Vaiðtal við SMG á íslensku Hin 22-ára-gamla Sarah Michelle Gellar talar hér um ýmislegt sem tengist henni sjálfri.






FréttaMaður: Gildi þáttana meðal ungra áhorfenda af báðum kynjum er æðislegt. Segðu okkur þína eigin skoðun.

Sarah Michelle Gellar: Segja mína eigin skoðun? Þetta er þreytandi spurning.

FM: Hver sagði að þetta viðtal yrði auðvelt? Byrjum á kvenkyns aðdáendum þínum.

Sarah: Þær bregðast svona við Buffy vegna þessað árum saman höfðum við ekki neina persónu sem ungar stúlkur gátu litið upp til. Mallory í Family Ties var hálfviti. Carol í Growing Pains var ekki ánægð með að vera gáfuð; hana langaði að vera vinsæl. Þær voru ekki fyrirmyndir Og svo höfum við leikkonurnar, eins og Nicole Eggerts, sem eru svo andlega fullkomnar að þú gætir aldrei líkst þeim. Buffy er ekki gáfuðust eða fallegust af þeim. Hún er svolítið skrýtin, en hún er sátt við hver hún er. Mikilvægasta lexían sem við verðum að læra á okkar yngri árum er að það er alltí lagi að vera venjuleg. Það er allt í lagi að vera þú.

FM: Hvað með strákana?

Sarah: Þeir sjá Buffy sem slagsmála-stelpu sem hefur samt aldrei tapað kvenleka sínum, Þeir sem finns þeim vera ógnað með því horfa ekki á þáttinn okkar.

FM: Hvað með lostann þinn? Í nýlegri skoðanakönnun varstu valin kynþokkafyllsta konan á landinu. Samt er kynþokki þinn ekki farinn.

Sarah: Kynferðislanganir mínar eru kannski ekki þær sömu og ykkar, svo brellan er að vera kynþokkafull á punktinum þegar hugmyndaflug fólks er í gangi - og svo læturðu þau taka við frá því. Það er ástæðan fyrir því að kvikmyndastjörnur þrítugasta og fertugasta áratugarins voru svona kynþokkafullar. Þær gefa jákvæð merki um kynlíf en vekja aðeins löngunina. Það er ein af ástæðunum fyrir að ég elska (The New datime soap) ástríðu. Þar kyssist meira að segja aldrei, en ég er heltekin af honum.

FM: Hvað hugsaðirðu þegar Keri Russell sagði Jane magazine hvernig hún missti meydóminn?

Sarah: (Rúllar augunum) Hérna er minn hlutur: Ég bjó til reglu þegar ég lék í All My Children; að allir mundu vera hluti af mér ef ég upplýsti fyrir fjölmiðlum þann part af einkalífi mínu sem ég vil hafa fyrir mig sjálfa. Þetta hefur valdið mér vandræðum og hefur látið mig missa af viðtölum. En ég þarf að eiga mitt eigið líf til að fara heim til sem aðeins nánir vinir mínir vita um. Ég er svo stolt af húsinu mínu, en þú átt aldrei eftir að sjá það í InStyle. Mér finnst að fólk eigi ekki að vita hvernig svefnherbergið mitt lítur út. Við gefum of mikið af upplýsingum.

FM: C'mon! Nýturðu ekki skemmtibransans? Ertu ekki forvitin um líf annara stjarna?

Sarah: Mér líkar að sjá húsin þeirra. Ég vil vita um vinnuna þeirra og áhugamál þeirra, en ég hef ekki áhuga á að vita hvenær þær misstu meydóminn. Ég vil ekki sjá rassaskoruna á Cameron Diaz á forsíðu tímaritsins Vanity Fair.

FM: Er einhver afbrýðisemi eða samkeppni milli þín og annarra ungra leikkvenna - eins og Russel, Neve Campbell, Jennifer Love Hewitt?

Sarah: Nei. Er það ekki furðulegt?

FM: Frekar, jú. Ekki einu sinni heilbrigð samkeppni?

