Glenn Quinn 1970-2002 Hér kemur smá texti sem ég þýddi um Glenn Quinn, sem lék Doyle í 1. seríu Angel, því ég er ekki nógu hugmyndarík til að skrifa svona sjálf.


Það er aldrei góður tími til að missa ástvin. Þó eru til verri tímar. Eins og mánuð fyrir jólin, árstíðs lífsins. Margir minnast helst Glenn Quinn, 32 ára með sterkan írskan hreim og skærblá augu, fyrir hlutverk sitt í fyrstu seríu þáttarins Angel, sem lesendur ættu að kannast við, þar sem hann lék Allen Francis Doyle, áfengiselskandi hálfdímon, sem hafði, undir skrípalátunum, hjarta hetju og eilífðar ást fyrir Cordeliu Chase hennar Charismu Carpenter.

Þó hann hafi aðeins verið í spin-off þáttaröð Buffy the Vampire Slayer í litlum níu þáttum, auk þess nefndur í þáttunum sem komu eftir lát Doyle, og örlítið atriði í “Birthday” þætti í 3. seríu, gleymist Quinn ekki svo glatt. Langt frá því, í rauninni. Doyle var búinn að skapa sér sess í hjörtum margs Angel-aðdáandans. Mörgum aðdáendum var misboðið vegna hvarfs Quinn, og varð það ein helsta umræða á spjallrásum og -svæðum á Internetinu. Öflug bréfaskrifa herferð til höfunda þáttanna, Joss Whedon og David Greenwalt, hófst, þar sem þeir voru beðnir um að láta þessa dáðu persónu snúa aftur. Sumir aðdáendur gáfu aldrei upp alla von um að Doyle myndi að lokum snúa aftur til þáttaraðarinnar. Þessi helgun og ást á persónunni átti öll sín upptök í þeim aðlaðandi sjarma og ástvekjandi eðli sem Quinn var og hafði.

“Not to sound egomaniac or anything, but just to get under people's skin like that, and for them to believe in you and believe strongly enough to write … it's flattering and it helps you during the day,” sagði Quinn í viðtali við The Orange County Register, dagblað í Californíu. Eftir Angel lék Quinn Ben í 2000 VH1 myndinni At Any Cost. Það var engin tilviljun að Ben klæddi sig svipað og Doyle, játaði hann. "I actually did that as a tribute to [Doyle] and to the many people that were quite fond of him.“

Fæddur 30. maí, 1970 í Dublin, Írlandi, Glenn Martin Christopher Francis Quinn fluttist til Bandaríkjanna þegar hann var 18 ára árið 1988, ásamt móður sinni og tveimur systrum. Stuttu eftir komu hans til Ameríku lék hann biljarðs ”hustler“ í tónlistamyndbandi Richard Marx, ”Satisfied“. Hann byrjaði kvikmyndaferil sinn árið 1991 í myndinni Shout, þar sem hann lék á móti John Travolta og Gwyneth Paltrow. Hann meira að segja átti ”onscreen“ koss með óskarsverðlaunahafanum Gwyneth. Hann hélt áfram og vann með Larry Drake og Holly Marie Combs úr Charmed árið 1992 í Dr. Giggles. Fyrir Angel vann hann samtímis við hina vinsælu gamanþáttaröð Roseanne og hið stuttlifða miðalda drama, Covington Cross. Það var í Roseanne sem hann varð þekktur fyrir annað hlutverk, hins ógáfaða en á sama tíma elskulega Mark Healy, eiginmann Becky.

Allan tímann eftir hann yfirgaf Angel, á meðan aðdáendur héldu honum þétt við hjarta sitt, var Quinn enn náinn Angel sjálfum, fyrrverandi mótleikara sínu, David Boreanaz, sem hann kenndi að spila á trommur (Quinn spilaði á gítar og trommur og átti einnig hlut í 007-þema klúbb að nafni Goldfingers). ”We're brothers ‘til the end,“ sagði hann um Boreanaz í nýlegri viðtölum. Heimurinn varð betri við veru Glenn Quinn hér þó stutt hafi verið; þessi hæfileikaríki leikari skemmti mörgum á þriðjudagskvöldum. Now the world is much smaller with his passing, for he is gone. No videos or photographs can even begin to fill the void he has left in his wake. Í stuttu máli, missir hans verður óbætanlegur. Í kaldhæðnislegum skilningi þar sem lífið hermir eftir listinni, var lát Glenn svipað og Doyle. Bæði voru mikill harmleikur, mjög óvænt og alltof snemmbær.

Í staðinn verður hann syrgður mjög og hans alltof saknað. Hvíl í friði, Glenn Quinn.

”Is that it? Am I done?“
- Doyle, ”Hero“

”May you be in Heaven half an hour before the devil knows you’re dead.“
- Irish proverb

”Is there beyond the silent night an endless day? Is death a door that leads to light? We cannot say."
- Declaration of the FreeSkrifað af Kurt Anthony Krug, tekið með leyfi af cityofangel.com
“Napoleon is always right!” -Boxer