Mythology Eftirfarandi er ekki beint úr “Buffyverse”, heldur svona yfirallt sögur af verum sem koma fyrir í Buffy og Angel.

Varúlfar
Þjóðsögur segja frá óheppnum einstaklingum sem hafa verið yfirteknir af anda dýra, dæmdir til að breytast óstjórnlega í dýrið sem býr inni í þeim. Úlfamaðurinn eða varúlfur er algengast, en aðrar útgáfur eru til. Í Indlandi og Kína, til dæmis, Rakhasa, eða vartígrar eru hugsaðir til að ráðast á grunlaus fórnarlömb. Yfirtaka dýra er algent þema á mörgum menningarsviðum, þar á meðal Innfæddra Ameríkana og Afrískra ættbálka. Hefðbundna fræðin í sambandi við varúlfa inniheldur að þeir breytast á eða um fullt tungl, og silfurkúla er það eina sem getur drepið þá. Önnur vardýr eru sögð hafa getu til að skipta formi að vild, og sum geta verið særð út (eins og af særingarmanni) með ritúölum og göldrum. Haldið er að þjóðsögurnar þar sem vardýr koma við sögu sé að hluta til byggð á sjaldgæfum sjúkdómi sem bar heitið Lycanthropy, heilkenni sem orsakaði að fórnarlambinu óx hár yfir allan líkamann og augun urðu mjög viðkvæm gagnvart ljósi. Þeir sem þjáðust af þessum sjúkdómi fóru sjaldan út í sólarljósið, vegna óhugnarlegs útlits þeirra og þeirri staðreynd að sólarljós fór illa í augu þeirra.

Frankenstein
Sú hugmynd að endurlífga þá dauðu hefur verið til í margar aldir. Frægasta þjóðsagan varðandi þetta hugtak er af skrímsli Frankensteins Baróns, úr sögu Mary Shelley. Sagan segir að Victor Frankenstein, bráðgáfaður, ungur læknir, hafi leyst hina eilífu gátu lífsins og bjó til veru með líkamspörtum sem hann safnaði af líkum. Sköpunarverki hans var ætlað að vera ofurmaður, með mikla líkamlega krafta og gífurlegar gáfur, en eitthvað fór mjög svo úrskeiðis. Með það fyrir augunum að hann væri frábrugðinn öllum í heiminum, krafðist skrímsli Frankensteins þess að félagi væri skapaður handa honum. Þegar Frankenstein mistókst, sór skrímslið að ásækja sköpunarmann sinn sem hefnd, fyrir helvítið sem líf hans var.

Nornir
Taldar vera í samvinnu við Satan og iðkendur svarta galdurs, voru nornir oft pyntaðar og drepnar fyrir meinta glæpi þeirra. Það var víða talið að nornir gætu lagt óvini sína í álög með göldrum og töfragripum, orsakað veikindi og meiðsli. Oft var það sem leit út fyrir að vera óheppni eftir óheppni eða langvarandi veiki talið vera verk norna.

Drýslar
Drýslar eru sagðir vera í mörgum stærðum og gerðum. Þeir fljúga, breyta formi, skjóta eldi úr munnum sínum, og yfir allt bara þjaka mannkynið sér til skemmtunar. Viss goðsögn rekur uppruna drýsla til tímans fyrir söguna, þegar heiminum var ekki stjórnað af mannkyninu. “Hinir fornu” eða “Ancient Ones” eins of þeir eru gjarnan nefndir, réðu á jörðinni og yfir öllum hennar verum frá örófi alda, ofurkröftugir og blóðþyrstir. Gerðir útlægir og reknir niður í neðra, þeir gera hvað sem er til að spilla jarðarlífinu, og stundum tókst þeim jafnvel að komast inn í líkama manna, “yfirtaka” þá. Það er sagt að með því að vita rétt nafn drýsils og að taka það fram í ritúali, er hægt að kalla hann fram. Ef verndaður inni í mörkum fimmhyrndri stjörnu, gæti kraftmikill særingarmaður neytt drýsil til að hlýða sér í einu og öllu. Ofmetun á eigin galdra-hæfni voru, hinsvegar, banvæn mistök. Ef einhver missti tökin á drýsli eftir framköllun (vel orðað hjá mér, ekki satt!?), myndi sá venjulega deyja og missa sál sína að eilífu. Drýslar eru alræmdir lygarar og meistarar brellna. Ef lokkaður í samtal við drýsil, gæti óvarkár einstaklingur orðið gabbaður í að verða aðstoðamaður drýsilsins, eða öllu heldur þræll, aðeins til að verða fórnað þegar drýslinum var farið að leiðast eða hann hafi fundið betri fylgjanda.

Banarnir
Árið 1845, var morðplága, í skipasmíðastöðvum í Boston, þar sem fólk var drepið á viðbjóðslegan hátt. Árásirnar hættu þegar hljóðlát, ung kona kom í bæinn.
Árið 1893, í Oklahoma Territory, tóku stanslausar, villimannslegar árásir, 17 líf frá heimafólkinu. Morðin hættu þegar ung kona, jársmiður, átti leið í gegnum bæinn.
Árið er núna 1997, og Sunnydale, California er á barmi eyðileggingar. Getur önnur stelpa komið til bjargar?
Á meðan til hafa verið drýslar, hefur verið til Bani. Ein stelpa í öllum heiminum, ein útvöld, a Chosen one, fædd með þann styrk og hæfileika til að veiða vampírur og fleiri banvænar verur, til að finna þær þar sem þær koma saman og stöðva útbreiðslu illsku þeirra og minnka fjölda þeirra. Þegar einn Bani deyr, er sá næsti kallaður til og þjálfaður af Vaktaranum.
Vaktari þjónar því að finna næsta Bana, og leiða hana á rétta braut. Það eru örlög Vaktarans að leiðbeina Bananum.
Í orðum bókasafnsvarðarins Rubert Giles, “This world is older than any of you know, and contrary to popular mythology, it did not begin as a paradise. For untold eons, Demons walked the earth; made it their home – their Hell. In time they (drýslarnir) lost their purchase on this reality, and the way was made for the mortal animals. For Man. What remains of the Old Ones are vestiges: certain magicks, certain creatures.”
Og vampírur.
“Napoleon is always right!” -Boxer