Ég verð nú bara að segja það að þátturinn í gær (3. mai) var sá grófasti sem ég hef séð síðan þátturinn hófst.

Persónulega fannst mér það vera frekar sjokkerandi þegar Acaveda byrjaði að snerta sig þegar hann horfði á myndbandið af nauðguninni. Þetta var svakalega óvænt og maður bjóst ekki við þessu af honum. Kannski er hann orðinn klikkaður eftir að hann þurfti að totta gaurinn í síðustu seríu. En áður en hann kvaddi Hlöðuna þá náði hann sér í smá credit með því að halda áfram með verkstæðið án þess að minnast á Monicu (Glenn Close). Á meðan var hún að kaupa tyggjókúlusjálfsala og gera þetta bæli aðeins snyrtilegra.

Shane er orðinn alveg rosalegur. Maður vissi alveg að hann væri harður í horn í horn að taka en kannski ekki alveg svona. Neyddi “vesalings” nýliðann til að fá tott. Þetta væri ábyggilega ákaflega óþægileg staða fyrir ungan mann sem reynir að komast hærra í metorðastigann innan lögreglunnar. Shane er kannski ekkert besta fyrirmyndin.

Eins og ég sagði þá var þetta mjög grófur þáttur, mikið um munnmök, a.m.k. þrisvar sinnum, nauðgun, 50 ára gamall karl sem safnar fyrir kynskiptaaðgerð handa 20 ára gaur svo hann geti haft mök við hann.

Dutch og Claudette er í einhverri ónáð hjá saksóknaranum (ég hlýt að hafa misst af því af hverju það er, getur einhver sagt mér það) og einnig er einhver óvild milli Vic og Dutch (segja mér það líka). Dutch kallinn á eitthvað erfitt með að ná sér í konu og maður fékk það svona nett á tilfinnunguna að hann væri að reyna við konuna hans Vic til þess kannski að ögra honum aðeins.

En það verður skemmtilegt að sjá hvernig allt þetta endar, ætli peningalestarránið komist upp, ég held að það hljóti að gerast einhvern tímann, eða eitthvað annað því Vic hefur svo sannarlega mikið af óhreinu mjöli í pokahorninu.