Gimor Girls /mæðgurnar

Ég er búin að vera horfa á Gilmors girls undanfarið og er alltaf að læra meta þessa þætti meira og meira. Þetta eru vel skrifaðir þættir um mæðgur sem eru mjög góðar vinkonur.

Amy Sherman er höfundur þáttanna. Hún var á fundi að reyna selja nokkrar hugmyndir af þáttum, þegar hún var búin með allar hugmyndirnar sínar og enginn áhugi var fyrir hendi sagði hún,, svo er mæðgur sem eru meiri vinkonur en móðir og dóttir” og þá sögðu framleiðendurnir strax að þeim leist vel á þá hugmynd og ætluðu að kaupa þessa þætti. Hún labbaði út og hugsaði, hvað er ég búin að gera. Um sumarið var hún og maðurinn hennar á fer um USA og hún kom í litið þorp í Connecticut og þar kveinaði hugmyndin af Stars Hallow. Lítill smábær þar sem allir þekktu alla.

Mæðgurnar Lorelai Victoria Gilmore (Lauren Graham) og Lorelai ‘Rory’ Leigh
Gilmore(Alexis Bledel) búa í litlum smábæ Stars Hollow, Connecticut. Lorelai er 32 ára einstæð móðir sem er í nánu sambandi við dóttir sína sem margir gætu haldið að væri systir hennar. Lorelai eignaðist Rory þegar hún var aðeins 16 ára og hún flúði að heiman stuttu eftir það. Hún vildi annað líf fyrir dóttur sína. Foreldrar Lorelai eru mjög rík og snobbuð og sýndarmennska er stór partur af lífi þeirra. Lorelai fékk vinnu sem þerna á litlu hóteli (Inn), og ól Rory þar upp fyrstu árinn hennar, smátt og smátt fékk hún stöðuhækkanir og þegar þættirnir byrja er hún orðin stjórnandi hótlesins. Hún er örugg með sjálfan sig nema þegar kemur að samböndum við hitt kynið.

Rory er mikil námshestur, og stefnir á Harvard. Hún eyðir miklum tíma í að lesa og spáir lítið í stráka. Hún hefur því sótt um Chilton, sem er einkaskóli fyrir nemendur með námsgáfur. Og með góðum námsárangir úr Chilton er hún líklegri að komast inn heldur enn úr skólanum sem hún er í. Í fyrsta þættinum kemst hún inn í Chilton, en hún kynnist líka Dean, nýr strákur í skólanum. Þá fyrst er hún ekki svo viss um framtíðina og er tilbúin að henda henni í burtu fyrir strák. Hún og Dean byrja saman en hún breytir samt sem áður um skóla.

Besta vinkona Rory heitir Lane(Keiko Agena), foreldrar hennar eru frá Kóreu og eru mjög ströng við hana. Lane langar mest að öllu að fá að vera venjulegur unglingur, fara á skólaböll fá að hlusta á rokk tónlist. Hún er snillingur í að smigla tónlist inn í herbergið sitt og það er fullt af leynihólfum.

Luke(Scott Patterson) rekur matsölustað í bænum þar sem þær mæðgur borða flestar máltíðirnar sínar. Luke er hrifin af Lorelai, en gerir ekkert í því. Þau eiga það til að rífast einstaka sinnum og þá er Lorelai í miklum vandræðum þar sem hún getur hvergi annar staðar fengið kaffi sem henni líkar. Upphaflega átti eignandi af matsölustaðnum að vera kona, en þá var bent á að það vantaði Testósterón í þættina og til varð Luke.

Stars Hollow er skemmtilegur bær fullur af allskonar sérvitringum sem gaman er að fylgjast með.



Þetta eru vandaðir þættir, góð saga . Það er svo mikið af “popp-menningarslangri” í þáttunum að maður er mjög inn í hlutum ef maður nær helmingum. En eins og Amy sherman segir, áhorfendur eru eins gáfaðir og við leifum þeim að vera.

RUV eru að sýna fjórðu þáttarröð, reyndar er seinasti þátturinn sýndur næsta þriðjudagskvöld. Það er ýmislegt sem gerist í honum og mæli ég með að þeir sem finnast þessir þættir ágætir að horfa á hann.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að eignast þessa þætti þá er fyrsta og önnur þáttaröðinn fáanlegar á DVD, reyndar aðeins svæði 1.

Þættirnir eru enn í framleiðslu og sú fimmta er til sýningar núna í USA.

Gunna 7fn