So you think you can dance Ég hef að undanförnu verið að horfa á þáttinn So you think dance á Sirkus og er gjörsamlega kolfallin fyrir honum!
Þessi þáttur er eftir sömu handritshöfunda og gerðu Idol og er þetta eiginlega alveg eins byggt upp og það - nema náttúrulega að fólkið dansar í stað þess að syngja. Ég hef fylgst með þessu alveg frá upphafi og finnst þessi þáttur alveg vera að gjöra sig. Þetta byrjaði með áheyrnaprufum (eins og í Idol) og síðan var farið í svona “dance camping” þar sem þeir hæfileikaríkustu fengu að fara í úrslit. Þessir úrslitaþættir hafa gjörsamlega verið æðislegir!! Dansararnir eru í fyrsta lagi þvílíkt hæfileikaríkir og að horfa á suma þeirra dansa er algjör UNUN!! :D Reyndar er ég að æfa dans og hef mjög mikinn áhuga á að dansa en t.d. er öll fjölskyldan komin með æði fyrir þessu og bíður spennt eftir hverjum þætti. Nú er komið að aðal úrslitunum (sem eru í næstu viku) og þá stendur einn uppi sem besti dansari Bandaríkjanna. Ég væri alveg til í að fá svona þátt til Íslands, ég meina það er meira að segja kominn “Íslenskur Bachelor” og af hverju ekki að leyfa hæfileikaríkum dönsurum að spreyta sig í svona þætti?

Mæli eindregið með þessum þætti. Takk fyrir mig, Andrea

P.S. Hann er sýndur á Sirkus á miðvikudögum kl: 9.