Vampírurnar... Á meðan Buffy hefur barist við helling af skrímslum, voða vonda menn, vélmenni og drýsla, eru vampírur efst á listanum.

Vampírurnar í “Buffyverse” eru líkar öllum hinum. Þeir eru gæddir ofurnáttúrulegum kröftum, ferðast með gífurlegum hraða, líkar ekki við krossa, finnst sólarljós slæmt fyrir heilsuna, þurfa boð til að komast inn í annarra manna heimili og þurfa blóð til að lifa. Þegar þær eru “stake-aðar” verða þær að ryki-flestar, alla veganna. Svo lifa þær ekki af eld eða afhöfðun.

Þegar þær eru ekki að fara að nærast, líta þær út eins og allir aðrir, þannig að erfitt er að bera kennsl á þær. Engin af þeim er sérstaklega hrifin af mönnum (utan við Angel og Spike), en þær hafa sýnt að þær geta borið tilfinningar til hvor annarrar (Spike og Dru eru gott dæmi). Buffyverse vampírur sofa ekki í kistum, eins og kemur fram í Angel-þætti í 1. seríu, þó þeim finnist ágætt að búa neðanjarðar. Þessar upplýsingar koma örugglega engum á óvart, og hefur þetta allt komið fram í annarri grein hérna á Huganum.

En hér ætla ég gera svona smá “who's who?” af eftirtektarverðustu vömpunum sem ógnað hafa Sunnydale:

The Master

Óumdeilanlega “top dog of vampires”. The Master var drýsill sem, vegna árangurslaussrar tilraunar til að brúa bilið á milli okkar heims og Helvítis, féll í djúpan svefn og svaf í hundrað ár (minnir mig á eitthvað. Hmmmm…) Rétt fyrir the Harvest, var The Master endurlífgaður. Hann valdi sér Vessel (Luke), og varð sterkari á meðan Vesselið nærðist. Það hefði verið góð áætlun, utan við eitt. Baninn var kominn í bæinn og hún var ekkert svo keen á það að vampírurnar væru að setjast að í Sunnydale. Buffy réðst inn í “suckfest-ina” í The Bronze, og vegna dauða Luke var Meistaranum neitað um frelsi á ný. Hann drap væntanlega Colin mað því að stinga beittum, oddhvössum fingri sínum í auga Colin þegar hann varð fyrir vonbrigðum vegna þess. Meistarinn hélt áfram að reyna að drepa Buffy, en féll að lokum fyrir Bananum á fleiri en einn veg.

The Three

Bardaga vampírur bundnar eið til að gera hvað sem The Master segir þeim að gera. Þeim var skipað að taka Buffy úr leiknum, en mistókst það. Dauði er eina refsingin fyrir mistök, og gáfu Þrenningin Meistaranum lís sín eins og gert var ráð fyrir. Í fyrstu virtist vera sem The Master hafi ætlað að gefa þeim annað tækifæri, en að lokum leyfði hann Dörlu (eftirlætinu) að dösta þær allar.

Luke

Leiðtogi hópsins áður en The Master snéri aftur. Luke varð “The Vessel” eftir ritúal þar sem hann og Meistarinn voru sameinaðir. Luke hitti Buffy fyrir The Harvest, og var viss um að hann gæti stöðvað afskiptasemi hennar. Hann hafði aðeins drepið tvær manneskjur áður en Buffy drap hann hetjulega í The Bronze.

Darla

Hæglát, tælandi og virkilega vond, hafði Darla verið uppáhald The Master í 400 ár. Hún vampaði Angel (og var kærasta hans einu sinni), og var ábyrg fyrir fyrsta High school dauðanum sem Buffy var var við í Sunnydale, beit Jessie (vin Xander) og gerði hann að vampíru, stake-aði the Three, beit Joyce (mömmu Buffy) og kom sökinni á Angel, og ætlaði að drepa Buffy með sjálfskiptum byssum. Darla elskaði það sem hún gerði sem vampíra, og fannst æðislegt að drepa. Hún elskaði Angel ennþá og vildi að hann yrði aftur vondur… til að ríkja í þúsund ár við hirð Meistarans, en Angel döstaði Dörlu að lokum til að bjarga ástinni sinni frá byssukúlu. Þá má geta þess að andlit hennar var það fyrsta sem maður sá í fyrsta þættinum. Þetta er alla vega það sem hún gerði í 1. seríu. J

The Anointed one

Vampíra sem leit út eins og barn, hann bjó yfir miklu afli, og það var hans verk að leiða Banann inn í helvíti (og dauða sinn). Það gekk, en ekki beint eins og til var ætlast, og Buffy drap The Master og eftirlifandi vampírur voru leiðtogalausar í smá tíma. Eftir árangurslausa tilraun til að endurlífga The Master, kom nýr flokkur í bæinn, leiddur af Spike og hinni dularfullu Drusillu. Ást fyrru vampanna á ritúölum og hefðum, fór ekkert svo vel í nýju krakkana, og þegar The Anointed One fór aðeins og mikið í pirrurnar á Spike (sem fannst hann frekar eiga að vera kallaður The Annoying One), og fékk að kynnast sólarljósinu náið, af höndum Spike.

