Fleiri viðtöl á íslensku... Viðtal við J. August Richards sem leikur Gunn í Angel og David Boreanaz sem leikur Angel. Eins og áður mun ég setja þetta á ensku á korkinn.

******SPOILER FYRIR SEINNI HLUTA 1. SERÍU ANGEL*******

Hann birtist í síðustu seríu sem grófi og harði ‘rogue’ vampíru veiðimaðurinn, en í þessari seríu tekur hann höndum saman við Angel til að berjast góðu baráttunni.

The WB: Segðu mér svolítið frá karakternum þínum í Angel.
J. August: Nafn karakterins er Charles Gunn. Hann er sjálfskipaður vampíru veiðimaður, við höfum ekki fengið ástæðuna enn, en ég held að það sé rosaleg ástæða fyrir því sem hann gerir. Ég dýrka að leika hann, hann er mjög kraftmikill, hann hefur margar hliðar og mikla vídd.

The WB: Karakterinn þinn kom upp í þætti í síðustu seríu. Átti hann alltaf að vera ‘regular’ karakter?
J. August: Þegar ég fór í áheyrnarpróf fyrir hlutverkið stóð, “guest star, possible recurring, possible regular”, það var alltaf uppi í loftinu. Að labba inn í þá stöðu er tekur virkilega á taugarnar á leikara, þú ert virkilega undir smásjánni. Ég þurfti að treysta rosalega á karakterinn minn. Hann er svo viss, svo pott þéttur á því að ég varð bara að halda það út þangað til það var búið. Þetta voru í rauninni örlög, allt bara small saman. Fyrir utan áheyrnarprófið, fannst mér ég ekki skilja karakterinn, svo ég hringdi í umboðsmanninn minn og ég ætlaði ekki að fara inn. Um leið og ég gekk í gegnum dyrnar, fór slæðan af og ég skildi allt. Það smellti allt fyrir mig þegar ég fór inn.

The WB: Þetta er frekar þungur þáttur, hver er yfirleitt stemmningin í verinu?
J. August: Allt frekar en þungt, næstum of létt! Allir leikararnir sem ég vinn með eru drepfyndnir. David dansar alltaf þennan dans eftir hverja töku, Charisma og ég kennum hvor öðru danshreyfingar (hún kennir mér ballet), Alexis er voðalega almennilegur náungi, hann gefru mér lokaráðleggingarnar.

The WB: Hvað finnst þér um efnismálið í Angel?
J. August: Ég elska það. Á einum veggnum í búningsherberginu mínu stendur “Why I call myself an activist”, þannig finnst mér minn karakter vera, hann er andlegur aðgerðarsinni.

The WB: Þú hefur vitað síðan þú varst lítill að þú vildir verða leikari. Hvernig finnst þér að vera ‘regular’ í sjónvarpsseríu?
J. August: Mér finnst það virkilega frábært. Mig hefur alltaf langað til að vera leikari og á vissu plani er þetta eins og útskrift, en þegar þú útskrifast ú einu ertu að byrja á einhverju öðru.

The WB: Hvernig brást fjölskyldan við vali þína á frama?
J. August: Ja, fyrst varð mamma mín eyðilögð því hún vildi að ég yrði prestur eða lögfræðingur (ég náði ekki kaldhæðninni varðandi það nema bara akkúrat núna [ég er ekki enn búin að ná henni!!]). Mér gekk mjög vel í skóla, ég var mjög góður í stærðfræði, svo fólk bjóst ekki við þessu. Móðir mín kom með mér þegar ég fór til New York í inntökuviðtal fyrir USC. Hún var gjörsamlega á móti því þangað til við fórum á Phantom of the Opera.

The WB: Hvert var fyrsta leikarahlutverk þitt?
J. August: The Cosby Show. Ég var í leiklistarbúðum í NY og hlutverkastjórnandinn sá mig og bað mig að koma á áheyrnarpróf.

The WB: Þú hefur ferðast nokkuð mikið. Hver er áhugaverðasti staðurinn sem þú hefur heimsótt?
J. August: Ég verð að segja Panama, heimaland fjölskyldu minnar. Ég er ekki fæddur þar, en foreldrar mínir eru það. Það er alltaf áhugavert að sjá hvar foreldrar mínir ólust upp og hvernig þeir lifðu. Amma mín býr þar ennþá svo ég heimsæki hana þar.

The WB: Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár?
J. August: Ég bjó til fimm-ára plan þegar ég flutti til Los Angeles. Það fól aðeins í sér hluti sem ég gat stjórnað sjálfur, ekki hvort ég væri í sjónvarpsseríu eða ekki. Ég gat stjórnað því að verða betri leikari, svo áætlunin var að finna góðan bekk og leika í leikritum. Ég reyni að gera aðeins hluti sem ég get lært af. Ég get ekki spáð því hvar ég verð, en ég veit að ég verð betri leikari og betri manneskja. Ef maður einbeitir sér að þessum hlutum mun allt annað smella saman.

