Eftir seinasta ævintýrið mitt, sem kostaði mig 3 mánaða spítalavist plús ákafa meðferð hjá sálfræðingi var ég búin að fá nóg af þessu hættulega líferni mínu.
Ég ákvað því að reyna að koma mér fyrir í lífinu og taka ellidögunum rólega.
Ég flutti útúr húsinu mínu sem ég taldi mig ekki geta búið í lengur útaf slæmum minningum og fann mér litla blokkaríbúð í útjaðri Reykjavíkur.
Ég byrjaði að sækja AA fundi útaf óhóflegri drykkju minni og í þeirri meðferð var hrútur að nafni Mikael.
Við byrjuðum að kynnast því við sóttum sömu fundi, enn svo fóru neistar að fljúga.
Ég hélt að ég væri dauð úr öllum æðum enn svo var víst ekki því ég varð ástfangin af Mikael.
Við byrjuðum að búa saman eftir 6 mánaða samband og vorum edrú og hamingjusöm í 2 ár saman.
Enn þá byrjaði að dimma í tilveru okkar.
Ég byrjaði að fá harðorð hótunarbréf og þóttist vita að þar væri hin ljóshærða ekkja Gísla Marteins að verki.
Ég lét Mikael ekki vita af þessu, vildi ekki valda honum óþarfa áhyggjum.
Enn einn daginn sat hann inní stofunni alvarlegur á svip og sýndi mér bréf sem hann hélt á í hendinni.
Bréfið hljómaði svona.

“Nú eru liðin 3 ár síðan ég sá þig seinast og ég ætla mér að halda uppá endurfundina.
Þú tókst frá mér það sem ég fæ aldrei aftur.
Nú mun ég gjalda í sömu mynt.
Kveðja X”

X-ið var ritað með blóði. Guð minn góður þessi kona var brjáluð.
Enn það sem verra er að nú þurfti ég að útskýra bréfið fyrir Mikael og segja honum alla sólarsöguna (sjá kafla 1-4)
Þegar ég loksins hafði lokið mér af þá var ég alveg niðurbrotin.
Mikael hafði setið og þagað enn nú reis hann upp með sigurglott á vör og sagði
“þú ert handtekin fyrir morðið á Gísla Marteini og 15 ára piltinum”
Ég vissi ekki á hvað mig stóð veðrið og sat þarna rugluð á svip.
“Mikael hvað ertu að segja?” sagði ég þreytulega.

“Allann þennann tíma hef ég verið að vinna með Eff bí æ lögreglunni og beðið eftir játningu frá þér!”

“Hættu þessu Mikki minn.. ég er ekki í stuði” Mikael fílaði nefnilega að fara í “lögguleik” innan luktra dyra svefnherbergisins.

“Ég er ekkert að bulla vinan!” Sagði hann þá og dró upp handjárn.

“Hvað meinaru hrútur!! Hættu þessari vitleysu!”

“Þú ert hérmeð handtekin, allt sem þú segir getur verið notað gegn þér fyrir rétti”

“Enn hvað með öll hótunarbréfin? Á ekkert að gera í þessum brjálæðing sem er búinn að elta mig í mörg ár!?” Sagði ég frekar pirruð á þessum látum.

“Þú verður örugg fyrir henni þar sem þú ert að fara, komdu nú!” Sagði hann og benti mér að standa upp.

Enn ég hélt nú ekki að ég væri að fara að láta þennann viðbjóð handtaka mig svo ég hljóp útá svalirnar og hoppaði fram af ég fattaði samt þegar ég var búin að hoppa það það væri ekkert sniðugt að hoppa fram að svölum á 9. hæð.
Hvað var ég að pæla!!
Var ég ekki ennþá í þjálfun eftir öll þessi ár sem ég reyndi að vernda dýr jarðarinnar!!
Þegar ég hrapaði niður stýrði ég mér að veggnum, þegar ég var komin niður að 2. hæð náði ég loks að grípa í svala handrið sem var þar og draga úr fallinu.
Enn auðvitað þegar maður fellur niður svona hæð þá er ekkert auðvelt að stoppa sig. Ég lenti á grasinu með aðra framlöppina úr lið.
Enn ég gat nú aldeilis hlaupið á afturfótunum svo ég hljóp í áttina að Keflavík.
Ég heyrði Mikael kalla á eftir mér “Þú sleppur ekki vinan”
Enn ég held nú samt að hann hafi gefið mér smá séns á því að komast í burtu, ekki gat hann verið alveg hjartalaus hrútgreyjið.
Þegar leið að kvöldi var ég komin hálfa leiðina til Keflavíkur, enn ég þurfti að sjálfsögðu að fara meðfram grýttu hrauni og öðru slíku, það væri of augljóst að fara meðfram veginum.

