Angel fyrstu fimm þættirnir, ef þú ert ekki búin að sjá þættina mæli ég ekki með því að lesa lengra.

Ég veit að sjötti þátturinn var sýndur í gær en ég er ekki búin að sjá hann. Ég áhvað að skrifa þessa grein núna því ég hef fullt af spurningum.

Ég er mikið að velta Angel fyrir mér þessa stundina, hvað maður veit og veit ekki. Það er yfirvofandi heimsendi, sem Wulfom and Hart eru að vinna af, ég skil ekki alveg afhverju lögfræðingar vilja heimsendi en það er önnur saga.

Cordy er komin aftur, hvað hún sá þegar hún fékk minnið aftur er eitthvað sem við vitum ekki. Er hún mennsk eða smá djöfull eins og í lok 3. þáttaraðarinnar. Hefur hún sýnirnar eða ekki. Annað er hún hætt að elska Angel? Hún sagði nefnilega:,,Yes we were”. Ekki við eru, heldur en við vorum, sem bendir til þess að tilfinningar hennar hafa breist. En getur líka verið ég að lesa of mikið úr hlutunum. En hvað var það sem the Host sá þegar Cordy söng lagið sitt, og fyrir mikla Buffy aðdáendur tóku væntalega eftir því að Cordy söng þetta lag í hæfileika keppni í 2. þáttaröð. Það er eitthvað verulega slæmmt að koma.

Conner, hann er enn fúll út í pabba sinn, ég skildi ekki afhverju Angel henti honum út. Að mínu mati átti hann að vera stærri aðilinn í þessu máli og fyrirgefa Conner til að sýna honum skilyrðislausa ást. En hann henti honum út, við vitum að hann er skotinn í Cordy. Ég vona bara að hann fari að þróast eitthvað meira.

Varðandi Fred og Gun er áhugavert hvenig þau vinna úr morðinu á kennaranum. Hvernig þeim gengur að lifa með því að hafa myrt mann. Hvort sambandið þeirra lifir þetta af. Gun er verulega sár út í Fred að hafa farið til Westley.

Wess, bókstaflega að sofa hjá óvininum, reyndar finnst mér eins og hann sé búin að fá nóg af henni. Vill ekki láta nota sig. Hann veit að Angel er búin að fyrir gefa honum en hann er ekki búinn að fyrirgefa sjálfum sér.

Hvað finnst ykkur um þættina? Ekki láta mig vita að ég sé léleg í stafsetingu, ég veit það.