Kvöldið. Þessi tilkynning mun fjalla um annars vegar greinasamkeppnina, og hins vegar tölurnar fyrir septembermánuð. Ástæðan fyrir því að ég set þetta saman í eina tilkynningu í staðinn fyrir tvær er sú að ég nenni ekki að gera tvær.


Greinasamkeppnin!

Það var alveg ágæt þátttaka fannst mér í greinasamkeppni septembermánaðar, skóli, heilar 10 greinar komu inn, hver annari betri. Að lokinni könnun sem stóð frá 1. - 3. október komu svo í ljós hvaða greinar stóðu upp úr. Hér eru úrslitin fyrir áhugasama. Fyrir ykkur hin, þá eru niðurstöðurnar eftirtaldar:
Í fyrsta sæti með 23% atkvæða er greinin Árgangstíkin eftir hina þokkafullu AllaWhite! Fast á hæla hennar, í öðru sæti er greinin MH, fyrsti dagurinn eftir hinn magnaða HerraFullkominn, sem hlaut hvorki meira né minna en 22% atkvæða, svo það munaði bara einu prósenti á milii fyrsta og annars sætis, pælið í því! Þriðja sætið skipar svo grein eftir hina áhugaverðu Brighton, en hún fékk heil 14% atkvæða, og ber hið frumlega nafn Skólaganga mín.
Þetta eru 3 fyrstu sætin, til viðbótar bárust 7 aðrar góðar greinar, plús ein sem var ætluð í keppnina en kom degi of seint, og eru þær allar gott framlag.

Til hamingju AllaWhite :}


Tölur fyrir septembermánuð

Að þessu sinni, í september mánuði, var sorpið í 8. sæti yfir öll áhugamál á huga. Góður árangur það!

10 hæstu áhugamálin eru eftirfarandi:
Áhugamál - Síðuflettingar - % af heildarflettingum
1. forsida - 725,178 - 12.17%
2. kynlif - 460,268 - 7.73%
3. hahradi - 423,099 - 7.10%
4. blizzard - 420,018 - 7.05%
5. hl - 354,450 - 5.95%
6. ego - 311,559 - 5.23%
7. hljodfaeri - 225,497 - 3.79%
8. sorp - 223,690 - 3.76%
9. brandarar - 141,728 - 2.38%
10. metall - 139,224 - 2.34%

Frekar góður árangur, en það má alltaf bæta sig, koma svo!


Eitt í viðbót líka, ætla ekki allir að koma á Stælarann á laugardaginn? Það verður alveg svaðalega skemmtilegt, endilega komið :}

Jæja, that's all, have a nice day.

Yfir og út,
Vansi sem ofnotar bbocde