Cold Case eru þættir um lögreglukonuna Lily Rush, sem ransakar gömul mál sem aldrei hafa náð að leysast. Núna er í gangi önnur þáttaröðin af þessum æðislegu þáttum og aðeins búnir um 5 þætti. Lily vinnur ásamt aðstoðar manni sínum Scotty Valens. Í seinustu þáttaröð átti Lily kærasta sem heitir Kite en hann er núna hættur með henni útaf því að þegar hann kom einu sinni heim til hennar kom einhver maður sem hún var að leysa mál hjá og bankaði klukkan 12 að nóttu og hún fór út fyrir og talaði við hann og gleymdi sér og sat þarna í 3 klukkutíma og svo fór hann bara og sagði henni síðan upp. Nick Vera er einnig að hjálpa Lily en hann starfar með Will Jeffries og þeir eru samt altaf á sama máli og Lily og hjálpa henni þannig. Jhonn Stillmann er fyrrverandi “rannsóknarmaður” en er núna stjórinn þarna, sum mál sem er verið að leysa eru mál sem hann vann við þegar hann var yngri. En Scotty átti lika kærustu í seinasta þáttaröð sem heitir Elisa þau hættu saman vegna þess að það er eithvað að Elisu og hann réði ekki lengur við þetta. Hún er núna á geðveikra hæli. Þetta eru góðir þættir sýndir á stöð 2 á sunnudaga.