The Second Slayers... Kendra Kendra kom í bæinn í “What's My Line?”. Hún var kölluð til þegar Buffy “dó” í “Prophecy Girl”. Nú, Kendra var afl sem varð að taka með í reikninginn. Ef þú vilt hafa konurnar þínar sterkar, ákafar, og *mjög* hreinskilin og blátt áfram, var Kendra akkúrat fyrir þig. Hún var þjálfuð til Bana eftir hefðum, og tók skyldum sínum mjög alvarlega. Svo virðist sem foreldrar hennar hafi tekið eftir því hve sérstök hún var þegar hún var mjög ung, og farið með barnið til Vaktarans. Frá þeim degi, var lífi Kendru helgað æfingum og lærdóm, allt til að búa hana undir daginn sem hún yrði kölluð sem The Chosen One. Fyrir Kendru var það að vera Bani ekki óþægindi; það voru heiður og forréttindi.

Það væri hægt að segja að Kendra hafi verið jafn saklaus og hún var villimannsleg. Miðað við Buffy var líf hennar einangrað og einmannalegt. Hún var menntuð af Vaktaranum sínum, og henni var ekki leyfilegt að mynda tengsl við annað fólk, sem myndi trufla hennar helgu störf. Hún átti ekki neina vini, engin áhugamál og enga fjölskyldu sem hún mundi eftir. Hún var einbeitt og staðföst, ótilfinningasöm og eldheit. Koma hennar í Sunnydale kom öllum á óvart, sérstaklega gaurnum sem fann hana í geymslurýminu í flugvél.

Kendra og Buffy urðu ekki vinir einn tveir og þrír. Fyrst hélt Kendra að Buffy væri vampíra, eftir að hún sá Banann okkar í “lip-lock” með Angel, og réðst á hana um leið og tækifæri gafst. Svo næst, Kendra styður mjög eyðingu vampíra; hún átti ekki uppáhöld, og hún faðmaði *ekki*: Sterkur og hæfileikaríkur bardagamaður, lenti Kendra í slagsmálum við Angel, hafði yfirhöndina og skildi hann svo eftir til að deyja. Þetta kom henni ekki í mjúkinn hjá Buffy, en þær fundu út úr þessu öllu. Kendra lamdi líka Willie, tók nokkrar lotur með Spike, og drap Patrice (ein af þeim sem Spike réði til að tortíma the Buffster). Þegar Kendra var ekki að lumbra á óvininum, var henni stöðugt að koma á óvart vegna allra borgaranna í lífi Buffy. Orðið sjokkeruð er ekki of strangt til tekið til að lýsa viðbrögðum hennar þegar hún komst að hinu sanna um Angel (og samband hans við Buffy). Þó henni líkaði það ekki, studdi hún Buffy í björgun Angel, og bauð upp á góða hjálp í bardaganum sem fygldi í kjölfarið. Þegar Kendra kvað fólkið, höfðu þær tvær myndað mikla virðingu fyrir hæfileikum og getu hvorrar annarrar.

Þegar Acathla kom upp á sjónarsviðið, sneri Kendra aftur til Sunnydale, og kom hún með með sér sverð, hugsað til að búa yfir kröftum til að tortíma drýslinum, ef hann skyldi verða laus. Kendra var ekki eins “stand-offish” í þessari annarri heimsókn sinni, og næstum indæl í sambandi við Buffy. Áður en Buffy fór til að berjast við Angelus, gaf Kendra henni happa stjakann sinn. Buffy var undrandi en jafnframt var henni skemmt þegar Kendra sagði henni að hún kallaði stjakann Mr. Pointy og bað hana að minna sig á að gefa henni bangsa. En Buffy fekk aldrei tækifæri til þess. Þegar vampírur réðust inn í bókasafnið, barðist Kendra hetjulega, en hún hafði enga vörn gegn dáleiðingarafli Drusillu.

Það er alltaf sorglegt þegar ung líf tapast, sérstaklega það sem var hugrakkt og djarft. Vitneskjan um að einhver hefur dáið tignarlega fyrir hið góða og ljósa, mildar varla sársaukann. Eldur Kendru brann heitur og bjartur, en var slökktur allt of snemma. Við munum sakna hennar. Fórn hennar mun vera í minnum höfð og Kendra mun ekki verða gleymd.
“Napoleon is always right!” -Boxer