Sarah: Nei, en svo kannski ég er í mínum eigin heimi. Love [Hewitt] og ég erum svo ólíkar að ef þeir vilja hana þá mundu þeir ekki vilja mig. Við erum allar svo ólíkar. Kannski erum við ekki í samkeppni af því við höfum allar okkar eigin sjónvarpsþætti. Nú, ef ein okkar væri ekki með sjónvarpsþátt… (skyndilega stekkur hún upp og sækir mynd af veggnum) Vissuð þið að við tókum Mybelline auglýsinguna mína í garðinum í Beverly Hills? Hér er mynd af mér tekin með myndatökumanninum Herb Ritt sem leikstýrði auglýsingunni á sama staðnum og George var handtekinn á.

FM: Hvað með hina árlegu Emmy tilnefningu?

Sarah: Ég er alveg sátt við að vera ekki tilnefnd. Í alvöru. Ég á Emmy verðlaun. Þegar ég fékk þau gat ég ekki sofið nóttin fyrir tilnefninguna. Ég sat þarna og beið eftir að síminn hringdi. Núna koma vinsældir okkar frá almenningi. Það sem fer í taugarnar á mér er að þeir líta alltaf fram hjá þættinum okkar. Dómararnir sjá þáttinn okkar sem krakkaþátt. Þeim finnst WB ekki vera alvöru sjónvarpsstöð. Það er erfitt að berjast gegn því.

FM: Tölum um nýjasta orðróminn um þig.

Sarah: Já, mikla sambandið mitt við David Boreanaz!

FM: Jæja?

Sarah: Það er algjör misskilningur. Í rauninni, voru allir sem vinna að Buffy hlægjandi að hugmyndinni um mig og David sem par.

FM: Angra sögurnar þig ekkert?

Sarah: Ég hristi það af mér. Þeir kölluðu líklega ekki á mig fyrir spurningar af því (greinin) var svo hræðilega ónákvæm. Í greininnin sagði að ég og David hefðum verið saman í jóla veislu, þegar hann var heima í Fíladelfíu og ég var í Ástralíu, og að það hefði sést til okkar að borða heilsu-fæðis veitingastöðum. Jæja, ef ég sæi David setja eitthvað upp í munninn á sér sem væri ekki pantað á skyndibitastað, mundi ég falla niður dauð. En, hey, veistu hvað? Fólk er að tala. Ég bjó til forsíðuna á Star og það var ekki vegna neins sem var slæmt eða satt.

FM: Ræðum nú um hitt umtalaða samband þitt. Þú hefur sést í veislum með Jerry O'Connell. Er það eða var rómantík?

Sarah: Nei. Við fórum í skóla saman.

FM: Og Freddie Prinze Jr.?

Sarah: Það var aldrei rómantík, heldur. Líkurnar eru að þú munir ekki sjá mig á þessum samkomum með einhverjum sem ég hef rómantískan áhuga á, sem er ástæðan fyrir að ég fer með Jerry eða Freddie.

FM: En hefurðu átt í rómantískum samböndum? Sem við vitum ekki um?

Sarah: Já, auðvitað.

FM: Hvað erfitt var að halda þeim leyndum?

Sarah: Mjög erfitt. Það þarf að leggja mikla vinnu í það, og því miður veldur það streitu í samböndin, en það er leiðin sem ég kýs. Sambandsslit eru það sársaukafyllsta, persónulega upplifunin í heiminum. Það síðasta sem ég vil gera er að lesa um það, eða að annað fólk dæmi. Ég veit ekki hvernig stjörnur sem eiga í þessum opinberu samböndum hættir saman og komast í gegn um það.

FM: Líður þér notalega að vera ekki í sambandi?

Sarah: Enginn vill vera ein(n), en starfið mitt þarfnast þess stundum. Ég held ég gæti ekki skuldbundið mig af þeirri einföldu ástæðu að ég gæti ekki verið til staðar. Ég hef ekki komist úr vinnunni fyrir miðnætti mánuðum saman. Og venjulega er ég búin kl. 3 til 4. á morgnana.

FM: Ertu hrædd við skuldbindingar? Flýrðu frá þeim?

Sarah: Nei, ég er ekki að flýja frá þeim. Það er ekkert gaman að hafa engan að kúra hjá á rigningardögum. Ég mundi elska að eiga fullkominn kærasta akkúrat núna, en sem leikkona verð ég að læra að það er í lagi að vera ekki í sambandi. Líka, ég ætla mér að vera með einhverjum utan bransans, sem gerir það miklu erfiðar. Ég reyni að vera ekki með leikurum, vrgna þess að ég veit hvað óörugg og brjáluð við erum. Ég get ekki ímyndað mér að fara út með annarri mér.

