Tvö viðtöl - við Alexis Denisof - á íslensku Hér hef ég íslenskað tvö viðtöl við leikara úr Angel. Til að slökkva á þessarri umræðu um þýddar greinar og þar um kring, ætla ég að setja þetta á Korkinn á ensku einnig. Þá ættu allir að vera ánægðir.

*******************************************************************
*********ÞESSI GREIN INNIHELDUR SPOILERA FYRIR 1. SERÍU********** *****************ANGEL, NOKKRA MINOR SPOILERA**********************
*******************************************************************

Alexis Denisof, sem leikur Wesley Wyndam-Pryce í Angel, hefur barsist við drýsla, drukkið blóð og lifað af Cordeliu. Allt það fölnar í samanburði þegar hann tekst á við Questionnaire WB.

Hvaða orð lýsir þér best?
-Tilfinninganæmur (þetta er samt best á ensku – Sensitive)

Hvað er uppáhaldslínan þín sem karakterinn þinn hefur sagt?
-“Dear God… that's…yummy.” (Eftir að hafa drukkið blóð sem Angel).

Hvaða eiginleika sem Wesley hefur mundir þú vilja hafa?
-Gáfur hans og vissu um hvað sé rétt og hvað rangt, gott og vont.

Ef þú gætir leikið eitthvern annan karakter á The WB, hvern þá?
-Nei, mér líkar við Wesley, ég ætla að halda mig við hann.

Ef þú gætir haft einhverja ofurkrafta, hverjir væru þeir?
-Getu til að anda í vatni – þú færð tvo fyrir einn því það er eins og að fljúga, að synda neðansjávar, plús að þú getur hangið með fiskum og höfrungum og sæljónum og svoleiðis.

Lýstu fullkomnum degi?
-Hinn fullkomni dagur verður að innihalda:
Vakna með manneskjunni sem þú elskar.
Eitthvað gott að borða.
Einhvern flottan stað til að fara á.
Eitthvað flott að sjá.
Eitthvað flott að gera.
Faðmlag.
Blund.

Með hvaða persónu – lifandi, dauðri eða tilbúnri – finnuru mesta samkennd með?
-Hamlet. Við hugsum báðir of mikið um hlutina og reynum að taka ákvarðanir í núinu sem munu ákvarða framtíðina. Það virkar ekki, ‘the future is unknown’.

Hvaða eiginleika mundir þú vilja bæta í fari þínu?
-Mér dettur ekki neinn í hug – hey! Ég hlýt að vera fullkominn! Bara að grínast, það eru of margir til að telja upp.

Hvaða bókar eða kvikmyndartitill lýsir best lífi þínu hingað til?
- Everybody Poops.

Ef þú gætir aðeins borðað eina gerð af mat það sem eftir væri, hvaða gerð væri það?
-Brauð.

Hvað er uppáhaldskvikmyndin þín?
- Því er ómögulegt að svara.

Hvað er þín mesta kvörtun um lífið?
-24 tíma dagurinn er aðeins of stuttur.

Hverjir eru uppáhaldsleikararnir þínir eru?
Marlon Brando, Alec Guinness, og Peter Sellers.

Nefndu mesta afrek þitt.
-Viðurkenna það þegar ég laug.

Við hvað líkar þér best í Hollywood?
-Pálmatré.

Við hvað líkar þér verst í Hollywood?
-Loft (as in súrefni) gæði.

Ef þú værir ekki í skemmtanabransanum, væriru..?
-Glerblásari.

Hvað er eitthvað í heiminum sem þú vildir uppræta?
-Dónaskap.

Hvað er það besta við hátíðirnar?
-Fjölskyldan mín saman – maður er öruggur, einhvern veginn.

Copyright 2001 The WB Television Network


Og annað með Alexis…

Alexis Denisof kafar djúpt í málið og ber saman að vinna við þættina tvo, Buffy the Vampire Slayer og Angel, talar um Wesley að afla sér virðingar, sambandið milli Wesley og Cordeliu, og aðdáun sína á Star Trek.

The WB: Þú komst inn í þáttinn í miðri seríu á síðasta ári, og nú ertu í allri seríunni í þættinum Angel. Hvernig var það að koma inn í miðja seríu, jafnvel þó þú hafir unnið með Joss [Whedon] og David [Boreanaz] áður við Buffy?
Alexis: Það hefði ekki getað verið betra að koma nýr inn í þáttinn, því ég þekkti David, Charisma, Joss og David Greenwalt, og jafnvel eina eða tvær manneskjur úr tökuliðinu frá Buffy. Það er svo miklu skemmtilegra þegar maður er nýi krakkinn í skólanum og þú átt nokkra vini þar fyrir. Aðlögunin var frekar snögg og sársaukalaus, og auðvitað er þetta svo indæll og frábær hópur af fólki. Þetta er búið að vera gaman frá fyrsta degi.

