Allt rekið til dagsins í dag, sem sagt
********BIG SPOILER ALERT********


SAGA ANGEL, 1. HLUTI
300 Ár Af Pyntingum Og Hetjudáðum

Öldin 1700
Angel fæddist árið 1727 inn í hóflega auðuga fjölskyldu í Galway, Írlandi undir skírnarnafninu Liam. Faðir hans var mjög strangur, sem leiddi til þess að Liam varð einskis nýtur slæpingi í uppreisnarskyni. Árið 1753, þegar hann var 26 ára, lenti hann í heiftarlegu rifrildi við föður sinn og ákvað að hafna fjölskyldu sinni og fara að heiman.
Það tók ekki langan tíma fyrir vampíru á makaveiðum, sem bar nafnið Darla, að uppgötva Liam, dauðadrukkinn, í áflogum við krá eina. Þegar hún nálgaðist hann í fyrstu, var hann á leiðinni að stela silfri frá föður sínum til að eyða í konu. Liam var auðveldlega tældur af hinni heillandi Dörlu.
Með biti hennar, öðlaðist hann eilíft líf sem vampíra og var hann síraður [sired] in í hina sögulegu ætt af The Order Of Aurelius. Ættfaðir þessarar “fjölskyldu,” the Master, er ein af voldugustu vampírum síðustu þúsund ára. The Master síraði Dörlu þegar hann uppgötvaði hana í North America's Virginia Colony árið 1608, þar sem hún var að deyja úr sárasótt, sem hún fékk án efa í gegnum vinnu sína sem vændiskona.
Lík Liam var lagt til hinstu hvílu af fjölskyldu hans, og reis hann nóttina eftir jarðarförina. Hjá legsteini hans beið Darla þolinmóð, eftir hennar nýja maka. Fyrsta máltíð Liam átti sér stað stutt eftir að hann klóraði sig upp úr jörðinni, þegar hann saug blóð úr furðu lostnum kirkjugarðsverði.
Liam sóaði ekki neinum tíma átta sig á hlutunum og lagði strax af stað heim til fjölskyldu sinnar, með Dörlu í eftirdragi. Næsta fórnarlamb hans var litla systir hans, Cathy, sem hélt að hann hefði snúð aftur sem ‘Engill’. Hann myrti síðan foreldra sína, og fann til ánægju vegna hvarfs þeirra. En, eins og Darla benti á, mundi minningin um höfnun föður hans ætíð sækja á hann.
Á næstu árum eftir það, myrti Liam, sem gekk nú undir nafninu Angelus, “the one with the angelic face”, og pyntaði hverja einustu manneskju sem hann hafði nokkurn tímann þekkt og þótt vænt um. Með ástkonu sinni Dörlu, skildi hann eftir sig slóð eyðileggingar í gegnum South Wales og Northen Ireland. Árið 1760, ákvað Darla að tími væri til kominn að Angelus hitti grandsírann sinn, the Master.
Um leið og Angelus kom inn í hreiður the Master, fann hann til fyrirlitningar gagnvart þessari valda miklu vampíru. Angelus sýndi hættulega mikið virðingaleysi þegar hann móðgaði the Master og bað Dörlu um að koma með sér og halda áfram að ‘lifa’ með honum undir berum himni, í staðinn fyrir að hanga með síra sínum í dimmu neðanjarðarvirki. Hann hafnaði “fjölskyldu” sinni í annað skipti, og var nógu heppinn til að öðlast leyfi the Master til frelsis, af virðingu.
Elskhugarnir tveir héldu áfram ofbeldisfyllri ferð sinni í gegnum Evrópu, keyrðu í gegnum Ítalíu, en fundu svo að lokum andstæðuhreyfingu í Frakklandi. Árið 1765…

**********SPOILER FYRIR KOMANDI ANGEL SERÍU**********





Elti þau slyngur vampíruveiðimaður undir nafninu Holtz yfir Frakkland með reiðan múginn sem her sinn. Þegar þreyttar vampírurnar voru umkringdar í felustað sínum, hlöðunni, stal Darla eina hestinum og skildi Angelus eftir til að verða bönuðum. En hún bað hann samt að hitta sig í Vín einhvern daginn ef hann myndi lifa af her Holtz. Þessi Holtz verður ‘The Big Bad’ næsta vetur…





********LOK SPOILER FYRIR KOMANDI ANGEL SERÍU********


Í seinni hluta 1700-aldarinnar varð Angelus jafnvel enn miskunarlausari og viðbjóðslegri í villimannslegri slátrun sinni. Hann tók upp á því að skera Kristilegan kross í vinstri kinn fórnarlamba sinna sem merki árása sinna. Það var á þessu tímabili sem hann síraði mann að nafni Penn, sem hermdi eftir skapara sínum og kom svo til L.A. í nútímanum sem “The Pope Killer”.

Öldin 1800
Árið 1860 hafði Angelus snúið aftur til Englands með Dörlu sér við hlið. Það var þar sem Darla kynnti Angelus fyrir Drusillu, saklausri ungri konu sem hafði þann hæfileika að hún sá fram í tímann. Angelus ákvað að gera Drusillu að sérstöku leikfangi sínu og byrjaði að svifta hana miskunarlaust vitinu. Hann þóttist vera prestur og sagði barnalegu, ungu stúlkunni og sýnir hennar væru verk Satans, frá þeim sem hún hafði sprottið, og að engin von væri fyrir sál hennar nema að gefa eftir hinu illa og sanna sanna spádóma Drottins. Hann fór svo þaðan heim til hennar og slátraði allri fjölskyldu hennar fyrir augum hennar.
Drusilla náði að flýja í klaustur úti í sveit þar sem hún reyndi að verða nunna til að hreinsa sál sína af hryllingnum sem hún hafði upplifað. En Angelus fann hana og, á þeim degi sem hún átti að sverja eið, réðst skyndilega á klaustrið og myrti hverja einustu nunnu. Þar á eftir, naut hann ásta við Dörlu fyrir framan skjálfandi, og nú geðveika Drusillu og síraði svo leikfang sitt til vampíru.
Ótömdu vömpurnar þrjár ferðuðust til Budapest, ásamt annarra ríkja, og voru svo komnar aftur til Englands árið 1880, þar sem þær héldu áfram fyrri venjum sínum, myrðandi fólk á götum Londonborgar. Þegar þangað var komið, fór Drusillu að þyrsta eftir því nána sambandi sem var á milli Angelus og Dörlu, svo hún ákvað að finna mann til að eyða eilífðinni með. Leit hennar endaði fljótlega þegar hún kom auga á horað, óöruggt ljóðskáld að nafni William (aka William the Bloody). Drusilla síraði auðtælanlegan útlagann, og hann var reistur sem vampíran þekkt í dag sem Spike.
Eftir að þau höfðu öll kynnst hvor öðru vel, settu Angelus, Darla, Drusilla og Spike upp búðir í Yorkshire, þar sem þau veiddu sem agað gengi. Þó þau væru stödd í blóð-lóðaríi undir stjórn Angelus, dró alræmd ósvífni Spike athygli að kraftmiklu rándýrunum, og þau neyddust til að halda áfram leið sinni.


2. hluti kemur bráðlega…
“Napoleon is always right!” -Boxer