The WB: Hvaða ráð hefur þú fyrir leikara í erfiðleikum?
J. August: Bara að tengjast gleðinni sem fylgir því sem þið gerið. Þetta gæti verið besti tími lífsins.
Copyright 2001 The WB Television Network

Og svo David, aðeins eldra:

David Boreanazdeilir reynslu sinni sem leikara, áhrifum hans, og álaginu af því að vera vampíra með þjáða sál.

The WB: Hvernig var það þegar þú komst fyrst til Hollywood til að mynda þér frama sem leikari?
David: Þegar ég fluttist fyrst til L.A., átti ég nokkra vini og ættingja hérna. Fyrsti staðurinn sem ég bjó á, kaldhæðnislega, var í miðbænum. Ég bjó í listamanna hverfinu niðri í bæ, ég svaf á grænum sófa, fólk var á leiðinni í gegnum herbergið daginn inn og daginn út og það var næstum því eins og, þarna var ég, að reyna að finna réttu leiðina, ruglaður, ringlaður, að reyna að finna hjálp í einhverju formi. Og mér var hent inn í þessa stóru borg.

The WB: Var það erfitt?
David: Það var eitthvað um reynslutíma og það var erfitt. Það er mikil og erfið vinna, er það ennþá. Ég verð að segja, að ég veit hvað Cordelia er að ganga í gegnum.

The WB: Segðu okkur frá fyrsta áheyrnarprófinu þínu fyrir Angel og væntingum þínum.
David: Þegar ég las fyrst umsögnina, laðaði karakterinn mig að sér. En ég hugsaði ekkert alltof mikið um það á þeim tíma. Ég var bara glaður að vera að vinna. [hlær] Ég meina, það var eitthvað sem kom á tímapunkti í lífi mínu þar sem hlutirnir voru rétt að byrja að hreyfast fyrir mig, persónulega og vinnuframalega.

The WB: Eftir þrjár seríur í Buffy the Vampire Slayer, var pressa núna þegar karakterinn hefur þróast út í sína eigin sjónvarpsseríu?
David: Ég held að pressa sé eitthvað sem maður tekur inn á sig og ég var svo heppinn að eiga tvo frábæra foreldra sem settu inn mikið af sjálfstrausti hjá mér og um leið mikið af hógværð. Ég lærði að taka hlutunum bara eins og þeir eru, vinna vel og ‘be loose with it’. Og með það blandað saman í skál, með öllum frábæru leikurunum og frábæra stuðningsliðinu og að vera partur af heildinni, frekar en að vera partur af þeim gefnu – ég held að það gangi upp. Í hvert skipti sem ég gerði þátt, bættist eitthvað nýtt við í fari Angel. Karakterinn þróaðist með mér og þetta hefur verið frábær lífsreynsla hingað til.

The WB: Hver hvatti þig til að verða leikari?
David: Þegar ég var sjö eða átta ára fóru foreldrar mínir oft með mig til New York til að sjá Broadway sýningar. Þegar ég sá The King and I, varð ég gjörsamlega heillaður af Yul Brynner – ekki bara af frammistöðu hans, heldur af því hvernig hann lét þegar hann kom út eftirá til að taka á móti áhorfendum. Ákafi hans og ástríða var svo titrandi og orkumikil að hún stóð upp úr – ég fann til tengsla með því.

The WB: Og svo var líka The Magnificent Seven þar sem Brynner, af öllum, lék kúreka.
David: Já, frábær mynd. Ég held að Yul hafi verið áhættumaður – og mér finnst karakter Angel hafa svolítið af því í sér, og, þú veist, ég spila inn í það.

The WB: Hvað er það sem fólk gæti hugsanlega ekki vitað um þig?
David: Ég er lofthræddur.

The WB: Hvernig gengur það þegar Angel flýgur ofan af byggingum á götum L.A. borgar?
David: [Hlær]… Nú, við höfum öryggið á oddinum í þættinum. Við höfum frábæra áhættuatriða samhæfingu og allir sem vinna við þáttinn eru mjög nákvæmir. Þegar við gerðum áhættuatriði í Buffy og jafnvel í Angel, þegar við vorum hátt uppi, vorum við mjög örugg og nákvæm. Þegar maður er að vinna með hópi sem þessum, þá verða hlutirnir auðveldari.

The WB: Hvað er yfirvofandi hjá Angel? Mun hann alltaf hafa þjáða sál?
David: Ég tek karakternum eins og hann er og mér finnst að á hverjum degi sé eitthvað nýtt og spennandi við hann sem ég læri við hvert handrit. Með hverjum þætti, læri ég eitthvað nýtt um karakterinn. Já, hann hefur þjáða sál og hann er með samviskubit. En á sama tíma, er hann að reyna að byggja það upp og bæta fyrir, fyrir hans eigið geð, til að gera sjálfan sig að betri manneskju. Og ég held að við munum sjá það gerast hægt en örugglega. Í byrjun á hann eftir að finna fyrir sársauka, vissulega, og hann mun þjást. En það verður skemmtilegur sársauki.

Copyright 2000 The WB Television Network
“Napoleon is always right!” -Boxer