Dráttarbáturinn Villi færir ykkur Nýjustu Fréttir *Myndavélin súmmar inn að flatskjá sem Helmuth hefur stillt upp í fréttamannsstólnum.
Mynd byrtist á skjánum. Myndin sýnir Parvati sitjandi í sófa, klædda í jólasveinabúning*





Góðan daginn kæra lesfólk, ég, Parvati, ætla að færa ykkur fréttir í dag.




Öðru megin á plánetunni….





Maður:OMFG! Parvati með fréttir! Getur ekki verið! *Deyr úr sjokki*





…ahem. Víst. Anyways, fréttirnar verða kannski eylítið undarlegar, þar sem enginn er að fylgja fréttaplaninu, allir eru latir, og Global Warming hefur slæm áhrif á tennur unglinga.





Fréttayfirlit föstudaginn sjöunda desember tvöþúsundogsjö




Tumi Pirate


Aldís, Viggors og Þórður að beila.


Cuteness enters tha sorp


Kundur


Úrslit úr hinni æsispennandi KvæðaKeppni!


Hellscream phailaður


Viðtaló






Pirates?

Kenning er uppi á meðal ákveðinna aðila á sorpinu, sem kjósa að koma ekki fram undir nafni, að Tumi AKA lobsterman, sé í rauninnni sjóræningi! Sem er kominn hingað til að taka ströndina OKKAR!
Sönnunargögnin eru afar sterk, en þó ekki nóg til að hægt sé að senda hann með næsta skipi í burtu. Sorpið er við það að skiptast í tvær fylkingar. Með og Á móti Capn’ Tuma.
…Sprell við elskum þig Tumi 8-)






Dagatals drama

Einsog sumir kannski muna eftir höfðu fyrrverandi sykurpúðarnir oRiley, THT3000 og ChocoboFan lofað okkur ofur spennandi Jóladagatali. Allir iðuðu í skinninu og töldu niður til fyrsta des. En hvað haldiði. Þeir hætta við. Frumvarpið dregið til baka.
Ég fór og bankaði uppá hjá nokkrum einstaklingum og fékk þeirra skoðun á málinu…



*Helmuth stendur með flatskjáinn í höndunum fyrir framan útidyrahurð. Dinglar. Kona kemur til dyra.*


Parvati, úr flatskjánum: Já, halló, er Hjödda heima?
Kona, confused: Erh… bíddu aðeins.
Parvati og Helmuth: *bíða*
Hjödda/Naflastrengur: …Wtf?
Parvati: Dísa me love! Sæl. Ég var bara að spegúlera hvað þér fyndist um þetta beilersmál með dagatalið alltsaman?
Hjödda: …ég er eiginlega að borða sko…
Parvati: Svaraðu bara.
Hjödda: Uh.. slæmt?
Parvati: Takk fyrir það, njóttu matarins!




*Helmuth bankar á aðra hurð*
Davíð/Afhverju: Je?
Parvati: Dabbehkóngur!
Davíð: Zomgs, Parv, hæ
Parvati: Já, ég get ekki stoppað núna
Davíð: Ekki einus þyggja einn tebolla?
Parvati: Nei, nei ómögulega, seinna kannski? En núna: Hvað finnst þér um það að Jóladagatalinu hafi verið frestað?
Davíð: Tjah, þeir höfuð nú svo lítinn tíma og-
Parvati :*Lúkk sem gæti drepið 50 manns úr hræðslu* Davíð: oooog þetta er alveg ótæpt! Skandall!
Parvati: Excelent.




Helmuth: *Bankar saltkjöt og baunir*
Ólöf/RazumRu: Nei, við kaupum ekki Dagblaðið!
Parvati: En!
Ólöf: *Skellir hurð*
Parvati: Nohh…






Cuteness in dah sorp?

http://www.hugi.is/sorp/images.php?page=view&contentId=5445602

Þarf að segja meira?
Þetta var bara svo immaculate cuteness að það þurfti að vera með. Enda vildu allir nema ónefndir apa aðilar ætleiða gjeyjið gjússí gjússi gisuna!