The WB: Hvað mundir þú segja að væri aðalmunurinn, ef einhver, á Buffy og Angel, fyrst þú hefur unnið við báða þættina?
Alexis: Í Buffy eru þau í Háskóla (College), svo sögurnar snúast um lífsreysluna á þessum árum – að sigla þá leið. Angel hefur víðari söguþráð vegna þess að skrifstofa okkar er í L.A. Hver sem kemur inn í okkar heim, eða þann heim sem við uppgötvum, verður sagan þá vikuna. Og svo fara upptökur á Angel fram á Paramount og Buffy hefur sín eigin svið í Santa Monica, svo það er praktískur munur á því að vera á stóru stúdíó kvikmyndaveri, á móti sjálfstæðu kvikmyndaveri.

The WB: Snemma í þessarri seríu byrjaði Wesley virkilega að stíga upp á sjónarsviðið. Hvað mundir þú vilja að karakterinn þinn lenti í, á meðan hann þróast meira í þessarri seríu og líklega einnig í þeirri næstu?
Alexis: Það var alltaf mín skoðun að karkterinn ætti að þróast út í einhvern sem er fær um að stíga upp og eiga stund hetjuskaps, en vera enn fyndni, neyðarlegi maðurinn sem dregur upp þá tilteknu birtu í þættinum. Það er fyrir dásamleg, flókin, ‘brooding’, þjáð aðalsöguhetja í formi Angel, þannig að skemmtilegheitin hjá mér er að reyna að finna aðra söguþræði, liti og aðrar hliðar á persónuleika til að kanna, í þeim tilgangi að mæta því og nærast á hvor öðrum á þann hátt. Mér finnst þróunin á þeim virkilega góð og það er að taka sinn tíma [hjá Wesley] að finna sinn innri styrk og finna hugrekki sitt og getu til að standa uppréttur og vinna vinnuna og pirra ekki alla í kringum hann. Og svo stundum rennur hann á bananahýði og það er fyndið. Ég held að við séum þannig sem manneskjur. Við höfum augnablik þar sem við erum að gera allt rétt og gott, og augnablik þar sem allt er á leiðinni niður í klósettið. Það er raunveruleikinn fyrir mér.

The WB: Hvað með gamla ævintýrið á milli Wesley og Cordeliu?
Alexis: Ef ég vissi það, mundi ég ekki segja, en ég veit í alvörunni ekki hverjar áætlanir þeirra eru. Ég veit að samband þeirra hefur gert þau nánari og þau hafa bundist vinaböndum. Þau eiga eitthvað saman, sem er ekki alltaf á kurteisu nótunum, en það er yfirleitt fyndið og mér finnst það frábært. Ég held við höfum öll fólk eins og þau í lífi okkar – þar sem maður reyndi við þetta og það gekk ekki, en af einhverri ástæðu varð það til þess að þið urðuð bestu vinir og stundum bestu óvinir. Ég veit ekki hvort þa eigi eftir að breytast aftur yfir í ‘hot-and-heavy’, eða hvort þau verði bara áfram frábærir vinir.

The WB: Hvað vonar þú?
Alexis: Hvort sem er, þá á það eftir að vera gott, það yrði athyglisvert að sjá hvað gerðist ef þau mundu reyna á ný, því það var svo fyndið fyrra skiptið. Það yrði gaman að horfa á þau reyna að láta það ganga í ástríðufullu sambandi.

The WB: Augljóslega líkir fólk þér við karakterinn þinn. Hvað geturu sagt okkur um sjálfan þig sem aðdáendur þínir vita ekki?
Alexis: Ég vona að ég sé frábrugðinn Wesley að mörgu leyti, en ég yrði að játa að ef þú ert fær um að leika karakter, þýðir það að einhversstaðar inni í þér býr þessi karakter. Svo, augljóslega, skarast hlutirnir aðeins of mikið fyrir minn smekk. Ég held ég klæði mig sennilega öðruvísi en Wesley, og ég er aðeins afslappaðri en hann, pott þétt, og ég virðist örugglega sjálfsöruggari en hann. Það má deila um það hvort ég sé það, en ég mundi segja að ég virðist sjálfsöruggari.

