Gömlu Þættirnir ég var að spá í þessu og ég spyr, er einhver hérna sem er sammála mér um að gömlu þættirnir af Buffy t.d 1 - 2 og kannski 3 seríurnar vera bestir. Mér fannst þetta best þegar hópurinn innihélt einfaldlega Buffy,Xander,Williow,Giles og betra þegar Cordelia bætist við hópinn. Svo kom Angel og mér fannst hann frekar hlutlaus. Gæðinn á þáttunum runnu aðeins til þegar Faith kom þótt leikkonan Eliza Dushku lék hlutverkið frábærlega. Ég man ekki alveg hvenær Oz kom en held ég að það hafi verið snemma í þáttunum og gerði það ekkert til. En svo gerðist það að allir hinir komu t.d. Glory, Dawn, Tara og Riley og þetta herdæmi The Initiative, sem mér finnst bara vera G.L.L.Ö.T.U.Ð hugmynd. Svo flæktist þetta allt þegar Buffy og Riley byrjuðu saman og Willow varð lesbísk og byrjaði með Töru. Mér finnst nú allt í lagi að hafa einhver ástarsambönd í þáttunum en þetta er farið í eitthvað rugl eins og til dæmis að Spike er ástfanginn að Buffy!!! Ég meina hvað er að. Og ef Buffy fer eitthvað að date-a Spike þá gjöreyðileggjast þættirnir. Hérna er svona “kort” af samböndunum sem koma hafa fram í Buffy The Vampire Slayer sem ég man eftir.Buffy-Angel
Xander-Cordelia
Willow-Oz
Spike-Drusilla
eitthvað smá ástarskot hjá Xander-Willow
Oz-Varúlfagellan sem ég man því miður ekki hvað hét
Buffy-Riley
Xander-Anya/Anyanka
Willow/Tara
Spi ke-Buffy!!!!!

endilega látið mig vita af öllum samböndunum sem ég gleymdi að láta hér.

En gæðin á þáttunum voru betri í byrjun því þá voru hugmyndirnar ferskari og skemmtilegt var að kynnast persónunum. En núna er eins og fólkið sem framleiðir/skrifar þættina hafi hugmyndaskort þannig að þeir henda inn einhverjum fáránlegum ástarsamböndum. Og tveir hlutir sem mér finnst mjög skrítnir eru auðvitað úr nýju seríunum.
1:Ég hélt að Buffy væri eini banin, The One, hvað er Faith og þessi spænska gella sem dó að gera þarna?

2: Eitt skrímslið í seinustu seríunni var fljótandi í geimnum þegar það var kallað niður til jörðu af Glory.


3: þetta INITIATIVE er bara rugl. ég meina að hafa einhvern her þarna er bara vitleysa og ég held að gaurinn sem skrifaði það inn í Buffy T V S var að reykja eitthvað á þeim tíma


Og hér eru hlutir sem mér fannst skrítnir úr gömlu séríunum.

—VARÚÐ SPOILER— —VARÚÐ SPOILER—
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
1: Í fyrstu seríunni (ef ég man rétt) deyr Buffy og Angel og Xander lífga hana við. Og í seinustu seríu dó Bufy og auðvitað lífga hópurinn hana við. Ég meina ef þau geta alltaf lífgað hana við, af hverju eru þau svona hrædd um að Buffy deyji.


—END OF SPOILER— þetta var enginn rosa spoiler.

En þetta er mitt nöldur um Buffy. Endilega segið mér frá öllu sem ykkur finnst um gæðin á seríunum og hvort ykkur fannst gömlu eða nýju seríurnar betri. TAKK FYRIR MIG
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.