Fljótlega heyrði ég sírenur í lögreglubílum á götunni og þá hoppaði ég ofan í eitthverja gjótu sem þarna var, enn.. gjótan endaði ekki!
Ég hrapaði í mínútu áður enn ég lenti ofan á mjúkum grjónapúða.
Ég leit í kringum mig eftir að hafa jafnað mig á þessu sjokki og sá þá að þetta var greinilega staður þar sem karlmaður bjó.
Það var ALLT á hvolfi klósettpappír fram í eldhúsinu og lyktin gaf til kynna að klósettið væri stíflað.
Það eina sem var þarna inni var tölva og stóll .. auk nokkurra pizzukassa og tómra kókflaska.
Ég ákvað samt að hérna væri ég örugg til smá tíma, ég þurfti eitthvern tíma til að skipuleggja mig, með brjálaða kerlingu og alla lögregluna á eftir mér þá gæti þetta orðið snúið! Enn ég hafði verið í verri aðstæðum. Ég ákvað að senda góðvini mínum Haraldi Hana bréf sem ég sendi með bréfdúfu sem ég skildi aldrei við mig ef svona neyðarástand kæmi upp, og bað hann um aðstoð.
Eftir hálftíma kom bréfdúfan aftur með Harald með sér.
Ég sagði Haraldi sólarsöguna og saman byrjuðum við að plana hvernig væri best að koma mér úr landi.
Við ákváðum að sniðugast væri að koma mér til Grindavíkur og laumast þar um borð í eitthvað skip sem við værum viss um að færi til eitthvers annars lands.
Við sofnuðum í 4 tíma samanlagt, skiptumst á að vaka með hitt svæfi svo við værum viss um að geta forðað okkur ef við myndum heyra eitthvern umgang fyrir ofan okkur.
Svo gerðist það ósennilega!
Eigandi “Holunnar” eins við kölluðum staðinn var mættur.
Þetta var venjulegur fjölskyldufaðir sem hafði orðið fyrir barðinu á WOW (World of warcraft)
Enn eiginkona hans vildi ekki sjá að hann væri í þessum leik og þess vegna hafði hann flúið hingað. Eiginkonan hélt að hann ætti í ástarsambandi við aðra konu og manninum, hét Aron fannst skárra að hún héldi það heldur enn að hún vissi um þessa fíkn!

“uu.. Halló.. hver eruð þið?” sagði maðurinn áttavilltur!

Þegar maðurinn hafði hoppað ofan í holuna höfðu að sjálfsögðu bæði Haraldur og ég stokkið upp og stóðum þarna í viðbragðstöðu til að berjast!

“Við.. duttum ofan í eitthverja holu og enduðum hér” svaraði Haraldur þá.

“Hérna .. ég lofa að þegja um þig ef þið segið konunni minni ekki frá því sem þið hafið séð hérna!” Á meðan hann sagði þetta horfði hann á mig biðjandi augum.
Þá vissi ég að ég væri eftirlýst og að við værum í hættu.

“Við lofum því.. ” Sögðum við í kór.

Við vorum þarna í 10 mínútur í viðbót og svo tókum við bílinn hans Arons og brunuðum til Grindavíkur.
Á leiðinni sáum við vegartálma og reyndum að snúa kæruleysislega við og beygja inn á eitthvern afleggjara sem var þar.
Enn það var of seint, lögreglumaður var að labba í áttina að okkur svo við gáfum í botn og spændum upp malarveginn sem við vorum á og brunuðum út á hraunið.
Þegar lögreglumennirnir sáu þetta hlupu þeir inní bíla sína og eltu okkur.
Þegar eltingarleikurinn hafði staðið í drjúga stund sagði Haraldur.

“Stökktu útúr bílnum!! forðaðu þér!! ”

“Hvað um þig?”

“Ég bjarga mér drífðu þig”

“Enn..”

“EKKERT ENN!! DRÍFÐU ÞIG NÚNA!”

"Ég gerði eins og hann skipaði og hljóp restina. ég var fyrir aftan bláa lónið þegar ég snéri mér við og sá Harald keyra fram af kletti, þegar bíllinn lenti sprakk hann og það flaug dekk framhjá mér þar sem ég stóð.
Svo varð allt svart.
Þegar ég vaknaði úr yfirliðinu stóðu tvær manneskjur yfir mér.
Ég hafði verið handtekin.



Endir á þessum kafla

Authors note: Ekki kvarta of mikið 8-) frekar litlaus kafli ég veit .. er að vinna í öðrum núna as we speak
lol