Kundorz!

Fólk er mjög duglegt að skipuleggja kundur finnst mér. Tvo þumla upp, þið! Þær heppnast svona upp og ofan, en alltaf er nú hollt að rækta félagsleg tengsl og læra af fólki sem maður annars myndi ekki umgangast, enda- *Helmuth setur límband á munninn á Parvati*




Úrslitin úr kvæðakeppninni! Beibí!

*Parvati stendur í rauðum kvöldkjól uppá sviði, haldandi á forljótri styttu, einu páskaeggi númer 11,5 og risaávísun*

Eftir mikla og alvarlega íhugun hefur dómnefndin tekið þá erfiðu ákvörðun sem felst í að velja sigurvegarann. Mörg góð framlög bárust og verða þau talin upp hér að neðan.



Enginn ann honum Kára,
nema hin elskulega Lára.
Svo kom vetrarhríðin
Og Lára litla fékk hríðir.

-By: Laddis


Kári er minn bróðir,
Kári er mín sál.
Kári er vindurinn og Kári er mér nár,

Samt erum við ekkert líkir,
Sama með Njál.

-By: Gexus


Kátur er ey Kári
Kassabílnum á
Sést ey aftur Smári
Sumarbústað hjá


-By: lobsterman



Káti káti Kári,
Keppir sem skáti,
Spekkar sætu pussurnar
Setur í hlussurnar.


- By: sunnagje



Kári litli kjánastrákur
Keypti súkkulaðisnúð
Karpaði hann og kýtaði
Þar sem snúðurinn hafði karamelluhúð

-By: BlacksmithGirl



Hart blæs hann kári.
Hörmungum veldur sálar sári
En ekkert getur gert,
Einungis lifa við sitt sjúka verk.


-By: LindeLou



Gefum þeim öllum gott klapp!

Þetta var virkilega hörð samkeppni og ótæpilega mjótt á munum. En með 0,23% fleiri atkvæðum vinnur….






*trommur*







LOBSTERMAN!

*Áramótarusl rignir niður. Lobsterman stígur uppá sviðið í smóking*

Til hamingju! *Parvati og lobsterman kyssa loftið við hliðiná eyrunum á hvort öðru*

*lobsterman tekur við verðlaununum, labbar að míkrófóninum…*


REYKSPRENGJA!

*Þegar reykurinn hverfur eru allir í salnum nema lobsterman orðnir hænur*

lobsterman: Samúel! Komdu með hænurnar mínar! Múhahahaha!





Hellscream var illa phailaður á korki sínum um daginn. Ég varð bara að koma þessu frá mér. Sorry. Fyrirgefðu. Lulz.





Intervjúv!


*Parvati í Jón Ársæll búningi situr í skíðalyftu með Pésa*

Parvati: Sæll, Pési.
Pési: Daginn vænan!
Parvati: Segðu mér aðeins frá lífi þínu.
Pési: Heyrðu, ég sem sagt fæddist laugardaginn þann-
Parvati, Jón Ársæll stæl: Já.
Pési: Ha?
Parvati: Já.
Pési: Ókei.. Og sem sagt, ég ólst upp í-
Parvati: Já.
Pési: Ólst upp í-
Parvati: Og hvernig gekk þér að vinna úr því?
Pési: Eh, bara svona-
Parvati: Já.
Pési: *Hrindir Parvati úr lyftunni*









Takk fyrir í dag, elskið hvort annað, muna að hreyfa sig daglega, kommentið á þessar fréttir og allt um fara vel! Toodleoo.

[Fyrirfram afsakanir fyri stafsetningarvillur, málfræðivillur, nafnavillur, staðreyndarvillur og prjónavillur]


EFTIRMÁLI

*Morgothal, Gexus og Padfoot sitja saman og borða snúða*
We're just two lost souls wimming in a fish bowl.