sem gerðir voru 1978. Það eina sem er líkt með þeim er að þeir heita sama nafninu.


cent
áhugamaður um gott sjónvarpsefni

Heimildir:
http://www.time.com/time/arts/article/0,8599,1141640,00.html
http://www.newyorker.com/critics/television/?060123crte_television