Oz eða Daniel Osbourne sem Seth Green lék er karakter sem er sárt saknað úr Buffy.
Oz var mjög cool og rólegur, hann byrjaði í annari seríu sem gaur sem var alltaf að rekast á Willow og var ástfanginn af henni. Svo var það fyrir tilviljun að þau hittust en það var þegar það var svona ,,Career Week'' í skólanum og þau voru valin til þess að hjálpa ríkstjórninni því þau voru svo gáfuð en þau hafna þessu tilboði.
Þau byrja síðan að deita og eftir smá tíma komast þau að því að hann er varúlfur.
En Willow hefur samt áhuga á honum og er ekkert á móti því að hann sé varúlfur.
Á sumrinu þegar Buffy er í burtu þá byrja Oz og Willow að vera saman og Oz verður partur að genginu. Þriðja sería var frekar róleg fyrir Oz (eins og karakterinn hehe) en í þriðja seríu njóta Oz og Willow í fyrsta skipti ásta en það er eftir að þau eru búin að sættast eftir að Willow hefur kysst Xander og Cordelia og Oz gómuðu þau.
Fjórða serían er soldið mikilvæg fyrir Oz og Willow.
Í byrjun eru þau alveg rosalega sæt saman (eins og alltaf) en í öðrum þætti þá sér hann Oz Verucu í fyrsta skipti og þá verða strax neistar eða allaveg eitthvað á milli þeirra sem ekki er hægt að útskýra.
Síðan líða nokkrir þættir og þegar það er fullt tungl þá sleppur Oz úr búrinu sínu eftir að hann er búinn að breytast í varúlf og hittir þar annan varúlf og þeir byrja að slást og þá kemst í ljós eftir að sólin er komin upp á loft að þessi varúlfur var í rauninni Veruca.
Síðan er Willow farin að gruna margt og reynir að koma að kyssa hann og svona, en hann vill það ekki en það var eiginlega bara afþví að hann vildi ekki að hún mundi sjá örin á bakinu hans eftir slagsmálin um kvöldið þá biður hann Verucu um að koma í grafhýsið hans þar sem búrið hans var í og læsti hann hana með sér og sefur hjá henni (meðan hann er varúlfur)
síðan kemur Willow svo sæt með kakó í brúsa og samloku og kemur að þeim liggjandi nakin saman.
Eftir það þá ákveður Oz að fara í burtu þangað til hann finnur lækningu við þessu og í því atriði er sagt setningu sem brýtur mann niður alveg ekki bara mig heldur flesta sem sjá þetta
og það er þegar Willow segir “Oz? Don't you love me?” gáið hvort þið tárist
(Season 4, Episode 6, scene 12)
Eftir nokkra mánuði þá kemur hann aftur og vill taka upp við Willow en þá er Willow byrjuð að fatta það að hún sé lesbísk þannig að hún þarf að velja á milli Oz og Tara en hún velur að lokum Töru og kveður Oz í seinasta skipti.


Vonandi höfðu þið gaman að þessari grein
Kveðja Adam:)
Hermes