Það er kominn út núna Buffy the Vampire Slayer Collectors Edition DVD pakki, fyrsta syrpa sem er bara tólf þættir.
Þessi pakki er uppfullur af allskonar góðgæti á borð við viðtöl við leikarana og Josh Whedon sem er skapari þáttanna.
Þarna er stórt myndasafn úr þáttunum og trailerar, og script úr nokkrum þáttum og 50 blaðsíðna fróðleikur um aðalleikaranna. Svo fylgir þessu líka þykkur Episode guide með fróðleik um hvern og einn þátt ásamt allskonar aukafróðleik eins og t.d. það að það kostar framleiðendurnar um það bil 5000 dollara að dusta eina vampýru. Þetta er ekki all, það er alveg heill haugur af hrúgum sem innihalda fróðleik í þessari bók.

Þættirnir eru á 3 diskum, 4 þættir á hverjum disk og á hverjum disk er líka allskonar special features sem ég taldi upp hér áðan.

Þetta fyrsta season kostaði 6999kr í BT þar sem ég held að það sé ódýrast. En svo frétti ég það að Nexus er líka að selja þetta á sama eða eitthvað svipuðu verði.

Enjoy…



Reyni