** VARÚÐ **

Í ÞESSARI GREIN ERU MAJOR SPOILERAR Í 6.SERÍU AF BUFFY THE VAMPIRE SLAYER

** VARÚÐ **








Ég hef nýlega lokið við að horfa á 6.seríu af Buffy The Vampire Slayer. Mér fannst þessi sería ágæt og tekur á ýmsum málum sem ekki hafa verið tekin fyrir áður (þjófnaður, kynlífssambönd og athyglisskortur svo eitthvað sé nefnt). Eins og þeir vita sem hafa horft á fyrstu 6 seríurnar hafa ástarsambönd Buffy ekki verið endingargóð og kannski góð ástæða fyrir því (Angel má ekki stunda kynlíf og Buffy lokaði tilfinningalega á Riley út af mömmu sinni). Mér finnst að henni hafi samt alltaf tekist að halda sjálfsvirðingunni í gegnum þessi mjög svo stormasömu sambönd. Ég fékk því í magann og fann til með henni þegar ég sá “Smashed” og ég hef átt erfitt með að sjá Buffy sem eitthvað annað en brjóstumkennanlega druslu með litla virðingu fyrir sjálfri sér eftir þann þátt. Mér fannst það léleg afsökun höfunda að skýla henni á bak við að henni hafi ekki fundist hún vera hún sjálf eftir að hún var endurvakinn. Ég vil þó benda á að höfundar gerðu góða tilraun til að nudda Buffy upp úr slæmum ákvarðanatökum með þættinum “As You Were”, þar sem Riley birtist með konuna sína.

Giles var allt of lítið í þessari seríu og saknaði ég hans mikið. Það er einhvern veginn ekki eins að horfa á þættina án hans það er eins og hinir leikararnir nái sér ekki á strik, ekki sami lífskraftur í öllum. Af þessari ástæðu finnst mér þættirnir eftir “Bargaining Part 1” fram að “Flooded” sem og “Tabula Rasa” fram að “Two To Go” í lægri gæðaflokki en hinir þættirnir í seríunni. Ég lít svo á að höfundar BTVS hafi þurft að koma Giles í burtu til að virkilega slæmir hlutir geti átt sér stað (Buffy endurvakin, Buffy-Spike, dauði Töru, Willow fer á galdraflipp).

Það er synd að Tara(blessuð sé minning hennar) sé farin þar sem hún var eina persónan í BTVS sem var ennþá 100% góð. Dawn missti sín 100% þegar hún fór að stela til að fá athygli og berjast með sverðum við dímona í “Grave”.

Hver er svo tilgangurinn með þessum skoðunum hér að ofan. Jú mig langaði að spyrja ykkur huguðu Buffy aðdáendur: hver er ykkar skoðun á þessum pælingum mínum og 6.seríu almennt?

oracius