Ég ákvað fyrst að ég hafði ekkert betra að gera að þýða smá texta um þáttin lost sem ég hef verið að fylgjast með frá því sýningar hófust á honum á Abc sjónvarpsstöðinni, ég er nýbúin að horfa á 12þáttin og þetta er allveg með þeim bestu þáttum sem ég hef fylgst með lengi. Svo á víst að fara að sýna þetta á Stöð1 í Febrúar, loksins að þeir fara að vera með almennilegt efni, og þá er maður náttúrulega búin að sjá það en það er í lagi það er hægt að horfa á þetta aftur og aftur og sjá alltaf eithvað nýtt. en hérna kemur textinn sem hægt er að finna á heimasíðu Abs.

Frá framleiðanda Alias, J.J Abraham og Damon Lindelof (Crossing Jordan) kemur hasarfyllt ævintýri sem mun láta í ljós það besta en einnig það versta í fólkinu sem er týnt.

Úr myrkrinu er það fyrsta sem Jack(Matthew Fox, Party of five) fynnir fyrir er sársauki. Síðan brennandi sólin, Bambusskógur, reykur,öskur. Allt í einu áttar hann sig á því að flugvélin sem hann var í rifnaði í sundur og brotlenti á Kyrrahafseyju. það er þá sem Læknirshvötin fer í gang, Fólk þarfnast hjálpar hans.

Eftir að hafa mist allt þurfa þeir 48 sem lifðu af að reyna að nýta það sem hægt er að því sem má fynna í flakinu til að lifa af. Sumir fyllast skelfingu, aðrir halda fast í þá von um að verða bjargað. Nokkrir finna með sér ynnri styrk sem þeir vissu ekki að þeir höfðu, Einsog Kate(Evangeline Lylli) sem án þess að hafa nokkra þjálfum í að hjúkra fólki er farin að sauma saman sár á lækninum. Hurly(Jorge Garcia) Maður með ágætis skopskyn þrátt fyrir aðstæður geris sitt besta til að halda ró sinni og hjálpa fólkinu í kringum sig að halda lífi. Charlie(Dominic Monaghan) er útbrennd rokkstjarna sem hefur að geyma sársaukafullt leyndarmál. Sayid(Naveen Andrews) er frá mið austurlöndum og þarf að glíma við kynþátta fordóma gagnvart sér frá sumum að þeim sem komust af. Jin(Daniel Dea Kim) og Sun(Yunjin Kim) eru par frá Kóreu þar sem hefðir,gildi og tungumálið er ólikt en hjá honum og eiga því erfitt með að umgangast hina. Sawyer(Josh Holloway) virðist vera hættulegur maður og það að hann á erfitt með að treysta fólkinu í kringum sig gæti reynst þeim sem komust af bannvænt.Michael(Harold Perrineau) hefur nýlega fengið forræði yfir syni sínum eftir að fyrverandi konan hans lést, og þekkjast þeir feðgar ekki neitt. Lock(Terry Quinn)Er dularfullur maður sem heldur sig mestmegnis fyrir sjálfan sig og virðist tengjast eyjunni á dýpri hátt en aðrir. Og sjálfsumglaða Shannon(Maggie Grace) sem gefur sér fótsnyrtingu í miðri ringulreyðinni og stjórnsami bróðir hennar Boon(Ian Somerhalder) rífast stöðugt en verða að læra að til að komast af þurfa þau að koma vel saman.

Þessi hópur vina,Fjölskyldna,óvina og ókunnugra verða að vinna saman gegn erfiðu veðri og landslagi ef þau vilja haldalífi. En Eyjan geymir mörg leyndarmál þar á meðal mikið gól í dularfullum verum sem halda sig í frumskóginum sem fylla þau öll ótta, en sem betur fer þökk sé yfirvegaðri stjórn frá hinum ráðagóða jack og skynsömu Kate er enn von, en jafnvel hetjur hafa sýn leyndarmál einsog afkomendurnir munu komast að.

já þarna hafiði það þetta er nú bara lauslega þýtt af heimasíðunni ég nenni ekki að fara yfir stafsetninguna þannig að þið verðir bara að láta ykkur hafa það ef hún er eithvað slæm. en ég mæli með að allir skoði síðunu þar er margt merkilegt að finna tildæmis link á spjallþræði þar sem fólk kemur með ótrúlegustu pælingar í sambandi við plottið.
Og hana nú!