Áhugi minn á Buffy Áhugi minn á Buffy The Vampire Slayer kviknaði mjög snemma en ég er bara nýbyrjaður að stunda þetta áhugamál hérna á huga. En þegar að ég var lítill horfði ég alltaf á þessa þætti, ég horfi ennþá á þá á Popp Tíví en áður voru þeir á stöð 2. Ég held að þeir séu ennþá á Stöð 2 en þar er komið miklu lengra inn í seríuna og ég hef ekki séð nokkra þætti sem eru búnir að koma á Stöð 2 en eiga eftir að koma seinna á Popp Tíví svo að ég horfi á þetta á Popp Tíví.

Uppáhalds persónan mín í Buffy The Vampire Slayer er örugglega Buffy sjálf svo líka bara Spike. Þau eru örugglega í uppáhaldi hjá mér útaf því að þau eru þau sem slást mikið í þáttunum og ég hef mjög gaman af því. Síðan er kannski Xsander á eftir þeim því að hann slæst líka en kannski ekki eins mikið og hann er líka fyndinn.

Ég vona að það eigi einhverntímann eftir að koma út mynd með Buffy og félugum. Kannski hefur það einhvern tímann verið gert en ég hef ekki hugmynd um það. Þá væri hægt að hafa fullt af persónum sem hafa komið í þáttinn og hafið þá alla í einnri mynd. Það er ekkert svo analeg hugmynd en þér gæti fundist það en ekki mér.

Ég á enga þætti af Buffy The Vampire Slayer á DVD né VHS en það gæti verið að ég muni taka einhverntímann upp þætti á VHS sem ég gæti þá kannski hort á þegar ég er veikur eða eitthvað þannig eins og ég gerið við Simpsons.

Kveðja Birki