Jæja, nú fer að líða að lokum The Shield á stöð 2 (aðeins 1 þáttur eftir) sem hefur verið mjög vinsæll upp á síðkastið. Ég ætla að fara yfir það helsta sem hefur gerst.

Það er búið að vera mikið að gera hjá Vic og Strike-Teyminu í þessari þáttaröð. Eins og þeir sem horfa á Shield vita þá rændu þeir peningum af Armensku mafíunni. Nú er mafían allveg snælduvitlaus og drepur alla sem þeir halda að tengist ráninu á einhvern hátt. Vic er að gera sitt besta til að reyna að redda hlutunum heima en það gengur ekkert alltof vel. Matthew að kveikja í húsinu og sollis. Shane og Tavon lentu í slag og kellan hans Shane lamdi Tavon í hausinn með straujárni. Tavon fór og lenti í bílslysi með þeim afleiðingum að hann lenti á gjörgæslu. Nú er hann vaknaður og man eftir að hafa slegist við Shane en Lem og Vic fóru og redduðu málunum. Lem þoldi álagið svo illa sem fylgdi peningunum að hann ákvað að brenna mestmegnið að þeim.

Dutch og Claudette voru aðallega að vinna að “The Kuddler” eða kúraranum og náðu honum fyrir rest. Dutch er farinn að gruna Vic um einhvers konar aðild að peningalestarráninu, Vic til mikillar armæðu.

Acaveda reynir að minnka spillinguna á stöðinni eins og hann mögulega getur því það stefnir í borgarstjórnarkosningar.

Þessi þáttur er bara tær snilld, myndatakan og lýsingin. Þetta er ekki eitthvað svona fullkomnir litir og 100 g af make-up. Michael Chiklis er frábær í hlutverkinu sem Vic, svona dörtí lögga. Vonandi verður gerð allvega en sería í viðbót.
Takk fyrir mig.