Ég átti að skila inn verkefni um uppáhaldsþáttinn minn og valdi auðvitað Buffy. Ákvað að senda inn verkefnið bara að gamni mínu.

Uppáhaldsþátturinn minn heitir Buffy the Vampire Slayer. Hann er eiginlega endurgerð af bíómynd sem gerð var árið 1992. Sú mynd fékk afar slæma dóma og voru því margir sem höfðu ekki mikla trú á framleiðanda þáttanna, Joss Whedon, þegar hann ákvað að hefja framleiðslu þáttanna. Það var árið 1997 og gengu þættirnir um vampírubanann Buffy allt til ársins 2003. Á þessum tíma voru gerðar alls sjö seríur og voru þær hverri annari betri. Út frá þessum þætti var gerður annar þáttur sem heitir Angel og gerist hann í Los Angeles.
Aðalsöguþráður þáttanna byggir á lífi Buffy sem er vampírubani. Fyrsta serían hefst á því að Buffy flyst ásamt mömmu sinni til Sunnydale, en þar er staðsett heljargin. Það er hlið milli heljar og þessa heims. Frá þessu stafar mikil orka og dragast vampírur og önnur skrímsli að því. Hún bjargar heiminum frá vampírum og öðrum yfirnáttúrulegum skrímslum. En það eru einmitt örlög hennar. Ein stelpa af hverri kynslóð er valin til þess að verða vampírubani. Þessi útvalda stelpa öðlast svo ofurkrafta til þess að gera henni keift til þess að berjast. Buffy er hinsvegar ekki eins og allar hinar stelpurnar. Samkvæmt hefðinni á þessi stelpa sér ekkert félagslíf og enga vini. Hún á að vinna sína vinnu ein og án afskipta annarra. En Buffy á marga vini og aðstoða þeir hana á einn eða annan hátt. Bestu vinir hennar heita Willow og Xander. Willow er norn og veitir því ómetanlega aðstoð, en Xander er meira til staðar sem grínistinn í hópnum. Hann léttir oft þungt andrúmsloft þáttarins. Vaktari Buffy er Rupert Giles. Vaktari virkar eins og lærifaðir vampírubana. Hann sér um þjálfun Buffy. Giles er einskonar föðurímynd Buffy, en pabbi Buffy býr í Los Angeles. .Foreldrar Buffy eru skilin. Giles er þó á köflum afskaplega stífur, miðaldra breskur maður. Eins og flestar unglingsstúlkur verður Buffy ástfangin. En hún er engin venjuleg unglingsstúlka og er fyrsti kærasti hennar, Angel, ekki venjulegur heldur. Hann er 250 ára vampíra með sál. En það samband endar illa og þarf Buffy and senda hann til heljar.
Orðalag í þættinum er afar ólíkt því sem maður á að venjast í bandarískum unglingaþáttum. Giles notar allt öðruvísi orð en unglingarnir og þyrfti maður á stundum orðabók til þess að skilja hann. Svo er orðalag krakkanna líka undarlegt á köflum. Það virðist sem heill orðaforði hafi myndast í kringum þættina.
Markhópur þáttanna eru unglingar á aldrinum 11-20 en fólk bæði yngra og eldra horfir á þáttinn. Framleiðandi þáttanna Joss Whedon hefur gert ýmsa óvenjulega hluti með þessa þætti. Hann gerði til dæmis tvo þætti með næstum engu tali. Einn þeirra var þögull og var hinn söngleikjaþáttur. Þetta hefur ekki verið gert í áraraðir og vöktu þessir þættir mikla athygli. Þögli þátturinn var meðal annars tilnefndur til Emmy verðlauna. Þátturinn er líka athyglisverður vegna þess að hann dregur upp aðra mynd af þessum týpísku kynjahlutverkum heldur en venjulega. Í þessum þáttum er það stelpan sem þarf að bjarga heiminum. Þátturinn byggist að mestu leyti á lífum ungs fólks en gaman er að sjá að eldra fólk getur líka tekið þátt án þess að það komi illa út.