Eftir þennan þráð sem Ashpyxiation kom með ( http://hugi.is/sorp/threads.php?page=view&contentId=3211888 ) fór ég aðeins að pæla, sorpið hefur vissulega stefnt niður á við að undanförnu. Svo var ákveðinn aðili sem gaf mér þá hugmynd að gera smá tilkynningu (tobmarley).

Jæja, þið sem hafið verið hér lengi munið eflaust þegar sorpið var upp á sitt besta, gullöld sorpsis eins og ég vil kalla þetta. Ég vil meina að þetta hafi verið upp á sitt besta seinni hluta seinasta sumars, og alveg fram á fyrri hluta veturs, eftir það fór þetta aðeins að dala, og í vetur hefur sorpinu hrakað hratt að mínu mati.

Málið er bara það, að notendurnir skapa áhugamálið. Ég veit að mörg ykkar vilja aftur þetta gamla góða sorp, en þá verðum við að standa saman, senda inn efni (sem meikar sens auðvitað, ekki bara bull og annað rugl), skapa umræður, skrifa vandaðar greinar, gera skemmtilegar sögur, gera fréttir, taka þátt í umræðum, en umfram allt: Hafa gaman, þetta áhugamál gengur út á það, fólk að skemmta sér =}

Ég leita hér eftir hugmyndum frá ykkur, hvað þarf að gera til að bæta þetta, hvort það þurfi að bæta einhverju við hérna, taka út, bara allt sem getur hjálpað við að lyfta upp sorpinu á ný.
Ég samt hvet eindregið ykkur öll að reyna að nota korkana, senda inn efni sem getur spunnið upp skemmtilegar umræður, skrifið greinar, og verið virk, eða reynið það að minnsta kosti!

Með von um betra sorp,
Vansi - admin á /sorp.