FM: Þú hefur verið talin með anorexiu.

Sarah: Allir eru með anorexiu! Það er eins og McCarthyism upp á nýtt. Ég hef alltaf verið mjó lítil stelpa. Já, ég var einu sinni með smá barnafitu og ég losnaði við hana. En ég er 5-foot-2, smábeinótt persóna. Mamma mín er smábeinótt persóna. Og líka, ég vinn eins og hundur að þessum þætti. Kannski er einhver leikkona með anorexiu, en ég er það augljóslega ekki.

FM: Hvar stendur þú í sambandi við lýtaaðgerðir?

Sarah: Ég á mjög erfitt með að setja hluti í líkamann manns, eins og með brjóst eða vara-eðgerðir En ég er sátt við að þú farir í nef aðgerð ef þú vaknar upp á hverjum degi og lítur í spegilinn og nefið gerir þig óánægða. Ef þú heldur að það sé svarið, fyrir alla muni gerðu það. Ég vona bara að það sé svarið.

FM: Hefur einhver - umboðsmaður - framleiðendur - nokkurn tíma lagt til að þú farir í nef aðgerð?

Sarah: Nei. Nefið mitt er nefið mitt. En ég er ekki að segja að þegar ég verð sextug vilji ég ekki láta laga á mér augun. Sum tímarit segja að ég hafi farið í brjóst aðgerð. (bendir á brjóstin á sér) Leyfðu mér að segja þér, ef ég hefði borgað fyrir þessi, hefði ég látið þau líta mun betur út en þessi.

FM: OK, hérna er erfitt umræðuefni. Viltu segja eitthvað um faðir þinn?

Sarah: (Löng þögn) Það er ekkert um hann að segja. [Andlitið hennar harðnar, augun byrja að fella tár.] Hann er ekki persóna sem er til í mínu lífi. Bara þó þú gefir sæði gerir það þig ekki að föður. Ég á ekki faðir. Ég myndi aldrei gefa honum upplýsingar eins og föður mínum. Móðir mín er æðislegasta kona sem ég hef nokkurn tíma hitt. Mig vantaði ekki neitt. Mig vantaði aldrei umhyggju. Og ég er, held ég, fullkomlega vel-skipulögð manneskja - sennilega meira en flest fólk sem ég þekki sem á tvo foreldra. Ein af bestu gjöfum sem vinnan mín aflar mér er mamma mín, sem gaf allt líf sitt fyrir mig, þarf ekki að vinna lengur. Núna get ég gefið til baka. Hún getur tekið því rólega. Hún getur gert það sem hún vill. (Stórt bros birtist) Ég keypti handa henni hús.

FM: Að halda ímynd þinni hreinni fyrir aðdáendur virðist vera mikilvægt fyrir þig. Finnurðu ábyrgð fyrir því? Er það stundum erfitt?

Sarah: Ég held að skyldur komi með starfinu. Ég fór ekki í klúbba áður en ég varð 21 árs gömul. Þú finnur aldrei myndir af mér reykjandi. Jæja, það er af því ég reyki ekki, (samt) reykti ég í smástund. Ég hataði það. Það var ekki fyrir mig. En þú sérð aldrei myndir af mér með glas af kampavíni í hendi áður en ég var 21 árs. Og ég er á móti vímuefnum. Viltu fá? Þá ertu út úr lífi mínu. End of story. Ég verð að fara í rúmið vitandi að ég er góð manneskja, ég hef tekið ákvarðanir sem eru góðar fyrir mig og gera mig ánægða. ef að, í leiðinni, get ég verið góð fyrirmynd fyrir aðra, frábært. Ég lifi ekki lífi mínu fyrir annað fólk, en ég sanna eitthvað sem ég er mjög stolt af: Þú þarft ekki að vera “rebel” (veit ekki hvað það þýðir) til að vera töff.




Tekið úr TV Guide - 02/19/00




© 2000 SMGFan.com
….Seize the moment cause, tomorrow you might be dead….