The WB: Hvað með áhugamálin þín?
Alexis: Ég elska að kafa, fara á hestbak, skíði (nú, þarna er eitthvað almennilegt!!)… ég hef skíðað alla mína ævi. Ég held ég hafi átt ævintýraríkari æsku heldur en Wesley. Ég ferðaðist mikið. Ég ólst upp í Ameríku og á ferð milli Norðvestur-Kyrrahafs og New England. Svo ég hafði mikið af frábrugðinni reynslu. Ég bjó í Englandi þegar ég var unglingur og ég kom hingað fyrir nokkrum árum.

The WB: Hvers saknaru helst við England?
Alexis: Dasgblaðanna, tesins, ‘the sense of a city’… þú veist, miðbæ, sem vantar í L.A. Ég sakna menningarinnar við leikhús, listasöfn, tónlist og alls hugsanlegs í formi listar, iðnaðar og bissness, allt á leiðinni á sama stað. Ég dýrka það við London. L.A. er meira svona ‘one-buisness’ bær, í þeim skilningi að vélin sem er Hollywood keyir borgina áfram, og London er yfirþyrmilega flókin, heimsborgaraleg blanda af svo mörgum áhrifum.

The WB: Ef við snúum okkur nú aftur inn í Buffy og Angel heiminn, en hann er að ná aðdáendaskara Star Trek, bæði á Netinu og almennt. Þar sem þú ert mikill aðdáandi sjálfur, getur þú tjáð svar aðdáanda?
Alexis: Ég vissi ekki að því að við ættum svo stóran aðdáendahóp á Netinu, vegna þess að ég er ekki kominn þangað ennþá (eða ætti ég að hafa ‘ekki enn kominn þangað enn’..? Sjá enskuna á Korknum…). Ég er bara á tölvuveiðum núna, svo ég er svolítið eftir á um hvernig okkur gengur í þeim heimi, en ég veit það með sjálfan mig að ég ólst upp rosalegur ‘trekkari’. Ég las allar bækurnar… William Shatner, Leonard Nimoy og allt það. Það var svo skemmtilegt þegar ég og vinir mínir gátum bara setið tímunum saman og farið með diologið “I am not Spock” (þögn), “I am Spock.” (þögn), “I am not Spock” (þögn), “I am Spock.”

The WB: Hverjir voru uppáhalds sci-fi þættirnir þínir auk Star Trek?
Alexis: Ég held að Star Trek hafi verið uppáhaldið mitt, þó dýrkaði ég Star Wars myndirnar.

The WB: Notaru þér einhvern tímann þá staðreynd að þið eruð við hliðina á Star Trek: Voyager verinu?
Alexis: Þau ganga framhjá við og við og ég er alveg “Ooh!” Það var uppboð eða eitthvað og einn vinur minn í tökuliðinu keypti handa mér litla nælu og ég var svo spenntur! Það er alveg frábært hvernig þau héldu við arfleiðinni og hvernig þetta hefur breyst. Mér líkaði sumt af gömlu, fyrir tímann sem ég fæddist, endursýningar eins og Lost in Space. Ég held að það sé það sem mér líkar við þættina okkar, Angel og Buffy. Þú ert með óvenjulegan heim og ‘fólkar’ það með karakterum sem eru sterkir og þér þykir vænt um. Það er það sem ég held að við deilum með þættunum sem ég dýrkaði í uppvextinum. Þú byrjar að elska og þykja virkilega vænt um karakterana, plús þá eru þeir í geðveikum heimi sem örvar ímyndunaraflið.

The WB: Svo þú ert sem sagt að segja að þú elskar hvernig karakterarnir bregðast við þessum óvenjulegu aðstæðum?
Alexis: Já, því að aðstæðurnar í heiminum eru ekki nóg, bara að hafa geimskipið í Star Trek eða til að hafa vélmennið í Lost in Space. Það er ekki nógu mikið til að halda athygli minni. Þegar í endann er staðið er það að mér þykir virkilega vænt um karakterana og ég hef áhuga á þeim og svo, eru þeir í þessum ótrúlega heimi. Það er það sem ég elska. Mér finnst við hafa nokkuð gott jafnvægi í bæði Buffy og Angel. Þú veist, fólk í samböndum sem sem er virkilega áhugavert að horfa á þróast, og þau berjast við skrímsli, drýsla og vampírur, og allt þetta hitt flotta gerist. Það lætur þetta allt ganga upp.

Copyright 2001 The WB Television Network
“Napoleon is always right!” -Boxer