Buffy once more with feeling (spoiler) Hér ætla ég að skrifa um uppáhalds buffy þáttinn minn sem heitir Buffy once more with feeling. Það er söngþáttur og það er meira að segja búið að gefa út geisladisk út með lögunum.

Buffy once more with feeling gerist eftir að Buffy deyr og fer til himnaríkis og vinir hennar lífga hana aftur við. þátturinn byrjar á lagi sem Buffy syngur sem heitir goin through the motiond og er mjög gott lag! Daginn eftir fara þau að syngja um afhverju þau séu alltaf að syngja og fara að kanna það. Eftir það fer fólk að brenna og deyja vegna þess að það dansar svo mikið.
Dawn kemur inn í the magicbox og kemur auga á hálsmen og hún stelur því. Seinna um kvöldið lætur Dawn á sig hálsfestina og þá allt í einu byrtast djöflar(eða eitthvað álíka) og taka Dawn með sér til yfirmannsins síns. Þá kemur í ljós að hann haldur að Dawn hafi beðið um sönginn og dansinn og að hann ætli að gera hana að drottningunni sinni. Djöfullinn lætur hjálparmenn sína fara til Buffyar og segja henni frá öllu. Buffy fer til hans og býður honum að ef að hún geti ekki drepið hann verði hún drottningin hans. Hún vinnur og allt endar með því að Buffy og Spike kyssast.