Jæja, kominn nýr mánuður, og ákveðið að halda greinakeppni hér á sorpinu, hrista aðeins upp í liðinu, fá fleiri greinar inn, hafa komið svaka fáar upp á síðkastið… Þannig að núna er tækifærið, æfa sig í að skrifa langa textann, sem kemur sér vel fyrir komandi skólavetur!

Þema þessa mánaðar er Skóli, sem á vel við úr því að skólarnir eru að byrja. Það má útfæra þetta á ýmsa vegu, skrifa eftirminnilegi atburði sem hafa skeð í skólanum, skrifa um busun, byrjun í menntaskóla, konuna í mötuneytinu, þetta getur verið mjög vítt þema.

Skilyrði fyrir því að grein taki þátt í keppninni eru:
*Hún verður að vera tengd þemanu á einhvern hátt
*Miða skal við um 600 lágmarksorðafjölda, má auðvitað vera lengri, en ekki mikið styttri nema hún sé þeim mun innihaldsríkari
*Í titilinn skal skrifa [greinasamkeppni], það þýðir ekki að skrifa það bara í greinina sjálfa, það þarf að vera í titlinum
*Ef þið eruð ekki viss á stafsetningu, fáið þá einhvern til að lesa yfir, eða notið Villupúka. Ekkert leiðinlegra en þegar góðar skemmtilegar greinar eru svo morandi í stafsetningarvillum að það er erfitt að lesa þær. Bara ábending ;}
*Ekki vera með dónaskap né meiðyrði, ef grein er of dónaleg, eða með skítköstum á einhverja ákveðna, þá verður hún ekki samþykkt

Skilafrestur er til klukkan 23:59:59 þann 30. september. Þá kemur könnun sem stendur í 3 daga, og af henni mun sigurvegarinn verða ákveðinn.
(bætt við: Vegna fjölda áskorana verða greinarnar 3 sem komið hafa í ágúst um busun og slíkt, teknar gildar í keppnina)


Jæja, held ég sé búinn að taka allt fram, gangi ykkur vel =}