Lost er í mínum augum besta sjónvarpsefni sem hefur litið dagsins ljós.

Smá pælingar
Hvar í fjandanum eru þau? á leið frá sydney til l.a. 500 mílur af leið til að lenda í Fiji?

Hvaða “öryggiskerfi” er þetta hvernig virkar það og hvernig fer það að því?
Boone sá systir sína deyja en hún var samt á lífi? Sá eini sem hefur séð hana er Locke en aftur á móti var hann hissa á því að svarti reykurinn hafi verið þarna? hafði hann ekki séð hvað þetta fyrirbæri var?

í þættinum Orientation í annari seríu er sýnt kyningarmyndband í “the hatch” og þar stendur station 3 of 6 eru virkilega 5 aðrar stöðvar? hvar eru þær? eru þær mannaðar? Koma þessir “replacements” einhverntíman?

The Others maður fær að sjá fæturnar á þeim sem ég trúi að séu the others. Eru þau veik og þessi “sjúkdómur” sem gerir alla veika útdauður núna eða þarf smitbera? HAfi þá kannski allir þennan sjúkdóm sem “the hatch” er að verja fólk frá?

Mennirnir sem tóku Walt? Hverjir eru þeir? Voru þeir virkilega að leita af þeim til að ná Walt?

Stöðin sem að hinir sem voru öftust í vélinni fundu. Er það ein stöðin? afhverju var bara kassi þarna með bók, glerauga og talstöð í?

Þegar Bernhard prófaðir talstöðina þá kom rödd sem sögðust líka vera fólk sem lifði af flugslysið? Var það Saahid? En í þættinum með Saahid þegar hann nær sambandi með sinni talstöð þá svaraði honum engin :/ og hver rotaði hann? var það virkilega Sawyer?

Gaurinn sem að anna lusia drap kom á eyjuna í mesta lagi fimmtán árum eftir að þetta Darma dót var stofnað og hann var í hernum. Voru kannski bandarísk stjórnvöld á móti rannsóknunum þar og sendu einhverskonar sveit sérþjálfaðir í frumskógarhernaði? ef svo væri var þetta DArma eitthvað slæmt fyrirtæki?

annars hef ég ekki meiri pælingar í bili og bíð spenntur eftir næsta þætti þar sem að í lok seinustu þáttar var Walt (hugsanlega) að tala við pabba sinn í gegnum tölvuna sem átti víst ekki að vera hægt þannig að ég er að deyja úr spenningi til að sjá hvað sú ráðgáta leiðir í ljós.