Finish the big group sing, get your kumbyayas out! Jæja þá………smá umræða um 7 seríu so far - og þó aðallega endalok Buffy! Væntanlega spoiler fyrir þá sem að ekki hafa séð hana!!

Hummmm….. hvar á að byrja: enn sem komið er ég mjög sátt við seríuna :) nokkur atriði hafa staðið upp úr í mínum huga,

Atriðið með Spike á krossinum - ræðan sem hann heldur fyrir Buffy, ég fæ sko alltaf tár í augun og hroll eftir bakinu þegar að ég horfi á þetta atriði!

gaman var að sjá þáttinn (Selfless) um Anya - bakgrunn hennar!

mörg atriði milli Spike og Buffy (ok ég er voða veik fyrir þeim saman), þegar að hún segjist trúa á hann, og þegar að hún sækir hann í hellinn þar sem að honum er haldið og fleiri og fleiri!

Þátturinn hans Andrew (Storyteller) var líka alveg brilliant - Andrew: Come with me now, if you will, gentle viewers. Join me on a new voyage of the mind…a little tale, I like to call, Buffy, Slayer of the Vampires.- atriðið í byrjun, í eldhúsinu og off course We are as Gods :) ekkert nema sniðugt!
Andrew: In my plan, we are beltless!!!


Annars eru þetta bara svona smá punktar sem að duttu inn í hausinn á mér núna :) örugglega mun fleiri atriði - en þessi eru svona minnistæðust þegar að ég lýt til baka í fljótu bragði! Samt líka gaman að sjá hversu duglegir þeir eru að vitna í gamla þætti í þessu - setningar, atriði og svona sem að ýta manni til baka í eldri þáttaraðirnar!

Síðan eru það lok seríunnar - nú er ég búin að standa mig eins og hetja og er að reyna að vera SPOILERfrí þessa seríu, fyrst að þetta eru endalokin þá vil ég helst láta þau koma mér á óvart, þannig að ef að þið vitið fyrir víst hvað gerist - ekki segja ;)
Ég vona að þetta endi nú happy - ég held að það sé bara um tvennt að ræða, allt endi með ósköpum eða allt voða happy - ég vona happy! Samt er ég svona frekar stressuð yfir því að Angel sé væntanlegur yfir í Buffy í lokaþættina, væri eitthvað svo týpískt að láta þau enda saman - en það er samt ólíklegt nema að Sarah væri að fara yfir í Angel sem hún er ekki! Mitt atkvæði (og nú hrúgast inn mótmæli frá Angel-istunum ;) ) fer í að Buffy og Spike endi saman - hell mér finnst hann vera búin að koma langan veg og eiga skilið að finna hamingju, og ég held að þau gætu orðið góð saman, sérstaklega ef þau fara frá Sunnydale (sem er líklegt fyrst að Sarah er að hætta) en það er ólíklegt að ef “framhaldsþættir” komi út frá þessu að þeir myndu losa sig við Spike - þar sem að hann er vinsæll karakter!

Úfffff þetta kom nú allt í belg og biðu hjá mér - en vonandi nennti einhver að lesa þetta allt saman og gefa sýna tilgátu um hvernig þetta endi nú allt saman!! Ég verð nú að viðurkenna að ég er hreinlega stressuð að sjá þessa þætti hverfa - maður er orðin hálf háður þessu :( en svona er þetta víst!

Kveðja
Spikesgirl

Spike: You should go inside, finish the big group sing, get your kumbyayas out.
Buffy: I-I don't want to.
Spike: The day you suss out to what you do want, there'll probably be a parade. Seventy six bloody trombones