Þá er komið að því… Síðasta samkundan, eftir heilt ár, og rúmlega það.
Ég sendi inn tilkynningu fyrir nokkrum dögum, spurði um tímasetningu og svona. Útkoman úr því var laugardagurinn 7. október nokkuð fyrir klukkan 18:00. Semsagt, ætla að hafa þessa tilkynningu bara stuttorða:

Dagsetning: Laugardagurinn 7. október 2006
Tími: 18:00
Staður: Lækjartorg
Taka með: Pening fyrir mat, kannski fleiru, strætómiða.
Aldurstakmark: Eiginlega ekkert, en reynum að halda þessu við 8. bekkinn.

Jæja, á ekki að fjölmenna? Gerum þetta fjölmennt! Engin afsökun er gild núna, engin!

Hvet alla til að mæta, sérstaklega þá sem hafa mætt. Ef þú veist um einhvern sem hefur mætt eða ætlað að mæta, og stundar ekki lengur sorpið eða huga, endilega láttu hann / hana vita af þessari tilkynningu, ég vil sjá sem flesta!

Ef þið eruð að vinna, reynið þá að redda fríi ef þið viljið endilega mæta.


Ætla að leyfa Leifi eða Benna eða einhverjum pros að skipuleggja þetta þegar á staðinn er komið, þeir hafa reynsluna.

Jæja, mun ég ekki sjá ykkur öll? Munið að skrá ykkur í atburðakubbnum ^^