Veronica Mars Veronica Mars er einn af bestu þáttum sem eru sýndir í sjónvarpi í dag að mínu mati og eru einn af mínum uppáhalds sjónvarpsþáttum.
Þegar Besta vinkona Veronicu Mars (Lily) er myrt byrjar líf hennar að fara niður, pabbi hennar missir vinnuna , mamma hennar fer frá þeim og hún missir vini sína. Þegar Veronica kemst að því að ekki er allt sem sýnist í morðmáli Lilyar reynir hún allt sem hún getur að komast að hver drap bestu vinkonu sína.
Þau sem leika aðalhutverk eru,
Kristen Bell - Veronica Mars: Sú sem þátturinn sníst um, gáfuð og ráðagóð og hjálpar þeim sen þurfa hjálp.
Jason Dohring - Logan Echolls: Fyrverandi kærasti Lilyar, dekraður strákur, hataður af mörgum.
Teddy Dunn - Duncan Kane: Fyrverandi kærasti Veronicu og bróðir Lilyar, eitthvað aðeins veikur á geði.
Francis Capra - Eli “weevil” Navarro: Aðalgaurinn í einhverju gengi, en ágætur samt, hjálpar Veronicu.
Enrico Colantoni - Keith Mars: Pabbi veronicu og fyrverandi lögreglustjóri og nú Private Investigator (ekki alveg viss um hvað íslenska orðið er yfir þetta)
Percy Dagga III - Wallace Fennel: Besti vinur Veronicu og hjálpar henni án þess að spyrja afhverju.
Amanda Seyfried - Lily Kane: Besta vinkona Veronicu og sú sem var myrt.
Þessir þættir eru mjög vel skrifaðir og leiknir, þeir hafa verið að fá nokkuð góða dóma og eru MJÖG spennandi. Úti er aðeins einn þáttur eftir af fyrstu seríu og er búið að skrifa undir samning um að gera aðra seríu, allir mjög spenndir yfir því.
Nú ég mæli með að allir horfi á þennan þátt því þetta er gjörsamlega geðveikur þáttur.

Kv. Valahg1