Jæja, greinaátakið… Allt allt allt of léleg þátttaka að mínu mati, aðeins 3 greinar bárust inn sem hluti af þessari keppni, ég bjóst við upp undir 10… Verðið að standa ykkur betur!

Eftir æsispennandi og nokkuð jafna kosningu sem fram fór með könnun á áhugamálinu, og stóð yfir í 3 daga, er niðurstaðan komin.

Í fyrsta sæti:
Hæfileikar eftir TinnaKristin með hreinan meirihluta, eða 51% allra greiddra atkvæða, geri aðrir betur!


Í öðru sæti lenti greinin Viðtöl eftir Zoltan með 29% atkvæða, og í því þriðja Skólaganga mín! eftir Cho, og fékk hún 20% atkvæða.


Ég var að spá í, er áhugi fyrir svona átaki aftur? Er kannski að pæla í að hafa svona keppni í september, og hafa þá jafnvel þema, hvað er fínt þema fyrir greinakeppni? Þá verða allir komnirí skólann og hættir að vinna á daginn, og nógur tími til að skrifa skemmtilegar greinar fyrir sorpið í skólabækurnar í staðinn fyrir að skrifa leiðinlegar ritgerðir eða glósur eða reikna dæmi =}
Einhver tilbúinn í skemmtilegt greinaátak í september? Og kannski einhver með hugmynd að þema?


Annars, til hamingju TinnaKristín með þennan glæsta sigur í greinasamkeppni sorpsins júlí 2006! =}