Fyrst byrja á að segja fólki að ná sér í þessa þætti og horfa á, þeir eru frábærir. Þetta er svona blanda af spennu/drama og sápu. Ég ákvað að prófa þættina þar sem það var svalt nafn á þeim og hafði heyrt góða hluti um þá, byrjaði fyrir allnokkru og horft á þetta í róleg heitunum, reynt að spara þætti.

Þessu er lýst ágætlega í meginatriðum hér fyrir neðan í en þetta er betra en þið haldið. Betra en ég nokkurn tímann hélt sjálfur. Bara twistin í þáttunum og hvernig hver einasti þáttur er góður og kemur með nýja sýn á allt saman. Annars hvet ég bara fólk til að horfa á þessa frábæru þætti.
Nokkurn veginn spoiler fyrir neðan, er að tala um eftir að ég var buinn að horfa á þátt 17 og 18 þar sem eg er nú kominn en þetta eru bara kenningar hjá mér og efa það að það skemmi fyrir þeim sem hafa ekki horft á þar sem þetta byrjar allt saman í fyrsta þætti, aðal plottið í gegnum alla serínu, hver er morðinginn! Heldur þessum þáttum saman í raun og það mjög vel.

Annars eftir að ég horfði á þátt 17 fór ég að hugsa um hvort það gæti hugsast að Duncan væri morðinginn, mögulega og hann vissi ekki af því? En þar sem ein sagði mér að þetta væri mjög óvæntur endir ef ég man rétt. Þá útilokaði ég hann fljótt, þetta er bara of augljóst. Svo byrjaði ég að horfa á þátt 18. Mac kom þar fyrir, getur verið að það sé hún, gæti hafa verið einhver óvinátta milli hennar á Lily? Meiri en nokkur veit? Ég meina hver er annars tilgangurinn með að halda áfram að láta hana birtast? Svo kom það upp eins og ég veit ekki hvað, er það ekki bara Logan!
Ég meina í einum þættinum kom fram að hann hafði gulltryggða sönnun fyrir að hafa verið annars staðar, tvo örugg vitni, en við vitum ekkert um þau, kannaði veronica það sjálf? Og þá næginlega vel? Gæti þeim ekki hafa verið mútað þess vegna? Það sem lét mig einna helst halda að það sé Logan var þegar hann skoðaði fartölvu Veronicu, alveg eins og hann hafi verið að bíða eftir tækifærinu rétt fyrir utan hurðina. Svo sá hann file hjá t.d. Duncan, lofaði að segja honum ekki en nei svo úpps, hann sagði honum það “óvart” síðan. Einum of hentugt eitthvað.

Þess má geta að ég hugsaði lengi vel um hvort það gæti hafa verið Keith Mars en fannst það bara ekki vera möguleiki. Fann svo sem ástæður en engar næginlega góðar til að fremja morð!
Kveðja