Ég er búin að vera velta fyrir mér hver bætist í hópinn á næsta tímabilið. því á hverju ári hefur einn leikari bæst í fast hópinn, þ.e. vini Angels. Ég geri ráð fyrir því að Angel haldi áfram á næsta vetur, það er of erfitt að hugsa til þess að vera án Buffy og Angels. Tekið framm ef þið hafið ekki séð þættina þá eru spoilerar í þessum, ég hef hinsvegar ekki lesið neitt um þættina. Svo ef þið hafið séð allt í US, er þetta spoler laust.

Þau voru þrú í byrjun, Cordy, Angel og Doyle. En þegar Doyle
deyr kemur Wesley inn í hópin í stað hans. En ef við eru að skoða þetta bókstaflega þá er Cordy í stað Doyle´s þar sem hún fékk sýnirnar hans. Þau voru þrjú tillok fyrstu seríu, en þá kom Gunn. Hann kom eftir að yngri systir hans hafði verið breytt í vampíru og Angel hjálpaði honum að eyða hreyðrinu sem bjó til systur hans. Angel bað síðan Gunn að vakta Cordy á sjúkrahúsi eftir að Cordy fékk endarlausar sýnir og var að vera geðveik. Meðan Angel gerir sitt besta að koma í veg fyrir plön WW&H.

Gunn er orðinn fastur liður í þáttunum strax í byrjun annaraseríu, hann er í byrjunarlaginnu. Hann verður fljótlega á launaskrá hjá Angel. Smátt og smátt missir hann samband við gömlu klíkuna og er meira í kringum Angel og co. þannig gengur það út annað síson, Angle dettur aðeins úr hópnum vegna þráhyggju um Dörlu og WW&H. Við lok þriðja síson er hópurinn aftur orðin samheltur og fara í aðra vídd, nánartiltekið heima plánetu Lorens. Hann er orðinn nokkuð reglulegur partur af þáttunum. Þar hitta þau Fred, en hún er líka frá jörðinni og fór fyrir mistök á plánetuna, eða svo hélt hún. Hún er þræll þarna ásamt Cordy til að byrja með. En þegar Cordy fær sýnir er hún gerð að prinsessu. Þetta er skemmtileg vídd, þar eru tvær sólir og Angel getur gengið um í sólarljósinu og speglað sig. Fred finnur leið til að koma þeim til baka til jarðarinnar.

Í byrjun þriðju seríu er Fred nánast lokuð inn í herberginu sínu og búin að búa sér til annan hellir. Hún og Loren eru orðin fastir liðir í þáttunum, sem er eina skiptið sem tveir bætast við hópinn. Þau flytja bæði inn í hótelið, reyndar ekki á sama tíma. Darla flytur til skamms tíma á hótelið, meðan hún er ólétt að barni Angels og hennar. Darla á heilbrygðan ungan dreng, sem er skýrður Conner en hún fórnar lífi sínu fyrir hann. Síðan hefast mikil barátta um Conner, allir hafa áhuga á að ræna honum, en Wesley rænir honum. En það er aðeins í skamman tíma, og Conner endar í annari vídd með erki óvini Angels. Conner kemur til baka nokkrum þáttum seinna, sem unglingur sem hatar pabba sinn.

Í fjórðu er Conner komin í byrjunina ásamt hinum sem undan er talið. Það tekur reynar langan tíma fyrir alla að vera að heild aftur. Núna fer maður að velta fyrir sér hver bætist í hópinn. Það getur verið einhver úr Buffy þáttunum, eins og Willow. Hún er búin að koma einu sinni yfir, hjálp hópnum með galdri. Hún kemur að miklu gangni.

Xander gæti komið sér vel í að laga hótelið en mér finnst það frekar hæpið.

Spike finnst mér ólíklegt, tvær vampírur með sál í einum og sama þættinum. Ég held að hann fá frekar sína eign þætti.

Síðan er það alltaf möguleiki að enginn komi úr Buffy þáttunum. Það getur líka verið rafmangns gellan. Hvað haldið þið, ef þættirnir verða framleiddir áfram hver bætist í hópinn, eða hvort einhver bætist í hópinn yfir höfuð.


p.s. Ég hafði ekki púkan núna til að fara yfir stafsetingu, svo ég veit að það leynast ábyggilega nokkra