Clawed Vamp

Einnig þekktur sem Fork Guy, barst bæði við Buffy og Angel áður en hann mætti örlögum sínum. Það virðist vera að eina manneskjan (eða whatever?) sem þessi vampíra var hrædd við, hafi verið Miss French sem var í rauninni risa ránskordýr í mannalíki.

Spike
William the Bloody er ekki maðurinn í hefðir eða það sem hefur alltaf verið. Ástríða hans á að pynta fórnarlömb sín á járnbrautarspora broddum gaf honum þetta rock star gælunafn. Spike er pottþéttur nútímamaður. Hann er með snilldar húmor, fljótur að reiðast, refsar fíflum ekki mildlega. “A hell-raiser from the word go”, hefur Spike drepið tvo Bana í fortíðinni, og nú er hann eftir Buffy. Fyrir allt hans vonda skap og ofbeldi, hefur Spike mýkri, gætnari hlið sem hann sýnir kærustunni sinni, Drusillu. Eitt sinn vinur og nemandi Angel, snérist Spike miskunarlaust gegn honum eftir að hann komst að því að “Yodan” hans hafði viðkvæmann blett fyrir Bananum og var núna að berjast við (og drepa) vampírur. En við vitum nú öll hvernig það mál endaði, og sumir meira að segja meira en ég ætla að segja hér, því ekki allir vilja vita.

Drusilla
Í hennar dauðlega lífi kom Angel (Angelus) auga á hana. Hann fékk hana á heilann og að lokum eyðilagði hann hana, breytti henni í vampíru. Þegar Dru kom til Sunnydale var hún máttlítil eftir árás í Prag, en hin óhugnalega geðveika illska hennar var aldrei efast um. Heilsa hennar sneri aftur í ritúali sem sameinaði hana og Angel á ný, og drap hann næstum því. Núna er Drusilla sterk og á sínum hæsta styrk. Hún hatar Angel fyrir það sem hann gerði henni, og hún vill hefndir. Það sama með hana og Spike, sagan sem komið hefur hér á landi er að Spike fór með hana í burtu frá Sunnydale, hún dömpaði honum og hann kom aftur í bæinn og fór svo að reyna vinna aftur ást Dru.

Angelus
Mannýgur, sadistic og hreint út sagt “evil”, Angelus var lagður í álög í tæpa öld (courtesy of a Gypsy curse). Hann var laus úr álögunum þegar Angel upplifði sanna hamingjustund. Rosalega pirraður, gekk hann í lið með Dru og Spike, og var greinileg heilinn í hópnum. Vitneskja hans, kænska og fallegheit, komu saman við skyggnigáfu Drusillu, gerði þau að banvænum óvinum. Mynstur Angelus er að brjóta fórnarlömb sín andlega niður áður en hann tekur þau. Hann fyrirlítur Buffy því hún lét Angel líða eins og hann væri maður, og varð hann varð ástfanginn af henni. Angelus hefur hafið árás sína. Í bili, hefur hann yfirburði. Buffy elskar Angel enn og Angelus ber andlit hans. En hún hefur ekkert val. Baninn verður að berjast við hann upp á dauða. Spurningin er, hver mun eftirlifa? Stutta svarið er Buffy. Þegar Angelus reyndi að tortíma heiminum með því að vekja aldagamlan drýsil, Acathla, börðust hann og Buffy upp á dauða. Buffy komst að því að blóð Angelus var það eina sem gat komið í veg fyrir að Acathla myndi soga heiminn inn í helvíti. Baninn var tilbúinn til að senda Angelus til helvítis. Því miður, náði Willow að leggja álögin aftur á Angelus og sál Angel kom aftur í miðjum bardaga hans og Buffy. Þegar Baninn sendi Angelus til helvítis, sendi hún ringlaðan og ástfanginn Angel með honum.

