Allt frá því Practice byrjaði á Skjá einum fyrir nokkrum árum hef ég verið mjög dyggur áhorfandi og varla misst úr þætti enda eru þetta mjög vel gerðir þættir og áhugaverðir.

Í þessari seríu eru nánast allir sem voru í hinum seríunum á undan hættir. Bobby er hættur, Lindsay, Rebecca, Lucy og Helen svo einhverja má nefna. En framleiðendur þáttanna hafa heldur bætt úr því með því að koma með persónur á borð við Alan Shore, Tara og Jamie. Persónulega finnst mér Alan Shore vera einhver skemmtilegasta persóna sem ég hef séð lengi. Það liggur við að eina ástæðan fyrir því að ég horfi á þessa þætti er að Alan Shore er snilld. Hann hefur enga samvisku, gerir allt sem hann mögulega getur til að geta unnið mál og/eða komast yfir kvenmenn. Ellenor er oftast að reyna að fylgjast með og sjá hvort Alan er að gera eitthvað af sér sem hann gerir oftast í hverjum þætti. Hann og Tara virtust eiga í einhverju smásambandi í þáttunum en Tara er farin að sjá í gegnum hann og kom það eins og köld vatnsgusa framan í Alan kallinn.
Eugene er einnig farinn að verða svolítið þreyttur á Alan og kallaði hann á teppið til sín vegna þess að hann var búinn að vera óþekkur.

Að lokum ætla ég að quotea smá í Alan, ég lá í krampa yfir þessu.

Alan segir við Jimmy:“You look like the type of guy that would put his weight on the scale”
Jimmy ávarpar Eugene:“Did you hear that? He just said I was fat”
Alan:“First of all I would never say that and second… You are fat.”
Takk fyrir mig.