Alyson Hannigan Alyson leikur Willow Rosenberg í Buffy.
Hún fæddist þann 24. mars 1974 í Washington D.C.
Hún flutti með fjölskyldunni sinni til Atlanta þegar hún var tveggja ára.
Hún byrjaði feril sinn í leiklist við leik í auglýsingum fyrir fyrirtæki eins og McDonald's og Oreo. 11 ára gömul flutti hún til Los Angeles í þeirri von að hún mundi fá tækifæri í kvikmyndabransanum. Hennar fyrsta stóra brakethrough kom þegar hún lék dóttur Dan Aykrod í myndinni “My stepmother is an alien”. Hún lék einnig í myndinni “Dead man on campus”. Þá lék hún gestahlutverk í mörgum þáttum eins og til dæmis “Picket Fences”, “Roseanne”, og “Touched by an angel”. Einnig lék hún gestahlutverk oft í “Almost home” og fastaleikara í “Free spirit”. Meðal sjónvarpsmynda sem hún hefur leikið í eru “For my daughter's honor”, “The stranger beside me” og “Switched at birth”

Alyson, sem er kölluð Ally, á þessi uppáhöld:
Leikkona: Jodie Foster
Leikari: Steve Buscemi
Kvikmynd: Toy Story
Sjónvarpsþættir: The X-Files og The Simpsons
Hljómsveit: Cake
Rithöfundur: Dr. Seuss
Henni finnst gaman að spila fótbolta, fara í kickbox og surfa á netinu. Hún eyðir miklum tíma með hundunum sínum tveimur og köttunum sínum þremur. Sem stendur býr hún í Los Angeles.

Í Buffy leikur hún feimna stelpu sem verður besta vinkona Buffy og trúnaðarvinur. Hún fékk góða dóma fyrir leik sinn í “American Pie”.
Just ask yourself: WWCD!