Kakistos

Forn vampíra, svo gömul að hendur hans og fætur voru klofnir, Kakistos kom til Sunnydale til að leita eftir hefndum. Hann var á slóð nýja Banans (Faith) sem hafði skorið hann nokkuð illa í bardaga, sem drap Vaktarann hennar. Kakistos var sterkur, en reiði hans kom honum úr jafnvægi. Að lokum drap Faith hann með bjálka (no wussy stake for this vamp) á meðan athygli hans beindist að Buffy.

Mr. Trick

Frekar ný vampíra, Trick–flottfati og “slyngur” mjög–var… er mikið inn í tækni og langræknar áætlanir. Hann var ekkert alltof hrifinn af gömlum hefðum og þegar Kakistos var í dauðaslag við Banana tvo, stakk Trick af til að lifa af daginn. Mr. Trick skipulagði hina rosalega misheppnuðu Slayerfest ‘98—hann fékk helling af peningum, en flestir þátttakendur dóu þegar þeir reyndu að drepa Buffy og Cordeliu (tekin í misgripum fyrir Faith). Fyrsti bardagi hans við Buffy var eftir að Mr. Trick hafði lokið við að aðstoða Bæjarstjórann við að gefa einhverjum drýsli gjöf. Hann barst vel, en valdi að geyma alvöru dæmið þangað til seinna.

Lyle Gorch

Kúreka vampíra sem gefur orðinu “redneck” nýja merkingu, Lyle Gorch gengur ekki allt í haginn í Sunnydale. Hann kom fyrst með bróður sínum, Tektor. Þeir tveir voru ákveðnir í að drepa Buffy eftir að Lyle barðist við hana í verslunarmiðstöðinni. Þeir eltu Banann um allt í smá tíma, og voru soldið shockeraðir á hennar unSlayerlike behavior með “Angelus”, áður en þeir króuðu hana af í skólanum. En Tektor var drepinn af Mama Bezoar, og Lyle tók þá gáfulegu ákvörðun að vera ekkert að dandalast í kringum þann sem drap *það* skrímsli (Buffy). Lyle sneri aftur til að far á hina alræmdu Slayerfest ’98. í þetta skipti var það nýja brúðurin hans, Candy, sem kom með honum. Því miður var hún tekin út úr leiknum af kökuspaða-Cordy. Lyle fekk þá kosti að lenda í Queen C eða fara úr bænum. Hann skildi greinilega að hörfun er stundum bara fínt, svo hann valdi seinni kostinn.

Angel

Eftir að hafa sótt á drauma Banans, og hafa aðeins lifað í hjarta hennar í nokkra mánuði, Precious sneri aftur úr helvíti rétt þegar Buffy hafði ákveðið að halda áfram með líf sitt. Okkar elskaði Angel barðist á barmi brjálunar áður en hann náði að berjast veginn tilbaka í nafni ástarinnar. Kona hjarta hans—eins erfitt og ruglandi og þetta var fyrir hana—stóð hjá honum, hélt honum öruggum og hjúkraði honum aftur til heilsu. Þó að Baninn og vampíran reyndu að afneita tilfinningum sínum, héldu hjörtu þeirra áfram að slá sem eitt. Þegar Angel var ýtt þangað til að enda þrautseigju hans var komið, og að virtist vera lokin, barðist Buffy við að fá hann til að sjá að hann væri verður björgunar; að hann gæti bætt fyrir gjörðir sínar í fortíðinni. Tall, dark and handsome fékk aftur sitt blíða og hugsandi eðli til að verða—enn á ný—sterkasti bandamaður Banans, dýpsta ástríða, og eilíf ást.

Kralik

Geðveikur maður sem myrti og pyntaði margar konur áður en hann var vampaður, Kralik féll einhvern veginn í hendur Vaktara Ráðsins. Tilgangur hans: að vera vondi kallinn sem mætti kraftalausum Bana svo hún geti náð the Cruciamentum—aldagamalli hefð. VR héldu að þeir höfðu málin í sínum höndum því að vampíran þurfti einhverjar dularfullar pillur, en Kralik var kænn eins og hann var brjálaður. Hann plataði og vampaði einn af hjálpurum þeirra, og fór svo eftir Joyce til að breyta reglunum í prófinu. Þó skíthrædd og máttlaus, kom Buffsterinn móður sinni til bjargar og tókst að sigra hnyttna, en virkilega brjálaða Kralik með því að gefa honum “holy water” til að taka inn með pillunum sínum.

Þetta er svona sem hefur verið í 1., 2., og ½ 3. seríu.
“Napoleon is always right!” -Boxer